Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 03.10.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR Föstudagur 3. október 1975 Fituinnihald mjólkur 3,9% Ótti við nýtt smjörfjall hamlar því að tillit sé tekið til hjartveikra — Það er ef til vill ekkert þvi til fyrirstöðu að fiturýrari mjólk en 3.9% verði framleidd hér, annað en það, að þá myndum við sitja uppi með nýtt smjör- fjall. Það Uggur i augum uppi, að framleiðsla fituminni mjólk- ur skapaði gifurlegar birgðir af fitu, og úr henni verðum við að búa til smjör. Það smjör getum við ekki flutt út, þannig að við fáum nógu gott verð fyrir — sagði Pétur Sigurðsson, hjá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins, i viðtali við Visi. Islensk neyslumjólk er aðeins framleidd með fituinnihaldinu 3.9%. Er það gagnstætt þvi sem viða tiðkast erlendis, þar sem neytendur geta valið milli mjólkur með mismunandi fitu- stigi. Algengt er að hún sé fram- leidd með fitustigi 2-2.5%, auk venjulegrar mjólkur, og þá fæst jafnvel einnig nær fitulaus mjólk, með fitustiginu 0.5-1.0%. Framleiðsla á fiturýrri mjólk þykir nauðsynleg, meðal annars með tilliti til hjarta- og krans- æðasjúklinga. t viðtali við Visi sagði Nikulás Sigfússon, yfirlæknir Hjarta- verndar, að við athugun á mataræði islendinga hefði kom- ið i ljós, að við neytum ákaflega mikillar mjólkur — allt að þvi helmingi meira en nágranna- þjóðir okkar. Sagði hánn, að þegar tekið væri með i reikning- inn að fitustig blóðsins i islendingum er með þvi hæsta sem vitað væri um og tiðni kransæðasjúkdóma mjög há, lægi i augum uppi að æskilegt væri að hér fengist fiturýrari mjólk en 3.9%. Læknar og visindamenn hafa oft bent á það i ræðu og riti hérlendis, að greinileg fylgni sé á milli hjarta- og kransæðasjúk- dómaogneyslu dýrafitu. Hefur meðal annars verið bent á nauð- syn þess, að fitustig fæðunnar lækki til að mynda með þvi að hér fáist fiturýr mjólk. — HV. Kröfluvirkjun kostar tœpa sex milljarða Áætlað er að heildar- kostnaðúr við Kröflu- virkjun verði rúmlega 5,9 milljarðar króna. Það eru þrir aðilar sem vinna saman að virkjun- inni, Kröflunefnd, Orku- stofnun og Rafmagns- veitur rikisins. Jón Sólnes, formaður Kröflu- nefndar, sagði Visi að verkefni hennar væri að sjá um stöðvar- húsið og vélbúnaðinn og sam- kvæmt nýjustu áætlunum yrði kostnaður við það fjögur þúsund og þrjú hundruð milljónir króna. Karl Ragnarsson, hjá Orku- stofnun, sagði að hún sæi um bor- un áholunum og virkjun þeirra og aðveitukerfi fyrir gufuna. Væri kostnaður við það áætlaður eitt þúsund milljónir. Samúel Asgeirsson, hjá Raf- magnsveitum rikisins, sagði að linan yrði áttatiu og einn kiló- metri að lengd. 1 upþhafi var reiknað með að lagning hennar kostaði fimm hundruð og fimmtiu milljónir. Nú væri verið að gera nýja útreikninga og mætti reikna með fimmtiu til hundrað milljóna hækkun. — ÓT. LENTIMILLI HLERA OG GÁLGARÚLLU - LÉST SAMSTUNDIS Tuttugu og fimm ára mað- ur, Rúnar Björgvinsson, til heimilis að Hraunbrún 2 i Hafnarfirði, fórstaf slysförum um borð i BM Ársæli Sigurðs- syni II i gær. Slysið varð með þeim hætti, að Rúnar heitinn varð milli forhlera og gálgarúllu og mun hann hafa látist samstundis. Þegar slysið varð var skipið statt um 25 sjómilur 260 gráð- ur réttvísandi frá Garðskaga. Var þyrla frá Varnarliðinu fengin til að fara þangað út og kom hún með lik Rúnars i land. Arsæll Sigurðsson kom svo til Hafnarfjarðar i nótt, en sjó- próf vegna slyssins munu fara þar fram. Hvað kostar 500 króna seðill? A morgun verður haldið mynt-uppboð i Tjarnarbúð kl. 2. Er það á vegum Guðmundar Axelssonar Klausturhólum. Boðin verður upp mynt frá alls 30 löndum auk ýmissa minnispeninga. Til gamans má geta þess að m.a. verður boðinn upp isl. 500 krónu seðill frá 1948, en hann var siðast seldur á uppboði á 62.400 kr. Má segja að „krón- an” sé á góðu gengi þar'.ABj EINAR í NORFOLK SIMAMYND AP I MORGUN Einar Ágústsson, utan- rlkisráðherra, kom i gær til Norfolk í Bandarikjunum, þar sem er aðal-flotastöð Atlantshafsbandalags- ins. Á flugvellinum tóku á móti honum James G. Junigus, að- miráll i Konunglega breska flotanum, og Emery Swink, pólitisk- ur ráðgjafi yfirmanns flota Atlantshafs- bandalagsins. — Utan- rikisráðherra er nú á ferðalagi i boði At- lantshafsbandalagsins. Óska eftir 4 lóðum í þógu aldraðra „ Bygging stofnana i þágu aldraðra eru for- gangsverkefni hjá Reykjavikurborg, ” sagði Albert Guðmunds- son sem er formaður framkvæmdanefndar er Dauðaslys ó Mallorca FÉLL FRAM AF SVÖLUM Jarðarför Hauks Kristjáns- sonar, sem féll fram af svölum á Mallorca 22. september, fer fram á Húsavík i dag. Haukur dvaldist á Niagara hótelinu á Arenal-ströndinni i herbergi með félaga sinum. Að morgni 22. september féll hann fram af svölum fyrir framan herbergið. Félagi hans var sofandi þegar slysið varð. Haukur var á tvitugsaldri. —ÓH vinnur að þessu verk- efni. A þessu fjárhagsári tók Reykjavikurborg upp þá stefnu að veita 7 1/2% af útsvarsupphæð til bygginga f þágu aldraðra. Þeg ar hefur verið veitt fé til húsa öryrkjabandalagsins og lán til Játuðu á sig 12 innbrot Innbrotajátningarnar komu I kippum við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglunni i Hafnarfirði I gær. Tveir ungir menn játuðu á sig samtals tólf innbrot. Þeir áttu saman þátt i innbrotum i þrjá báta I Hafnarfjarðarhöfn i júli og ágúst. Þá brutu þeir hurðir og skemmdu og stálu í bátunum. Annar pilturinn á svo þátt i- fjölmörgum innbrotum i verslanir, fyrirtæki og iþrótta- hús i Hafnarfirði. Auk þessara tveggja áttu fjórir piltar aðrir þátt í innbrotunum tólf. ÓH byggingar álmu við Borgar- sjúkrahúsið. „Við stefnum að þvi að byrja sem fyrst,” sagði Albert, ,,og hef- ur nefndin ákveðið að sækja um 2 lóðir, við Dalbraut og Lönguhlið. Jafnframt að óska eftir þvi við borgarráð að það taki frá tvær lóðir i Fossvoginum nálægt Borgarsjúkrahúsinu og verði þar i framtiðinni reist hjúkrunar- heimili. í nefndinni sitja 7 manns, frá öllum flokkum i borgarstjórn. Og rikir alger einhugur um að koma þessu máli i höfn,” sagði Albert Guðmundsson að lokum. — EKG. Súla svipuð og í gœr — Vatnsstreymið I Súlu er svipað I morgun og það var i gærkvöldi, sagði Þorsteinn Jó- hannsson, bóndi á Svinafelli, við Visi i morgun. — Ég kom þarna i gærkvöldi og aftur klukkan niu i morgun og það var ekki sjáanleg breyting. Rennslið er ekki það mikið að brúnni eða varnargörðúm stafi nokkur hætta af, ef það eykst þá ekki til muna. — ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.