Vísir - 29.09.1975, Síða 16
16
Visir. Mánudagur 29. september 1975
Klippmgar - Klippingar
• •
Hárgreiðslustofan VALHOLL
Laugavegi 25. Simi 22158
Viltu lóta þér
líða vel
allan sólarhringinn?
/
Undirstaða fyrir góðri líðan er að sofa vel.
Hjá okkur getur þú fengið springdynur í
stífleika sem hentar þér best.
Og ef þú ert í vandræðum með að f inna hjóna-
eða einstaklings rúm, þá ertu viss um að f inna
það hjá okkur.
VERTU VELKOMINN!
'MIMS Spvingdýnur
Helluhrauni 20, Sími 53044.
Hafnarfirði
Útboð
Sildarvinnslan h.f. Neskaupstað óskar
eftir tilboðum i raflagnir i fiskimjölsverk-
smiðju á Neskaupstað.
Útboðsgagna má vitja hjá Rafhönnun s.f.
Skipholti 1, Reykjavik frá 29.9 gegn 15.000
kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á
sama staða kl. 11.00 þann 13.10.
Rafhönnun.
Húsbyggjendur —
EINANGRUNARPLAST
Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-'
ReykjavikursvæðiO meO stuttum fyrir-
vara.
Afhending á byggingarstaO.
HAGKVÆM VERÐ.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi
Simi 93-7370
Helgar- og kvöldsimi 93-7355
Glötuð er
aevmd króna
Þaö er meiningin meö nokkr-
um stuttum greinum, sem ég
hefi lofaö Visi aö rita um fjár-
mál, aö fræöa fólk um gang
þessara mála, þvf aö margir eru
þeir, sem komast í snertingu viö
fjármálin án þess að hafa þekk-
ingu eöa reynslu á þeim, sem
þeim er þó nauðsynleg, sem viö
viðskipti fást.
Ég gat þess i síðustu grein
minni, að afföll af skuldabréfum
væru algengt fyrirbæri á verð-
bréfamörkuðum hér og erlend-
is, en það þarf þó i þeim efnum
að gjalda varhug við að brjóta
ekki þau lög og þær reglur, sem
þjóðfélagið setur okkur til þess
að lifa og starfa eftir.
Með lögum nr. 58/1960, um
bann við okri, dráttarvexti o.fl.
er svo fyrirmælt i 2. gr. ,,Ef
skuld er tryggð með veði i fast-
eign eða með handveði, er
heimilt að taka af henni árs-
vexti, sem séu jafnháir þeim
vöxtum, er stjórn Seðlabankans
leyfir bönkum og sparisjóðum
að taka hæsta fyrir þannig
tryggð lán á þeim tima, er til
skuldar er stofnað”, o.s.frv.
Samkv þessum lögum er miðað
við það, að vaxtaburður af
skuldabréfum sé hinn sami og
opinberir aðilar ákveða af sams
konar. verðbréfum á hverjum
tlma. Hér virðist þvi i fljótu
bragði séð, að séu vextir og af-
föll af slikum verðbréfum
samanlagt hærri en þeir vextir,
sem Seðlabankinn ákveður
hverju sinni, þá er um lögbrot
að ræða. En það þarf nú ekki
ávallt að vera svo. Þessu til
skýringar er eftirfarandi dæmi:
Maður er með tvö skuldabréf,
sem hann vill selja. Annað bréf-
ið hefir hann gefið sjálfur út og
það er tryggt i hans eigin húsi,
hitt bréfið hefir hann eignast við
það að selja eign, sem hann átti
og bréfið tryggt með veðrétti i
henni og gefið út af kaupanda
þeirrar eignar.
1 fljótu bragði virðist ekki
mikill munur á þessum bréfum,
en i fyrra tilfellinu er maðurinn
að taka lán, en i hinu siðara er
hann að selja kröfu á annan
aðila. 1 fyrra tilfellinu mun það
vera talið lögbrot að taka hærri
vexti og afföll en getið er um i
ofannefndum lögum, en í siðara
tilfellinu ekki, nema misferli
séu bundin við þau viðskipti.
Lagafyrirmælin, sem hér hefir
verið vitnað til, gefa manni til-
efni til nánari heilabrota um
þessi efni.
Maður, sem lánar öðrum pen-
inga og hefir tekið af þeim dálit-
ið hærri vexti en löglegt er, en
fær þá seinna endurgreidda og
þá hefir rýrnun krónunnar orðið
svo mikil á lánstimanum, að
vextirnir hafa allir farið for-
görðum og hluti af höfuðstóln-
um einnig farið sömu leið, en
samt er hægt að dæma lánveit-
andann sem orkrara. / Það er
margt skritið I kýrhausnum. Þá
höfum við þegar komist i snert-
ingu við þetta undarlega en
jafnframt glæpsamlega fyrir-
bæri, sem viðgetum nefnt verð-
rýrnun peninga og gengisfell-
ingar. 1 þessum efnum er spari-
fjáreigandanum settar reglur i
islenskum lögum.
í lögum hr. 4/1960, segir svo i
6. gr. „Eigi er heimilt að stofna
til skuldar i islenskum krónum
með ákvæði þess efnis, að hún
eða vextir af henni breytist i
samræmi við gengi erlends
gjaldeyris, nema um sé að ræða
endurlánað erlent lánsfé.” Og
siðar i sömu grein segir:
„Akvæði i lánssam ningum
gerðum fyrir gildistöku lag-
anna, um að endurgreiðsla eða
vextir skuli háð gengi erlends
gjaldeyris, skulu ekki gild”,
o.s.frv.
Samkvæmt framansögðu er
þvi þá slegið föstu, að vilji lög-
gjafans er á einn veg gagnvart
sparifjáreigendum i landinu.
Frá þeim er tekinn sá mögu-
leiki, sem þægilegastur er til
þess að verðtryggja fjármuni
þeirra. Það er meðfæddur eigin-
leiki hjá mörgu fólki, sem betur
fer, vil ég segja, að leggja fyrir
eitthvað af launum sinum, ef
þess er kostur. 1 gamla daga hét
það, að eiga fyrir útförinni.
NU eru allir þjóðfélagshættir
svo breyttir, að það sem var, er
ekki lengur. Þörfin fyrir að
leggja fyrir peningá hefir
minnkað hjá hverjum einum að
sama skapi, sem hin þjóðfélags-
lega samhjálp hefir aukist. Nú
eru látnir grafnir á sómasam-
legan hátt, þótt þeir eigi ekki
fyrir útförinni. Sjúkir fá læknis-
hjálp, þótt þeir geti ekki greitt
fyrir hana, en hin þjóðfélags-
lega þörf fyrir spariféð er sist
minni nú, heldur en hUn hefir
alltaf áður verið. Sparifjáreig-
andinn er að miklu leyti aflgjafi
athafnalifsins i landinu, og þótt
ekki væri nema af þeirri ástæðu
einni, ber þjóðfélaginu sjálfs sin
vegna að halda hlifiskildi yfir
eignum hans.
Hverjir eru svo eigendur að
sparifénu. Þar sem ég hefi
unnið fyrir þetta fólk i meira en
40 ár, er mér kunnugt um það.
Það er almenningur. Fólkið,
sem við mætum á förnum vegi.
Barnið i vöggunni og gamal-
mennið, sem biður dauðans.
Það er mikið óþokkaverk að
eyðileggja eignir þessa fólks.
En fyrir þá menn, sem vilja
þjóðfélagið feigt i þeirri mynd,
sem það nU er i, er þetta auð-
veldur leikur. Þegar fólkið hefir
missttrúna á gildi peninganna,
þá missir það um leið trúna á
þjóðfélagið.
Þessi stórbrotna eyðilegging
á verðmætum i landinu er að
miklu leyti sjálfskaparviti. Við
þekkjum þetta allt. Takmarka-
laus kröfugerð til atvinnuveg-
anna, sem þeir geta ekki risið
undir. Siðan gengisfelling til
þess að koma i veg fyrir algera
stöðvun.
Ég vil aðeins taka hér eitt
dæmi. Með kjarasamningunum,
sem gerðir voru i febrúar 1974,
var knúin fram kauphækkun um
25% hjá stærsta hópi Dagsbrún-
armanna. Þessir samningar
voru gerðir eftir þriggja daga
verkfall, sem talið var að hafi
skaðað þjóðfélagið um kr. 400
milljónir ca. á loðnunni einni
saman, en kjarabæturnar, sem
fólkið fékk, voru runnar út i
sandinn eftir 3 til 4 mánuði. En
þetta fólk, sem fékk þessar
kjarabætur, átti lika sparifé,
sem rýrnaði að sama skapi. Það
má þvi segja, að hér hafi verið
tekin fjórða hver króna af öllu
sparifé landsmanna, fjórða
hver króna af öllum sjóðum i
landinu og jafn mikið af fjár-
skuldbindingum manna á milli
og tryggingum alls konar, og öll
þessi verðmæti sett i eina
hrúgu og kveikt i henni með
þessum samningum. Þvilik
meðferð á fjármunum almenn-
ings! Merkilegt er það, að
sparifjáreigendur i landinu,
sem eru af öllum stjórnmála-
flokkum, skuli ekki fyrir löngu
hafa myndað með sér félags-
skap til þess að vernda eignir
sinar. 1 lokin ætla ég að koma
með eina lagatilvitnun enn.
67. grein stjórnarskrárinnar
hljóðar svo: „Eignarrétturinn
er friðhelgur. Engan má skylda
til að láta af hendi eign sina,
nema almenningsþörf krefji,
þarf til þess lagafyrirmæli, og
komi fullt verð fyrir.”
Erfitt er að átta sig á þvi,
hvernig hægt er með lögum að
skylda sparifjáreigendur til
þess að láta af hendi eigur sinar
bótalaust, án þess að það sé brot
á þessari grein stjórnarskrár-
innar. Lög um gengisfellingar
og annað það, sem beinlinis
verkar sem eignaupptaka er
tvimælalaust- brot á stjórnar-
skránni. Það væri sennilega
erfitt að fá löggjafann dæmdan
fyrir slikar lagasetningar, en
það væri fróðlegt að sjá, hvaða
bellibrögð dómstólar mundu
nota til þess að sýkna hann.