Vísir - 02.10.1975, Side 5

Vísir - 02.10.1975, Side 5
Vísir. Fimmtudagur 2. október 1975 5 önd í morgun utlöndí morgun útlönd í morgun ÚTL Umsjón: Guðmundur Pétursson 'fcfc.- .. -------------<-T-1--- sinn hóf hann meö þvi aö flæma úr Uganda tugþúsundir borgara af Siuættum, sem hann rúði öll- um eignum. í brottflutningun- um nauðguðu hermenn hans flestum konum þessara ólán- sömu landleysingja. Ekki alls fyrir löngu smánaði hann svivirðilega Elizabetu prinsessu, utanrikisráðherra sinn og fyrrum sendiherra Uganda hjá Sameinuðu þjóðun- um. Skömmu siðar beygði hann bresku stjórnina i duftiö, þegar hann neyddi utanrikisráðherra Breta til þess að koma bónarför til Uganda að biðja blásaklaus- um breskum kennara griða. Amin forseti hafði látið dæma kennarann til dauða fyrir njósn- ir, vegna þess að honum mislik- aði hvaða orðum kennarinn i bókarhandriti sinu hafði farið um Amin. — Heimurinn var vitni að þvi, þegar utanrikisráö- herrann þakkaði Amin með handtaki drengskapinn og mannkærleikann, þegar Amin hætti við að láta taka kennarann af lifi. Ekki er langt siðan Idi Amin lauk heimsókn til Italiu, þar sem hann naut áheyrnar páf- ans, sem tók honum tveim höndum, auk annarrar virðing- ar, sem þessum þjóðhöfðingja Uganda var sýnd. AllSHCRJARÞINCI S.Þ. Idi Amin, Ugandafor- seti, lét gamminn geisa í ræðu, sem hann flutti á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í gær. Þar heimtaði hann, að Israel yrði vikið úr sam- tökunum, sakaði Bret- land um f járkúgun og lá Bandaríkjamönnum á hálsi f yrir vonda meðf erð á blökkumönnum. brem mönnum var nóg boðið undir þessari ræðu, og gengu þeir úr fundarsalnum i mót- mælaskyni. Voru það breski fastafulltrúinn, Richard, og tveir fulltrúar Israels. Amin skartaði sinu fegursta, þegar hann sté i ræðustól alls- herjarþingsins. Glitraði á heiðursmerkjaskrautið, sem þakti brjóstið á marskálksein- kennisbúningi hans. — Varð mörgum starsýnt á merki is- raelskra fallhlifahermanna, sem marskálkurinn bar, á meðan hann krafðist brottvis- unar Israels. ,,‘Mérlíkar vel við gyðinga, en ég kann ekki að meta zion- isma,” sagði hann við þingfull- trúana. Kvað hann zionista hafa lagt Bandarikin undir sig, og hefðu þeir i sinum höndum allar framfarir og öll völd. Lýsti hann þvi yfir, að ziónistar hefðu breytt CIA, leyniþjónustú Bandarikjanna, i morðsveit, sem útrýma vildu allri réttlátri andspyrnu, hvar sem hún fynd- ist i heiminum. Chaim Herzog, fastafulltrúi Israels hjá Sameinuðu þjóðun- um, sagði eftir á: „Þetta sýn- ingaratriði var algert hneyksli og sorglegur vitnisburður um, hvernig komið er fyrir Samein- uðu þjóðunum.” Amin forseti talaði i nafni ný- fengins embættis sins, sem for- maður E iningarsam taka Afrikulanda. Idi Amin er sennilega ill- ræmdasti núlifandi þjóðhöfðingi heims. Hann er grunaður um að hafa látið taka af lifi pólitiska andstæðinga, raunverulega sem imyndaða, heima i Uganda svo að þúsundum skiptir. Valdaferil Idi Amin, forseti, er brosleitur á þessari mynd, sem tekin var af honum, kennaranum Dennis Hills (t.h.)og James Callaghan, utanrikisráð herra Breta, sem þakkaði honum við þetta tækifæri hjartanlega fyrir mannkærleikann að þyrma llfi Hills. IDIAMIN FIR Á KOSTUM Á Bœttist morðákœra á aðrar sakargift- ir Patty Hearst? Rannsóknin á geðheilsu milljónaerf ingjans, Patty Hearst, er nú að komast á lokastig, en verjendur hennar segja, að hún sé ófær um að þola réttar- höldin, sem væntanleg eru i máli hennar. A meðan hefur skrifstofa sak- sóknarans i San Francisco látið á sér skilja, að sakargiftum eigi eftir að fjölga, og jafnvel sé hugsanlegt, að hún verði ákærð fyrir morð. Skýrsla sálfræðinga og úr- skurður um, hvort hún geti svar- að tilsaka, verður lögð fyrir rétt- inn á þriðjudag. Þá um leið er að vænta álitsgerðar heilaþvottar- sérfræðings, en verjendur Patty segja, að ræningjar hennar hafi á sinum tima heilaþvegið hana og neytt til fylgis við bankarán og aðra þeirra iðju. Patty Hearst er gefið að sök að hafa borið ólöglega vopn, að hafa tekið þátt i bankaráni, og að hafa átt þátt i mannráni og fleira og fleira. Nýlega létu yfirvöld i Kali- forniu á sér skilja, að sjónarvott- ar úr bankaráni, sem framið var i Sacramento — og leiddi til dauða konu einnar — hafi borið kennsl á Patty meðal ræningjanna. Hver sem reynist sannur að hlutdeild i þvi bankaráni, liggur undir sök, þótt hann hafi ekki með eigin hendi valdið bana konunnar.' Að lokinni hjónavígslu Þessi mynd hér að ofan hefur borist frá Moskvu, en hún var tekin af hinum nývigðu hjónum, Marlnu Stcherbatcheff og skák- meistaranum Boris Spassky á þriðjudag, þegar þau voru að koma frá hjónavigslunni. Þótt yfirvöld hafi leyft hjúskapinn, er ekki öllum þeirra erfiö- Ieikum úr vegi rutt. Til að byrja með eru þau á hálfgerðum hrak- hólum með húsnæði, en búast viö að þau fái inni i ibúðarblokk, ætl- aðri útlendindum þar sem Marina ætti að eiga vlsan aðgang að. StaíaSS dólS)0Uíf Lögreglumaðurinn og iögreglu- hundurinn á myndinni eru með- al þeirra, sem standa vörð um itölsku matsöluna i Knights- bridge I London, en þangað sæk- ir múgur og margmenni I for- vitni sinni til að fylgjast með umsátrinu, sem staðið hefur á fimmta sólarhring. Fengu spil á 5. deqi umsát- ursins í London Hvor er þrjóskari, lögreglan eða ræningjarnir? A þvi veltur niðurstaða umsátursins um mat- söluna i Knightsbridge i London, sem nú hefur staðið á fimmta sólarhring. Þrir ræningjar hafa búið um sig með sex gislum i kjallara matsöl- unnar og halda lögreglunni i skefjum, en hún elur með sér von- ir um, að geta þreytt þá til upp- gjafar blóðsúthellingalaust. Lögreglan hefur neitað að verða við kröfu ræningjanna um flugvél til að flytja þá úr landi, og hafa þeirekki ámálgað það meir. — Hinsvegar hefur ræningjunum og gislunum verið látið i té kaffi og tóbak og áhöld til snyrtingar og næturgagn. Gislarnir eru sagðir við ágætis heilsu, og sú spenna og kviði, sem einkenndu fyrstu daga umsáturs- ins, er óðum að vikja fyrir kumpánlegheitum og hugarró. Lögreglan hefur girt af svæðið næst matsölunni, en Lundúnabú- ar og túristar eru farnir að leggja þangað leið sina til að forvitnast um gang umsátursins. 1 upphafi voru gislarnir átta, en ræningjarnir hafa sleppt tveimur. — I staðinn fyrir kröfuna um flug- vélina, sem ræningjarnir hafa greinilega gefið upp á bátinn, báru þeir fram nýja kröfu i nótt, sem þeir settu á oddinn. Heimt- uðu þeir spil til að stytta sér stundir við, og var það látið eftir þeim. Rúður brotnuðu i 8 km fjarlœgð Sprenging í sprengiefnaverksmiðju nœrri Montreal — Þeytti bifreið af nœrliggjandi vegi út í á Taliðer/ aðsex manns að minnsta kosti hafi látið líf- ið og tólf slasast í gifur- legri sprengingu, sem tætti í sundur sprengiefnaverk- smiðju skammt utan við Montreal í gærkvöldi. Svo mikill var kraftur sprengingarinnar, að byggingar i allt að átta km fjarlægð frá verk- smiðjunni urðu fyrir skemmdum. — Mátti sjá leifturglampa sprengingarinnar i þriggja km fjarlægð. Þeir, sem létu lifið, voru að sögn lögreglunnar i Montreal verkamenn að störfum inni i verksmiðjunni, þegar sprenging- in varð. Lýsingar sjónarvotta, sem komu að rústunum eftir sprenginguna, voru hroðalegar. Blöstu við þeim likamspartar hér og þar innan um rústirnar. Sprengiefnaverksmiðja þessi var i McMasterville, sem er i um 25 km fjarlægð frá Montreal. Eld- ur braust út strax eftir sprenging- una og varð að kveða til liðsauka slökkviliðsmanna til að reyna að hefta útbreiðslu eldsins. Fjöldi fólks, sem býr i nágrenni verksmiðjunnar, mun hafa orðið fyrir minniháttar meiðslum, þeg- ar það skarst undan glerbrotum, sem rigndi yfir það um leið og rúður brotnuðu i húsum þeirra undan sprengingunni. I morgunsárinu leituðu bátar á Richelieu-ánni að bifreið, sem talið er að hafi þeyst i ána út af veginum, þegar hún ók hjá verk- smiðjunni i sömu andránni sem sprengingin varð.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.