Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 3. október 1975 7 laaaaiaaaBaaaaaaBBBBBBaBaBaaaaaMaBaagaaBamaaaHi laaBaaBaaBaaBaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaiaaBaaaBaaaai hótað að koma fleirum i vanda i stjórnarherbúðunum. Engum hefur samt svo ég viti dottið i hug að bendla Indiru sjálfa né hennar nánustu sam- starfsmenn við slikt ódæði, heldur er rætt um óprúttna hópa neðar i röðum manna hennar. Indira dœmd Eftir þetta lögðu stjórnarand- stæðingar kapp á að sanna sök á Indiru sjálfa fyrir misferli i sið- ustu alrikiskosningum, og dóm- ur féll henni i gegn. Þar var þó um litilvæg atriði að ræða miðað við annað. En sá dómur leiddi til þess að Indira setti á herlög, fangelsaði helstu andstæðinga sina, setti á ritskoðun og hóf að stjórna sem einræðisherra. Sannarlega hefur Indira af- sökun fyrir ráðstöfun sinni þótt menn greini á hve sú afsökun sé mikilvæg. Hún er sú að landið hafi rambað á barmi byltingar. Stjórnarandstæðingum hefði ekki nægt að koma henni sjálfri frá, þeir hefðu haldið áfram og reynt að finna einhverja fjöður á fati þess sem tekið hefði við stjórnartaumum. Enginn maður var þess megnugur að hleypa af stað byltingu annar en hinn aldni Jaya Prakash Narayan. En hann vill ekki taka þátt i venju- legri borgaralegri stjórn, hann vill sameina þjóðina i þvi sem hann kallar „algera byltingu”. Hann telur að allt vald sé vont, og fólk spjari sig best þegar það er látið i friði. Hann vill sem sagt ekki sterkt miðstjórnar- vald, og fyrir þvi er búist við að hans bylting hefði fljótlega farið útum þúfur. Marxistar Nú er það staðreynd að annar kommúnistaflokkurinn, Marx- istar (hlynntir kinverskum kommúnisma) hefur sýnt til- burði i þá átt að vilja vinna með Narayan og jafnaðarmönnum (sem eru helstu fylgismenn Narayans), og þess vegna telja ýmsir að hinn vel skípulagði Marxistaflokkur hefði fljótlega étið byltingu gamla mannsins upp til agna og tekið við stjórn- inni. Narayan er lika orðinn gamall maður. Vafalaust hefur Indira hug á að endurvekja lýðræði og mann- réttindi. Annað væri geysilegur álitshnekkir bæði fyrir hana og Indland á Vesturlöndum, og indverjar hlusta mjög á það sem sagt er i Evrópu. En hún verður þá að láta hendur standa framúr ermum. Ef spilling er ekki upprætt og framtak við áveitur og annað slikt stóraukið, ef afkoma ekki skánar, eða a.m.k. hættir að versna, er hætt við að sami leik- urinn hefjist á ný: stjórninni verði fremur álasað fyrir slæm- an móral en deilt sé við hana um leiðir. Viss mannréttindi, einsog til að mynda skoðana- og tjáningarfrelsi, eru rótgróin i indverskri hugsun. Það verður prófsteinn á stjórnvisku og framkvæmdalipurð Indiru hvort lýðræði og mannréttind- ' um verður komið á að nýju. Ef ekki, er hætt við að einflokksræði og kommúnistisk bylting verði á stjórnarfarinu ánþess nokkur bylting verði a vefnaði samfélagsins og i hug- um fólksins — þveröfugt við það sem gamli maðurinn Narayan óskar þjóð sinni til handa. 522S22S2SS5S22SS!S22222!5SS"B"BB""5!"!5S!"B,M"B"B"B"B"BB""BBBB“*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■aaBaBBBBaBaBBBaBBBBBBBBBaaBaBBBBBBBBBBBBaBBBBi cTVIenningarmál Góð úrvinnsla á aðkallandi efni Stjörnubíó: Vandamál lifsins (I never sang for my father) Leikátjóri: Gilbert Cates Aðalhlutverk: Melvyn Dougias< Gene Hackman, Dorothy Stickney, Estelle Parson. Bandarisk. Þegar góður leikur, athyglis- vert efni og vönduð efnismeð- ferð fara saman, er verulega ánægjulegt að sitja i áhorfenda- sal kvikmyndahúss. Athyglin vakir og uppíifun myndarinnar gefur áhorfandanum eitthvað áf efni sinu, þannig að hann er breyttur maður þegar sýningu er lokið. Honum hefur bæst ný reynsla, ný þekking eða stað- festing og skýring á áður feng- inni þekkingu. Væntanlega er hann heldur betri maður, skiln- ingsrikari og viðsýnni. Kvikmyndin „Vandamál llfs- ins”, sem Stjörnubió hefur nú til sýninga, er einmitt slik. Sögu- Faðirinn (Melvyn Dougias) virðist I fljótu bragði valdur _að vandkvæðum fjöiskyld- unnar. Þegar til kemur á sonurinn (Gene Hackman) þó ef til vill ekki slður sök á og ef til vill eru báðir jafn saklausir. þráður hennar felur að visu ekki I sér miklar likamlegar svift- ingar og spenna myndarinnar er ekki af þvi tagi sem við eig- um að venjast. Engu að siður er myndin viðburðarik og á sinn máta spennandi, þvi i henni er hvergi að finna dauðan punkt. „Hasar” er ekki að finna I henni og þeir sem vilja sjá blóð og bardaga ættu að halda sig I hæfilegri fjarlægð en hinir sem sjá vilja mannlegt Hf og mann- leg vandamál I nekt sinni, eru hvergi betur geymdir en einmitt i Stjörnubiói nú. Kynslóðabilið Kvikmynd þessi fjallar um kynslóðabilið frá sjónarhóli, sem sjaldan er horft af. I henni eru allar klysjur og fyrirfram merktir áfangar látnir lönd og leið en þess i stað grafist fyrir um vandamál I sambúð tveggja kynslóða þegar þau komast I brennipunkt. Þegar rætt er um kynslóðabil er i flestum tilvikum átt við vandkvæði foreldra og unglinga. Þvi hefur ekki verið gefinn verulegur gaumur, að þótt unglingarnir vaxi úr grasi, giftist og flytjist að heiman frá foreldrum, þá er ekki tryg'gt að vandamálin hjaðni eða hverfi. Kynslóðabilið er ekki hægt að merkja inn á landakort, þvl það fylgir hvorki dölum né fjalls- brúnum. Það er ákveöinn þáttur i sambúðarvandamálum nútim- ans og einskorðast þvi ekki við neitt timabil i sögu hvers ein- staklings. Kynslóðabilið getur verið jafn djúpt milli fimmtugs sonar og áttræðs föður, eins og milli fimmtán ára sonar og fertugs föður. Hatur eða leit að ást. t myndinni er einnig farið höndum um fleiri vandamál mannsins. Hatur sonarins verð- ur stökkpallur i leit að orsökum ástleysis og leitað er skýringa á þvi hvers vegna samband for- eldra og barna er svo oft dæmt til að verða báðum aðilum til eymsla. Faðirinn hataði föður sinn og þvi hlýtur hann að hatast af syn- inum. Þau forlög eru fyrirfram sett og þeim hlýtur hann að beygja sig fyrir. Viðhorf hans festa einnig rætur I huga sinar- ins, sem siðan lifir allt sitt lif með kvalda samvisku vegna þess sem honum var áskapað. Leit þeirra hvort um sig hefur einungis uppskorið þeim hatur og illsku. Þó var það ást sem þeir leituðu að. Ellin eilifa Það, sem myndin skilur sterkast eftir sig, er þó ekki Imynd kynslóðabilsins. Hún fjallar um það á þann veg, að j þau vandamál, sem virðast skapa bilið, standa áhorfandan- um fyrir hugsjónum sem sér- stæð og afmörkuð. Ellin er eitt þeirra. Þessi timi mannsins, þegar hann breytist úr virkum og vel metnum þátt- takanda I lifinu I bagga, sem iþyngir umhverfi sinu. Myndin bendir á hvert leið baggans liggur og hver forlög biða hans I nútima þjóðfélagi. Sú bending er þörf. Sjón er sögu rikari Það er þó ekki vert að rekja mynd þessa nánar, þótt óneitan- lega hún gefi tilefni til. Þar er nær að hver sjái og dæmi fyrir sig. Full ástæða er þó til að itreka fyrri hvatningu til kvik- myndaunnenda og annarra þeirra er áhuga kunna að hafa, að þeir sjái mynd þessa. Þar er á ferðinni verulega vel gerð Sonur og dóttir (Estelle, Parson) ræða um föður sinn. Þau greinir á I orði en I raun vilja bæði losna við þau óþægindi að hugsa um hann i ellinni. mynd um vandamál, sem eru I brennipunkti i dag. Vandamál þessi eru og svo viðtæk, að brennipunkturinn meiðir og undan honum sviður. Þess utan er myndin svo reglulega vel leikin. Sérstak- lega er Douglas góður I hlut- verki föðurins, en Hackman, Stickney og Parson skila sinum hlutverkum einnig með mikilli prýði. —HV KVIKMYNDIR Halldór Valdimarsson Sonurinn, sem er ekkill, vill kvænast aftur og kynnir hann verðandi eiginkonu fyrir föður slnum. Henni finnst gamli maðurinn athyglis- verður en það breytir ekki afstöðu sonar hans. cTVfenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.