Vísir - 02.10.1975, Qupperneq 2
2
VjswvJ^iilvmtuilagur 2. októb«M975
HÍSKTO
Hefur þú efni á að fylgj-
ast með tiskunni?
Filipus, guösbarnNei, ég fylg-
ist voða litið með henni. Ég kaupi
mjög sjalda* föt og ef ég geri
það, kýs ég méi; einföld og
smekkleg föt.
Voffi, i bil á Skóiavörðustignum:
— Ég skal segja yður, að þar sem
hundahald er bannað i Reykjavik,
er engin tiskuverslun til fyrir mig
og mina. Ég sakna þess mjög.t.d.
langar mig óskaplega i nýju flau-
els hálsböndin sem mest seljast i
útlandinu. En vegna búðarleysis-
ins get ég ekki fylgst með tisk-
unni, þótt ég eigi að sjálfsögðu
gras af seðlum.
Anna Friöriksdóttir, há-
skóianemi: — Ég hef engin efni
á þvi, af þvi að ég er nemandi.
Mér finnst föt vera dýr. En ég
reyni að fylgjast meö eftir þvi
sem ég get.
Jóhanna Ragnarsdóttir, fóstra:
— Nei, en ég reyni eftir efnum og
ástæðum að fylgjast með. Mér
finnst fólk hér almennt fylgjast
vel með tiskunni, þótt dýrt sé.
Aðalbjörg ólafsdóttir, kennari: —
Ég held enginn hafi efni á þvl. Ég
reyni að fylgjast með tiskunni.
Það er misdýrt, eftir þvi hvort
maður kaupir fatnaðinn tilbúinn
úr búð, eða saumar hann sjálfur.
Það munar mjög miklu þar á.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
MEIRA „BEAT" í BALLETTINN
No-6075—7550 skrifar:
Ballett er eitt af þeim fyrir-
brigðum sem hvað erfiðast eiga
uppdráttar á fslandi og ekki að
ósekju. Ballett sem er tjáning-
arform er með afbrigðum hé-
gómlegur og oftast hundleiðin-
legur
Vinsældir eru þvi sennilega I
réttu hlutfalli við það sem gerist
erlendis. Þetta er fámenn þjóð
og þvi eru ballett-unnendur svo
fáir að ekki er von nema að
undirtektir séu litlar. Það voru
þvi eðlileg viðbrögð þeirra sem
við ballett fást, að þeir reyni á
einhvern hátt að aðlaga hann að
menningarli'fi sem hér þrifst.
Þetta hafa forráðamenn ís-
lenska dansflokksins nú loksins
uppgötvað. Nú nýlega dönsuðu
þrir af meðlimum flokksins I
sjónvarpi, eftir liflegri ,,beat
músik”.
Ég sem hef m jög takmarkaða
ánægju af klassískum ballett,
varð yfir mig hrifinn, mér
fannst þetta sérlega skemmti-
leg tilbreyting i sjónvarpsdag-
skránni og ég naut þessa
skemmtilega rytma og fallegu
tónlistar, sem dans þremenn-
inganna magnaði á mjög
skemmtilegan hátt.
Ég vil beina þeim tilmælum
til íslenska dansflokksins að
hann geri meira af þessu og hafi
með sér þá listrænu fagmenn,
sem hér stjórnuðu hljóði og íslenski dansflokkurinn hefur a.m.k. einn aðdáanda, sem mun
myndatöku. með þessu framtaki unnið styðja hann i framtiðinni.
Pelican og
Pétur Kristjánsson
Pétur Kristjánsson skrifar:
Vegna viðtals við mig undir-
ritaðan, er birtist I dagblaðinu
Visi, laugardaginn 27. septem-
ber s.l. vil ég gera eftirfarandi
athugasemd:
Tilefni athugasemdar þessar-
ar er tilvisun á viðtal við mig,
sem birt er efst á forsiðu Visis,
umræddan dag. I tilvisun þess-
ari stendur: ,,Það voru þeir sem
voru lélegir — Ekki ég”, og
undirfyrirsögn: — sjá viðtal við
Pétur Kristjánsson.
Tilvisun þessi er sett innan
gæsalappa og gefur þvi lesend-
um tilefni til að halda, að hér sé
orðrétt haft eftirmérogað þessi
ummæli visi að einhverju leyti á
inntak viðtalsins við mig.
Þetta er alrangt. Þessi um-
mæli eða annað i þessum dúr
sagði ég aldrei i þessu viðtali og
hef aldrei sagt. Þessi tilvitnun
er að minum dómi visvitandi
röng og þarna verið að gefa i
skyn hluti, er ég hef aldrei látið
frá mér fara og er mér tilgang-
urinn hulin ráðgáta.
Mér hefur aldrei þött hljóm-
sveitin Pelican léleg, hvorki
meðan ég starfaði með henni, né
eftir að ég hætti störfum með
hljómsveitinni.
Hins vegar kemur fram I við-
talinu við mig orðrétt: Hann
tjáði mér, að það hefði ekki ver-
ið mi'n söngrödd sem var léleg,
heldur raddirnar á plötunni,
raddir annarra hljómsveitar-
manna.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna og von um að þessi leiði
misskilningur sé hér með leið-
réttur.
Frímerkjo-
leysi háir
ekki lengur
í Bústaða-
hverfi
Eigendur versiunarinnar
Elly, Hólmgarði 34, hringdu:
Þeir biðja að heilsa mann-
inum, sem skrifar i lesenda-
dálk Visis um hversu dýrt sé
að senda bréf innanlands
fyrir ibúa Bústaðarhverfis.
107 krónur segir hann að það
kosti og fær þá upphæð með
þvi að leggja saman tvo
strætómiða og frimerkið á
bréfið. Hann þurfti nefnilega
að fara niður i bæ til að
kaupa frimerkið.
Nú hefur verslunin Elly
nýlega tekið það að sér að
selja frimerki, einmitt af þvi
hversu mikið hefur verið
kvarlað yfir frimerkjaleysi i
hverfinu. Verslunin býður
manninn velkominn I búðina
svo og alla aðra sem vantar
þessa þjónustu.
Margföldun
og
mjólkurkýr
Keikningsglöggur lésandi
hringdi:
Vegna skrifa Ragnars
Halldórssonar, Miðvangi 41 i
„Lesendur hafa orðið” 30.
sept. um grein i Visi 3. sept.
vil ég benda á verulega
reikningsvillu sem gerir
málflutninginn vafasaman.
Talað er um, að úr þeim
þrjátiuog átta til þrjátiu og
niu þús. mjólkandi kúm sem
eru i landinu, fáist um 130
millj. litra árlega. 1 fram-
haldi af þvi er vitað i orð
Hauks Halldórssonar, bónda
á Svalbarðsströnd, sem á
milli 80 og 90 m jólkandi kýr.
t reikningi sinum fær Ragn-
ar þá útkomu að hver ein kúa
Hauks mjólki um 1,4 millj. 1
árlega, og er sú útkoma
sennilega fengin með þvi að
deila kúafjölda Hauks eins
upp i heildarframleiðslu
allra mjólkurframleiðenda i
landinu.
Villan er sú að Haukur
talar um að 400 bændur með
sömu bústærð og hann gætu
framleitt nægilega mjólk
fyrir landið allt, en Ragnari
hefur að llkindum sést yfir
það i útreikningi sinum.
„Fóstra"
eða ekki
„Fóstra"
,,Að gefnu tilefni vill stjórn
Fóstrufélags íslands benda á
efirfarandi, vegna greinar
þeirrar sem birtist i dag-
blaðinu Visir laugardaginn,
30. ágúst ’75, um gæsluvöll
við Miðvang i Hafnarfirði.
Einungis þær stúlkur á
gæsluvöllum úr Fósturskóla
tslands og hafa lokið tilteknu
námi frá þeim skóla, eiga að
bera starfsheitið „Fóstra”.
Þær stúlkur sem starfa á
gæsluvöllum eða á annan
hátt gæta barna, án mennt-
unar úr Fósturskólanum, eru
ekki „Fóstrur”. Þær eiga
þar af leiðandi ekki að bera
það starfsheiti.
Viljum við leggja mikla
áherslu á að starfsheiti
okkar sé þannig ekki misnot-
að.
Virðingarfyllst,
Stjórn Fóstrufélags
islands.”
Hafsteinn Sæmundsson, nemi: —
Alls ekki. Ég kaupi sjaldan föt,
mér finnst þau vera dýr.