Vísir - 02.10.1975, Page 1
vism
Samúðarverkfall!
Blessaðar elskurnar ætla að
taka sér fri 24. október. Ekki er
vafi á þvi, að það mun hafa
véruleg áhrif á allt athafnaiif og
jafnvel heimilislif. — Þetta var
snjöll hugniynd hjá konunum,
og margir karlmenn eru
kviðnir. Margir spyrja hernig
bregðast eigi við, þvi að liklega
eru þær ómissandi, þrátt fyrir
allt. — Þeirri hugmynd hefur nú
skotið upp kollinum, að arkl-
menn geri bara samúðarverk-
fall til stuðnings konunum. Góð
hugmynd það, eða hvað finnst
ykkur? -AG-
65. árg. —Fimmtudagur 2. október 1975 — 224. tbl.
Verður nýja hœkk-
unin til að snúa
olíuvopninu í
höndum OPEC?
AÐ UTAN bls. 6
VILJA MENN
DRAGA ÚR
VERÐBÓLGU?
sjó forystugrein bls. 6
VISIR
KANNAR
HERRA-
TÍSKUNA
llerra fatatiskan i vetur hefur
tekiö ákvcðna stefnu. Visir
kannaði i gær hjá nokkrum
helstu tiskuverslunum hvaða
lina væri mest ráðandi hjá
þeim. Við birturn árangur
þessarar könnunar i dag,
ásamt myndum, og upplýsing-
um um verð. Sjá bls. 14-15.
ÞEIR ÞORÐU EKKI
AÐ LENDA VÉLINNI
Þeir höfðu keypt gamla B-29 sprengjuflugvéi og fóru á henni i
reynsluflug. Enginn þeirra hafði flogið slikri vél og þeim var
auðvitaö meinilla við að lenda flugvél sem þeir höfðu ekki flogiö
áöur. Sjá flugsiðu á hlaðsiðu 8.
„Besta hverfið
í Reykjavík!"
Okkur fannst timi til kominn aö spjalla við Ibúana I Breiðholti,
þessu umdeilda hverfi, og spyrja þá hvernig það væri að búa þar.
En það eru ekki bara fullorðnir sem mynda sér skoöanir. Við
spjölluðum við krakkana sem þar ciga heima, og þeim fannst
þetta besta hverfið I Heykjavik! Sjá bls: 7
Gullskipið fundið
Hollensk yfirvöld biðja um samvinnu við uppgröftinn
Gullskipið a Skeiðarársandi
er nú fundið, samkvæmt
áreiðanlegum heimildum sem
Visir hefur aflað sér. Utan-
ríkisráðuneytið hefur staðfest
að hollenska stjórnin hafi farið
framá að höfð verði samvinna
um uppgröft skipsins, sem var
hollenskt indfafar og hét Het
Wapen von Amsterdam.
Gamlar heimildir herma að
þrjátiu lestir af gulli hafi verið i
kjölfestu skipsins. Hefur það
liklega verið geymt þar af ótta
við sjóræningja, sem mjög
höfðu sig f frammi á þeim tim-
um.
Á núverandi verði
nemur verðmæti þess
yfir 700 milljónir
króna.
Fyrirtækið Björgun hf. hefur
leitað að skipinu nokkur undan-
farin sumur. Það hefur notið
aðstoðar sérfræðinga frá
varnarliðinu, sem hafa hjálpað
til að staðsetja skipið, með
segulm ælingum . Kristinn
Guðbrandsson, forstjóri
Björgunar h.f. var austur á
Skeiðarársandi i morgun, og
náði Visir þvi ekki sambandi við
hann.
Leitarmennirnir hafa notað
afkastarhikinn pramma til að
dæla sandi ofan af skipsflakinu,
sem mun vera á tuttugu metra
dýpi. Nauðsynlegt var að grafa
mjög stóran gig i kringum
skipið til að sandurinn félli ekki
aftur yfir flakið. Slikt óhapp
tafði leitarmennina i sumar,
þegar þeir voru komnir niður á
tiu metra dýpi. -ÓT.
Reyna að koma tveim
hóhyrningum lifandi
í land Hamravíkin fékk óvœntan feng
— Þetta mun vera I fyrsta sinn
sem háhyrningar eru fangaðir lif-
andi hér við land, og reyndar veit
ég ekki til þess að þeir hafi áður
gerst svo djarfir að fara inn i nót,
I leit að æti — sagði Sveinn Svein-
björnsson, fiskifræðingur, viðtali
við Visi i morgun.
Við á Árna Friðrikssyni biðum
héma utan við Vik i Mýrdal eftir
mönnum frá Sædýrasafninu, —
sagði Sveinn ennfremur — en
þegar þeir koma, munum við
halda Ut til Hamravikur. Ætlunin
er að reyna að svæfa
háhymingana og flytja þá siðan
til Þorlákshafnar. Þaðan verður
þeim svo komið i Sædýrasafnið.
Hamravik var að veiðum vest-
ur af Hjörleifshöfða i nótt og var
byrjað að draga eftir kast, þegar
tveir háhyrningar fóru inn i
nótina i ætisleit. Þeir sluppu aftur
Ut, en skömmu siðar komu fimm
háhyrningar til viðbótar og
renndu sér inn 1 nótina.
Þrir þeirra sluppu og rifu
nótina nokkuð i leiðinni, en þegar
áhöfnin hafði lokið við að draga,
vom tveir háhyrningar lifandi i
pokanum og tókstað hem ja þá við
skipshliðina.
Var siðan kallað i land og beðið
um aðstoð við að ná skepnunum á
land. Akvað Hafrannsókna-
stofnunin að senda Árna
Friðriksson á staðinn með for-
stöðumann sjódýrasafnsins og
dýralækni innanborðs.
Komu þeir til Vikur skömmu
fyrir klukkan 10 i morgun og voru
fluttir um borð i Arna Friðriks-
son af meðlimum i Björgunar-
sveitinni i Vik.
Reiknað var með, að um hálf-
tima þyrfti til að komast að
Hamravikinni, en bræla var
komin á þessum slóðum i
morgun, og þvi viðbúið að erfitt
verði um vik að svæfa háhyrning-
ana.
Háhyrningar eru tannhvalir og
þykja mjög skynsamir. Sjódýra-
söfn og dýragarðar sækjast mjög
eftir að fá slikar skepnur i hendur
og greiða miklar fjárfúlgur fyrir
þær. Fyrr á þessu ári kom hingað
frakki einn, sem gerði Itrekaðar
tilraunir til að ná háhyrningi
lifandi, en án árangurs.
Frakki þessi bauð allt að 50
þúsund dollurum fyrir lifandi há-
hyrning, eða nálægt átta milljón-
um króna.
fró Framkvœmdanefnd um kvennafrí
,,Við óskum að heiðra Þor-
stein Pálsson vegna leiðara
hans i Visi 30. september s.l.
Blað hanshefur með þessu tekið
ákveðna og þýðingarmikla af-
stöðu til jafnréttis karla og
kvenna og til „kvennafrisins 24.
október.”
Þaðer Framkvæmdanefndin
um kvennafri'ið sem þannig
tekur til orða. I morgun kom
Erna Rágnarsdóttir ein
nefndarmanna og nældi merkið
i barm Þorsteins fyrir hönd
nefndarinnar hér á rit-
stjórninni.
. ,Ég lit á þetta, sem viður-
kenningu til Visis”, sagði Þor-
steinn, þegar Erna hafði nælt
merkið i hann. Hún lét ekki þar
við sitja, heldur gaf hún Þor-
steini koss i kaupbæti! -EA.