Vísir - 02.10.1975, Page 24

Vísir - 02.10.1975, Page 24
k 4 Fimmtudagur 2. október 1975 Sextug kona lést eftir umferðar slys í morgun Rúinlega sextug kona fórst I umferöaslysi I Fossvogi I morgun. Lenti konan fyrir bifreið á Kringlumýrarbrautinni, skammt frá Nesti. Slysið varð með þeim hætti, að konan gekk út á Kringlumýrar- brautina, i áttina vestur yfir hana. Gekk hún þá i veg fyrir bif- reið, sem var á leið eftir vinstri akrein, i átt til Reykjavikur. Lenti konan á hægra framhorni bifreiðarinnar, barst upp á vélar- hlifina og kastaðist siðan i göt- una. Konan missti þegar meðvitund og var flutt á slysavarðstofuna. Lést hún skömmu eftir að komið var með hana þangað. ökumaður bifreiðarinnar ber að hann hafi ekið á um 60 kfló- metra hraða. Sá hann konuna þegar hún gekk út á akbrautina og reyndi að hemla, en hún var oí nálægt til að hann fengi við ráðið. Umferð var nokkuð mikil á Kringlumýrarbrautinni, þegar slysið varð. —HV „Bítum á jaxlinn" Hver verða óhrif kvennafrís ,.,Þær eru svo skeleggar hérna, þessar elskur, þær verða sjálfsagt með,” sagði Guð- mundur Jónsson starfsmanna- stjóri Hljóðvarpsins er Visir spurði hann um væntaniega þátttöku kvenstarfsmanna hljóðvarpsins i kvcnnafriinu 24. október. Hann kvað enga könn- un hafa verið gerða hjá þeim ennþá, en þar sem um 45% ai starfsliðinu væru konur, mætti gcra ráð fyrir töluverðri röskun á vinnutiihögun þennan dag el margar þeirra tækju fri. Forstjóri mjólkursamsölunn- ar sagði málið algjörlega óat- hugað hjá þeim ennþá, en ef þátttaka yrði mikil gæti þurft að loka öllum mjólkurbúðum. Yfirleitt virðist ekki hafa ver- ið gerðar kannanir hjá atvinnu- rekendum og fyrirtækjum, nema hjá starfsmannafélögum bankanna, en þar er þátttaka mjög góð, ekki aðeins hér i Rvik heldur einnig i útibúum viðs vegar um landið.” ,,Við verðum að bita á jaxlinn og reyna að halda bönkunum opnum”, sagði Sólon Sigurðsson deildarstjóri. Gera má ráð fyrir að dagur- inn verði karlmönnunum erfið- ur, þar sem um 65% banka- starfsmanna eru konur. —EB UTANRÍKISRÁÐHERRA KANNAR HEIÐURSVÖRÐ Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra kom i gær til Colorado Springs i Colorado i Banda- rikjunum. Utanrikisráðherra þáði boð Atiantshafsbanda- lagsins um að heimsækja aðal- stöðvar þess i Colorado og viðar. A myndinni sést utan- rikisráðherra kanna heiöurs- vörð við komuna til Colorado Springs, en þar skoðar hann aðal-stöðvar loftvarna Noröur-- Ameriku. A móti honum tók einn hæstsetti biökkumaður i Bandarikjaher, Daniel James, en hann er æðsti yfirmaður sameiginlegs árásar- og viðvörunarkerf is Banda- ríkjanna og Kanada. ,Vonum$t eftir góðum órangri' — segir iðnaðarróðherra um perlusteinsvinnsíuna „Perlusteinsvinnslan hcfur verið I undirbúningi undanfarin ár,” sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra f viðtali við Vísi. „Hörður Jónsson efnaverk- fræðingur hefur annast undir- búninginn á vegum Iðnþróunar- stofnunarinnar og Gosefna- nefndar. Ætlunin er að tilrauna- vinnsla hefjist nú i okt.-nóv. og gæðaprófanir munu fara fram, jafnframt þvi sem kannaðir verða markaðsmöguleikar innan lands og utan. Við vonumst eftir góðum árangri, en um framhaldið er ekkert hægt að segja, fyrr en niðurstöður af þessum tilraun- um liggja fyrir,” sagði iðnaðarráðherra að lokum. -EB. FIMMTÍU ÞÚSUND í VERÐLAUN -í gær var Tropicana appel- sinusafa tappað á aðra mill- jónustu fernuna frá þvi að framleiðsla á Tropicana hófst hér á landi 8. feb. 1973. Einhver Tropicanakaupandi mun þvi finna innan skamms áprentaða plastræmu i fern- unni sinni, þar sem honum er tilkynnt um 50.000 kr. verð- laun. 1 þessar tvær milljón fernur hafa farið samtals u.þ.b. 2.118.000 litrar af appelsinu- safa, eða tæplega þrjátiu og þrjár milljón appelsinur. eb. Ibúar Grjótaþorps stofna félag um verndun hverfisins — Við höfum stofnað þessi samtök til þess að vinna að varðveislu og viðhaldi á Grjóta- þorpi eins og það er í dag og vilj- um sýna fólki fram á, að fæst húsanna eru I niðurrifsástandi. Flest eru þau mjög góð að innan cn þarfnast málningar og annars viðhalds að utan og það er engin ástæða til að rifa þau — ■sagði Gerard Lemarquis, einn af félögum nýstofnaðra ibúa- samtaka Grjótaþorps, i viðtali við Visi. — fbúasamtökin, sem stofnuð voru nú i vikunni, munu beita sér eindregið gegn þeim niður- rifstillögum, sem fram hafa komið varðandi skipulag hverfisins — sagði Gerard enn- fremur — og vinna á annan hátt að umbótum innan hverfisins. Ennfremur hafa samtökin áhuga á að kanna sögu hverfisins og færa hana á skjöl. Hafa þau stofnað starfshóp i þvi augnamiði. t viðtalinu við Visi skýrði Gerard Lemarquis einnig frá þvi, að samtökin hygðust hreinsa til i Grjótaþorpinu, og að hugmyndir séu uppi um að rækta blóm á opnum svæðum og koma upp aðstöðu fyrir börn i hverfinu. Ibúasamtök Grjótaþorps eru opin öllum ibúum hverfisins til inngöngu, en að sögn forráða- manna þeirra munu flestir þeirra þegar vera i þeim. Þá geta þeir sem vilja vinna að markmiðum félagsins gerst s tu ð nings f éla g a r Fram- kvæmdanefnd samtakanna mun taka við nýjum félögum og veita upplýsingar, en i henni eiga sæti þau Laufey Jakobsdóttir, Aðalstræti 16, Gestur Ólafsson, Garðastræti 15, Friða Haralds- dóttir, Bröttugötu 3a, Arnlin óladóttir, Garðastræti 9 og Helena Ben Garðastræti 21.-HV Nýi leiklistar- skólinn settur „Kvenfólkið er i meirihluta, eins og ævinlega i leiklistinni”, sagði Pétur Einarsson, skóla- stjóri nýja Leiklistarskólans, sem settur var i fyrsta sinn i gær. „Nemendur verða 44, og koma þeir úr þeim tveim leiklistarskólum, sem fyrir voru, og munu ljúka námi sinu hér. 1 fyrstu mun skólinn eingöngu mennta leikara og verður aðaláherslan lögð á leiktúlkun, en er fram lfða timar finnst mér eðlilegt að i skólan- um verði einnig veitt tilsögn i öðrum störfum sem unnin eru i leikhúsum,” sagði Pétur Einarsson. Nýi Leiklistarskólinn verður til húsa i Pósthússkólanum, Lækjargötu 14. Frá setningu ieiklistarskóians i Iðnó I gær.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.