Vísir - 27.09.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 27.09.1975, Blaðsíða 11
Vlsir. Laugardagur 27. september 1975 11 Umsjon. Stefan Guöjohnsen Frá meistaratvlmenningi Bridgefélags Reykjavlkur. Taliö frá vinstri: Ragnar S. Halldórsson, forstjóri isal, Jón Baldursson, Þráinn Finnbogason. Guömundur Arnarson snýr bakilljósmyndarann. (Ljósmynd Jim) Spaðanían gat gert gœfumun Hér er athyglisvert spil úr B-riöli slðustu umferðar. Allir utan hættu og suður gefur. samningur og vann þá. A 9-6-5 V 10-9-5 ♦ 7-6-5-4 4 G-10-7 4 K-8-7-2 ♦ A-G ¥ K-G-7-6-4 ¥ A 4 2 ♦ A-K-D-G-9-8-3 4 A-3-2 * D-8-6 4 D-10-4-3 ¥ D-8-3-2 ♦ 10 4 K-9-5-4 Spilið var spilað á sex boröum og var misjafn árangur. A einu borði komust a-v I þrjú grönd á spilið, en ég held að engin hafi áhuga á því, hvernig þær sagnir gengu. Næst komust a-v I sex grönd, sem er alveg gulltryggur samn- ingur, ef tigullinn liggur ekki 5-0. Þrjil a-v pör fóru alla leið isjö grönd og það merkilega skeði, að öll unnu þau spilið. Fljótt á litið virðist suður vera I óverj- andi kastþröng, en glöggir les- endur koma strax auga á, að SPAÐANIAN hjá norðri getur haft úrslitaáhrif. Austur getur taliö 12 örugga slagi og sá þrettándi hlýtur að koma með kastþröng. Vandinn er einungis að finna út hver lendi I kastþrönginni, norður eða suður, eða báðir. Einn sagnhafi spilaði Vlnar- bragð svokallaö með tvöfalda kastþröng sem aukamöguleika. Otspilið var tigull drepinn á ás. Þá kom hjartaás, laufaás (Vln- arbragð), síðan hjartakóngur og heim á spaöaás. Nú tók hann tlglana I botn og þegar hann tók þann siðasta var staðan þessi: 4 9-6 ¥ 10 ♦ enginn 4 ekkert 4 K-8 4 G V G ¥ ekkert ♦ enginn 4 3 4 ekkert <4 D 4 D ¥ D ♦ enginn *K Þegar austur spilar tlglinum, þá kastar suður spaðadrottn- ingu og engin leið er að vinna spilið. 1 reyndinni kastaöi suður laufakóng I fjögurra spila end- ingunni og sagnhafi vann spilið auðveldlega. Austur þóttist spila upp á mjög góða möguleika en það er einfalda kastþröngin á suður 1 laufi og hjarta, sem heppnast. Austur heldur þá samgangin- um viö blindan I laufi og spilar spilið þannig: Fyrsti slagur er drepinn á tígulás, hjartaás tek- inn, slðan spaðakóngur og hjartakóngur. Svo fer sagnhafi heim á spaöaás og tekur tlglana ibotn. Þegarslðasta tlglinum er spilað er suður I kastþröng með laufakóng og hjartadrottningu. A síðasta borðinu spilaði aust- ur sjö tígla, sem er mjög góður samningur og vannþá. FRÁ MEISTARATVÍ- MENNING B.R. Að tveimur umferðum loknum I meistaratvlmenning Bridge- félags Reykjavikur er staðan þessi: 1. Einar Þorfinnsson — Páll Bergsson ' 387 2. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 380 3. Hjalti Ellasson — örn Arnþórsson 378 4. Danlel Gunnarsson — Steinberg Rlkarðsson ;373 5. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 372 6. Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrimsd. 370 7. Ólafur H. Ölafsson — Jón G. Jónsson 357 8. Guðlaugur R. Jóhannsson — Ásmundur Pálsson 354 9. Jakob Armannsson — Páll Hjaltason 354 10. Sigurður Sverrisson — Sigtryggur Sigurðsson 351 Næsta umferð verður spiluð n.k. miðvikudagskvöld I Domus Medica kl. 20. Alls eru spilaðar sex umferðir. BJÖRN OG ÞORÐUR EFSTIR HJÁ TBK Að tveimur umferðum loknum I tvimenningskeppni Tafl- og bridgeklúbbsins er staðan þessi: 1. Björn Kristjánsson — Þórður Elisson 401. 2. Bragi Jónsson — Dagbjartur Grlmsson 395 3. Helgi Einarsson — Sigurjón Tryggvason 374. 4. Auðunn Guðmundsson — Sigtrýggur Sigurðsson 362. 5. Inga Hoffmann — Ólafía Jónsdóttir 362. 6. Hilmar Ólafsson — Ingólfur Böðvarsson 361 7. Arni Pálsson — Guðmundla Pálsdóttir 355 8. Bragi Björnsson — Guðmundur Aronsson 344. 9. Ólafur Lárusson — Rikarður Sigfússon 342 10. Hannes Ingibergsson — Jónina Halldórsdóttir 342. Spássitúr í Gamla kirkju- garðinum eru feitustu ánamaðkar i Reykja- vik að því er lax- veiðimaður tjáði mér. Ég rölti þangað i sumar með vini minum sem var nýkominn að utan. „Þar er þögn og gott að tala saman,” sagði hann og ákvað stefnuna. Rétt innan við garðshliðið gengum við fram á stóran tré- kassa. Ofani kassanum sat bústinn þröstur og kroppaði i bing af jurtaleifum og drasli. Hann virtist ekki taka eftir okk- ur og hélt áfram að kroppa þó við kæmum alveg að kassanum. „Furðulega spakur fugl,” sagði ég. „Hann er svo vanur hinum dauðu.” svaraði vinur minn. Spölkom innar lá sofandi róni á grasigrónu leiði með rifna hettuúlpu breidda yfir sig. „Svona gæti ekki gerzt i Svlþjóð,” sagði ég. „Hann er að æfa sig fyrir hvfldina löngu,” svaraöi vinur minn. Við röltum áfram og leituðum aðleiði Sigurðar Breiðfjörðs, en hvemig sem á þvi stóð, gat ég ómögulega áttað mig á hvert skyldi halda. Loks komum við auga á gamlan mann sem sveiflaði orfi neðst I garðinum. „Tlmans langi ljár,” sagði vinur minn. Við spurðum sláttumanninn hvort hann gæti visað okkur á leiði Sigurðar Breiðfjörðs. „Það er hér ögn utar. Ég skal fylgja ykkur,” svaraði hann, iagði trá sér orfið og gekk á undan okkur. „Finnst þér þú aldrei vera slátturmaðurinn sjálfur — líknarmaður, þegar þu ert hér i garðinum?” spurði ég hátiðleg- ur I bragði. „Ég er að austan, svo komu þúfnabanarnir,” var svarið. Hann stikaði áfram, án þess að lita við. „Manstu ekki eftir atriðinu i Heimsljós— þegar Mr. Kárason finnur mosagróinn steininn” skaut ég að kunningja minum, þegar við stóðum við gröf rlmnaskáldsins. Hann kinkaði kolli. Sláttumaðurinn tvísté. Ég gat ekki á mér setið: „Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja en skyldi þeim engum bregða I brá blessuðum nær þeir deyja”. „Hvað segirðu?” spurði sláttumaðurinn og hélt áfram aö tvlstiga. Ég endurtók stökuna: „Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja en skyldi þeim engum bregöa I brá blessuðum nær -þeir deyja” Hann hummaði og tróð krumlunum i vasann. „Þetta er staka eftir Sigurð BreiðfjörðJ’ sagði ég. „Hann hefur verið hagmæltur?” spurði hann. „Já — hann orti,” sagði ég. Sláttumaðurinn kvaddi. „Hann þekkir grafirnar eins og fjármaður sauðina sina,” sagði vinur minn og horfði á eftir hon- um. „Ég hefði sennilega getað spurt hann um eitthvað allt annað nafn,” sagði ég. „Að sjálfsögðu,” savaraöi vinur minn. Þegar við forum út um garðs- hliðið gegnum við i flasið á tveim unglingsstúlkum. Þær plskruðu eitthvað saman og héldu hlæjandi áfram upp göt- una. Stór amerlskur kaggi þaut hjá og töffi með kúrekahatt gólaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.