Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. — Föstudagur 3. október 1975 — 225. tbl. AKRANES FÉKK DINAMO KIEV! í morgun klukkan 11 var dregið i Zurich i Sviss hvaða lið skulu ieika sam- an i annarri umferð í Evrópumótunum þrem í knattspyrnu. Akranes, eina islenska liðið i keppninni, dróst á móti hinu fræga liði Dinamo Kiev frá Sovétrikjunum og á fyrri leik á útivelli. Fjárhagsörðugleikar Ríkisspítalanna mjög alvarlegir Urðu að fá aðstoð Trygginga- stofnunar til að geta greitt laun um síðustu mánaðamót Hvað getur verið fyrir innan þennan glugga? Er þetta svona liflegt barnaherbergi? Eða er þetta kannski verslun? Við kiktum inn fyrir Sjábls. 11 „Ekki til nógu lítill samfestingur um borð VlSIIt ræðir við Björgu .Irtnu Sveinsdrtttur-, nemanda i Verslunarskrtlanum, sem hreinsaði og smurði vélarnar á togaranum ögra er hann.var á velðum undan (ira'nlandsisnum i sumár. —Sjá bls. 1« — erlendar fréttir bls. 4-5 Hún leikur frœgustu vœndiskonu veraldar! — sjó NÚ-síðu bls. 14 Urðu að greiða 2000 manns 170 milljónir króna, sem er 65 til 70% af heildarútgjöldum ,,Við urðum að leita eftir sérstakri fyrir- greiðslu Trygginga- stofnunar ríkisins um þessi mánaðamót til að geta greitt starfsfólki okkar laun”, sagði Ge- org Lúðviksson, fram- kvæmdastjóri Rikis- spitalanna i viðtali við Visi i morgun. Hann sagði, að fjárhagsörðug- leikar Rikisspitalanna væru nú mjög alvarlegir og færu versn- andi. Launakostnaður er nú 65% til 70% af heildarútgjöldum stofnunarinnar. Launagreiðslur um siðustu mánaðamót námu um 170 milljónum króna. Hjá Rikisspitölunum eru 1600 manns i fullu starfi. Yfir sumar- mánuðina eru um 2000 manns á launaskrá. Sumarleyfi eru löng, allt að 40 dögum. „Daggjöld á sjúkrahúsum nægja ekki fyrir kostnaði”, sagði Georg. „Daggjaldanefnd hefur lagt tíl að þau verði hækkuð, lik- lega um 10 af hundraði, en rikis- stjórnin hefur enn ekki fallist á þá beiðni”, bætti hann við. „Það er ekki hægt að segja ann- að en að þessir fjárhagsörðug- leikar okkar séu mjög alvarlegir. Við eigum undir högg að sækja með greiðslu launa, og einnig höf- um við orðið að draga á langinn ýmsar greiðslur”, sagði Georg Lúðviksson. Rikisspitalarnir hafa ekki fjár- magn til að greiða vörur eftir hendinni, og er nú svo komið að ýmsir neita að selja stofnuninni nauðsynlegan varning, nema gegn staðgreiðslu. „Þetta ástand er viðvarandi og verðurverra og verra”, sagði Ge- org. Að þessu sinni reyndist unnt að greiða launin vegna þess, að Tryggingastofnunin greiddi fyrir- fram daggjöld I eina viku. Georg sagði, að þetta ástand hefði einnig haft áhrif á fram- kvæmdir. Til dæmis hefði dregist að gera endurbætur og endurnýja Röntgendeild Landspitalans. „En liklega verða stjórnvöld að halda i við okkur eins og aðra á þessum erfiðleikatimum”, sagðiGeorg að lokum. — ÁG — Hlakka til að sjá ykkur í sakadómi — sagði Albert Cuðmundsson í borgarstjórn í gœrkvöldi ,,Ég hlakka til að hitta ykkur i sakadómi piltar,” sagði Albert Guðmundsson i lok ræðu sinnar um Ár- mannsfellsmálið i borgarstjórn i gær- kvöldi. Áður hafði hann sagt, að fulltrúar minnililutans yrðu nú að sanna fyrir dómi, þær ásakanir, sem þeir hefðu borið fram i máli þessu. Albert skýrði m.a. frá þvi, að Davíð Oddsson hefði á flokks- fundi sjálfstæðismanna spurst fyrir um þetta mál. Sú fyrir- spurn hefði verið sjálfsögð og eðlileg eftir skrif og dylgjur andstæðingablaðanna. Tillaga um að fresta útgáfu byggingarleyfis til Armanns- fells var felld. Tillaga um skip- un sjö manna lóðanefndar var vísað frá. Einnig var visað frá tillögu um að auglýsa skyldi lóðaúthlutanir.þarsem sú regla væri i gildi. Skipsskjöl gullskipsins: DEMANTAR OG Skipsskjöl „Gullskips- ins" á Skeiðarársandi, sem Björgun hf. hefur fengið afrit af, sýna að t skipinu var ekki gull heldur demantar og kop- ar. Hafa gullsögur líklega spunnist vegna þess að farmurinn var talinn gulls ígildi. KOPAR Hætta varð við að senda kafara niður að flakinu í gær vegna þess að dæla sem notuð er til að dæla í burt sandi, bilaði. _óT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.