Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Föstudagur 3. október 1975 VEIZTU EITT? Þegar þú hringir eöa kemur til okkar, þá ertu i beinu sam- bandi viö springdýnuframleiðanda. t Springdýnuv er aðeins notaö 1. flokks efni, sem þar af leiöandi tryggir margra ára endingu I upprunalegum stlfleika, sem þú hefur valiö þér. Næst þegar þú kaupir springdýnur athugaöu hvort þær eru merktar Springdýnur Viö höfum einnig mjög gott úrval af hjóna- og einstakl- ingsrúmum,i svo aö ef þig vantar rúm eöa springdýnur, þá gleymdu ekki að hafa samband viö okkur. Viö erum alltaf reiöubúin til aö aöstoöa þig aö velja réttan stifleika á springdýnum. XŒttött Springdýnur Helluhrauni 20, Simi 53044. Hafnarfirði SENDILL OSKAST Piltur eða stúlka óskast til sendistarfa fyrir eða eftir hódegi Hafið samband við afgreiðsluna eða ritstjórn Síðumúla 14 — Sími 86611 Eldhús- og afgreiðslustarf Kona óskast til eldhússtarfa, einnig stúlka til afgreiðslustarfa, framtiðarstörf. Uppl. i sima 40882 milli kl. 10 og 16 föstudag, laugardag og sunnudag. flSKUR Suðurlandsbraut 14 BILAVARAHLUTIR í flestar gerðir eldri bíia Yfir vetrarmánuðina er opið frá ki Upplýsingar í síma kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi Höfðatúni 10, simi 11397. Opið i'rá kl. 9 — 7 alla virka daga og 9—5 laugardaga rfuter1 AP/ NTB ÚTLÖND Í MORGÚN ÚTLÖND í MORGUN Geta nú geymt hjörtu lengur utan líkamans Dr. Christian Barnard, hjartaskurðlæknirinn við Groot Schur-sjúkrahúsið í Höfðaborg, segir, að hon- um og félögum hans hafi tekist að bæta mjög tækni þá, sem þeir höfðu til þess að geyma mannshjörtu til hjartaskipta. Segir hann, að þeir hafi i Groot Schur-sjúkrahúsinu smiðað hjartavél, sem geymt geti hjarta, eftir að það hefur verið tekið úr mannslikamanum, i allt að fjórar klukkustundir. Til þessa hefur einungis verið unnt að geyma hjatóa i mcsta lagi 1/2 klukkustund, sem heíur mjög þrengt möguleikana á hjartagjöf- um. ,,Með jiessari nýju tækni getum viö sótt njarta, sem er á boðstól- um 1000 milur i burtu,” segir dr. Barnard. Hann sagði blaðamönnum i New York i gær, aö læknahópur hans i Groot Shur hefði gert um 20 tilraunir með Babún-apa, sem hafi svipaðan brjóstkassa og menn, og áður en þrir mánuðir verði liðnir, megi reyna þessa nýju tækni viö sjúkrahús. Barnard var spurður að þvi, hvort hann hefði skipt um hjörtu i háttsettum embættismönnum austantjalds, eins og kvittur hef- ur komið upp um. — Hann sagði, að helmingur sjúklinga hans væri útlendingar og þar á meðal lika frá kommúnistarikjunum, en vildi ekki segja nánari deili á sjúklingum sinum. Barnard sagði, að litlar fram- farir hefðu orðiö á igræðslutækn- inni siðan hann skipti i fyrsta sinn um hjarta i manni 1967, hvað við kæmi þvi að yfirstiga tilhneigingu mannslikamans til að hafna að- skotahlutum. ,,Ef okkur auðnast að ráða fram úr þeim vanda i eitt skipti fyrir öll, þá mundu slikar igræðsl- ur eiga sér stað svo hundruðum þúsunda skiptir árlega, þvi að þá getum við notað likamshluta úr dýrum,” sagði Barnard. STURLUNGAÖLD VAKIN UPP AFTUR A NORÐUR-ÍRLANDI Tólf manns létu lifið og þrjátiu aðrir særðust i einhverjum óeirðarsamasta sólarhring, sem runnið hefur upp á Norður-lrlandi á þessu ári. Sprengjutilræði og skotárásir spilltu friðnum i Belfast i gær, og telur lögreglan, að öfgasamtök mótmælenda hafi skipulagt þess- ar hatursárásir á hendur kaþó- likkum til hefnda fyrir sprenging- ar IRA i niu borgum og bæjum i siðustu viku. 190 manns hafa látið lifið i þess- ari trúarbragöastyrjöld á Norður- Irlandi á þessu ári. IATA bollaleggur hœkkanir á flug- 112 stærstu flugfélög heims hafa verið beðin um að greiða atkvæði um tillögu, sem felur í sér hækkun allra fargjalda og f lutningsgjalda um 3% frá 1. desember næsta. — lATAsegir hækkun þessa þurfa að mæta auknum eldsneytiskostnaði. Frá aðalskrifstofum IATA (International Air Transport Association) i Genf hafa at- kvæðaseðlar verið sendir til aðildarfélaga um heim allan, og skal þeim skilað áftur fyrir 10. október. Þessi tillaga um hækkun far- gjalda kemur i kjölfar 10% hækkunar samtaka oliuútflutn- ingsrikja á hráoliu. Arsfundur IATA stendur nú yfir þessa dagana i Osló. Var þessi tillaga rædd þar og fékk góðar undirtektir, en hún þarf samþykki allra aðildarfélaga IATA og viðkomandi rikis- stjórna til að taka gildi. Sérstakur fundur flugfélaga i IATA var haldinn i Genf fyrr i vikunni, þar sem fjallað var um fargjöld. Voru flestir þeirrar skoðunar að hækka bæri far- gjöld á flugleiöum, eins og i Evrópu, Austurlöndum nær og Afriku. Komu þar til tals hækkanir sem námu 3-5% og lagt til, að þær tækju gildi 1. april næsta ár. — Þessar hækkanir þykja nauðsynlegar til að mæta auknum rekstrar- kostnaði, sköttum o.fl. Þessar hækkunartillögur eru óviðkomandi hækkunum vegna aukins eldsneytiskostnaðar, og er þvi um að ræða hugsanlega 6- 8% hækkun samtals á fargjöld- um. — 3% þann 1. desember og 3-5% þann 1. apríl á næsta ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.