Vísir - 02.10.1975, Side 4

Vísir - 02.10.1975, Side 4
4 REUTfcR AP NTB Vísir. Fimmtudagur 2. október 1975 VEIZTU EITT? Þegar þú hringir eða kemur til okkar, þá ertu i beinu sam- bandi við springdýnuframleiðanda. I Springdýnur er aðeins notað 1. flokks efni, sem þar af leiðandi tryggir margra ára endingu i upprunalegum stifleika, sem þú / hefur valiö þér. Næst þegar þú kaupir springdýnur athugaðu hvort þær eru merktar tM Springdýnur Við höfum einnig mjög gott úrval af hjóna- og einstakl- ingsrúmum,i svo að ef þig vantar rúm eða springdýnur, þá gleymdu ekki að hafa samband við okkur. Við erum alltaf reiðubúin til aö aðstoða þig að velja réttan stlfleika á springdýnum. Springdýnur Helluhrauni 20, Sími 53044. Hafnarfirði SENDILL OSKAST Piltur eða stúlka óskast til sendistarfa fyrir eða eftir hódegi Hafið samband við afgreiðsluna visir eða ritstjórn Síðumúla 14 - Sími 86611 Ókeypis Ijósaskoðun til 1. október á öllum gerðum Skoda bifreiða. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi hf. Auðbrekku 44-46 — Kópavogi BILAVARAHLUTIR m N Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmánuðina er opið frá kl. 1 - 6 Upplýsingar í síma kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9 — 7 alla virka daga og 9—5 laugardaga Smáauglýsing-ar Vísis Markaðstorg tækifæranna Vísir auglýsingar Hverfisgötu 44"sími 11660 ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Ú1 Francisco Franco hershöfðingi og kona hans, Dona Carmen, sjást hér veifa til mannfjöldans fyrir framan konungshöilina I Madrid i gærkvöidi. Heimta fleiri aftökur eftir morð á lögreglu Stjórnin í Madrid virðist ákveðin í að mæta ofbeldi hryðjuverkamanna með hörðu, eftir að þrir lögreglumenn voru skotnir til bana i gærkvöldi og sá fjórði særður. Mikill mannsafnaður varð i Madrid i gær, Barcelona og öðr- um borgum til að lýsa stuðningi við stjórn Francos i aðgerðum hennar gegn skæruliðum, og til að visa á bug mótmælum er- lendra aðila við aftökunum um helgina. Telja sumir, að um 300,000 manns hafi safnast saman til að hylla Franco hershöfðingja i Madrid i gær, en aðrir segja 150,000. Fjórar árásir voru gerðar á lögreglumenn samtimis í fjór- um mismunandi borgarhlutum. Þykir liklegt, að um hafi verið að ræða samræmdar hefndar- aðgerðir fyrir skæruliðana fimm, sem teknir voru af lifi á laugardag. Þegar fréttist um morðin á þessum lögreglumönnum, kröfðust þeir, sem marséruðu um götur til stuðnings stjórn- inni, að framfylgt yrði fleiri dauðadómum yfir öðrum lög- reglumorðingjum. Mannfjöldinn, sem safnaðist saman fyrir framan konungs- höllina iMadrid, hrópaði: „Burt með erlend afskipti”...,,Dauða yfir kommúnistana”. Franco hershöfðingi, sem ávarpaði mannfjöldann i tilefni af þvi, að 39 ár eru liðin, siðan hann kom til valda, fordæmdi erlend afskipti af innanrikis- málum Spánar. Féllu orð hans i góðan jarðveg. Þegar mannfjöldinn dreifðist tóku sumir sig út úr hópnum til að gera aðsúg að sendiráðum þeirra rikja, sem fordæmt hafa aftökurnar. Lögreglan hafði strangan vörð um sendiráðin, og fékk afstýrt þvi, að nokkuð alvarlegt hlytist af þessum upp- hlaupum. ÓEINING INNAN VERKAMANNAFLOKKS- INS í BRETLANDI Mikil óeining virðist ríkja á ársþingi breska Verkamannaflokksins, sem stendur yfir þessa dagana í bænum Black- Denis Healey, fjármála- ráðherra, kallar hina róttækari félaga Verkamannaflokksins „svikara” við flokkinn, en hver höndin virðist uppi á móti annarri á ársþingi flokksins. pool. Hefur að undanförnu staðið mikill styrr milli róttækari flokksmanna og hinna, sem hófsamari þy.kja, um stefnu stjórnar- innar varðandi verðbólgu- aðgerðir. Hörku-rifrildi varð á þinginu i gær eftir ræðu, sem Ian Mikardo, fyrrum formaður Verkamanna- flokksins, flutti á fundi róttækari arms flokks sins. Fundurinn hálfleystist upp i hróp . og köll eftir að Mikardo hafði legið forystu verkalýðssamtakanna á hálsi fyrir að hafa samþykkt of fljótt takmarkaðar launahækkanir, þegar hún hefði átt að reyna að fá meiri hækkanir til handa félags- mönnum. Jack Jones, framkvæmdastjóri stærsta verkalýðsfélags Breta — sem gegnt hafði mikilvægu hlut- verki i samningaviðræðum við ráðherra Verkamannaflokksins, þegar fallist var á að takmarka launahækkanirnar — brást illa við þessari ádeilu. Stökk hann upp að ræðustólnum og las yfir Mikardo vegna þessara ummæla. En ekki heyrðist orð af þeirri ádrepu, vegna hrópa fundar- manna. Denis Healey, fjármálaráð- herra, flutti skömmu siðar ræðu á fundi i Bolton, og veittist mjög hart að Mikardo fyrir ræðuna. Kallaði hann hana,,fúla og ill- girnislegan róg” og kvað hana lýsa svikum við flokkinn. r I œðisgengn- um eltingar- leik í skólabíl Vopnaður bankaræningi, sem rænt hafði skólabil á flótta sinum undan lögreglunni, var skotinn til bana i Montreal i gær eftir æóis- genginn eltingarleik og haróan skotbardaga við lögregluna. — En saklaus sex ára skóladrengur varð einnig fyrir skoti og lét lifið. Skólabillinn var stöðvaður eftir 25 mimitna æðislegan akstur um götur Montreal með þvi að lög- reglubifreið var ekið á hann. Hálf tylft skólabarna var í biln- um, þegar ræninginn neyddi ekil- inn til þess að flýja með sig.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.