Vísir - 04.10.1975, Side 4

Vísir - 04.10.1975, Side 4
4 Vísir. Laugardagur 4. október 1975 KIRKJAN O G ÞJÓÐIST FORNARLIF OG FELAGSSTARF Hver sem reynir aö ávinna lif sitt mun týna þvl, en hver sem týnir því mun varðveita þaö. LUkasarguðspj. 17.33. Þeir eru sjálfsagt ófáir, sem finnst þessi orð Drottins vera nokkuð fjarstæðukennd og erfitt að heimfæra þau til sin og sinnar reynslu. Hvernig getur maðurinn áunnið lif sitt með þvi að týna þvi? Og er þetta ekki ósamræmi og andstöðu við mannlega viðleitni og lifs- stefnu? Erum við ekki alla daga að reyna að tryggja hag okkar i keppninni um lifsgæðin? Jú, vissulega. En þegar dýpra er skoðaö og við hyggjum betur að, kemur i ljós, að hi sönnu verð- mæti eru ekki það, sem við öfl- um og eignum okkur heldur það, sem viö gefum og gerum fyrir aðra. „Sælla er að gefa en þiggja,” segir i heil. ritningu. Þá staöreynd hafa margir látið sannast á sjálfum sér fundið ilm þeirra gjafa i samskiptum sin- um við aðra. — Fórnarlundin er meðal þeirra dyggða, sem okkur eru mest og best innrærr- ar i kristindómnum: Gef þeim, sem biður þig. — Elskið óvini yðar.... eru alkunnar setningar Ur Fjallræðunni? Og svo vitnað sé til eins af skáldum okkar, sem vissi vel hvað það var að vera rikur og hafa allsnægtir. Siðasta ljóðið i Hvömmum Einars Benedikts- sonar — Hnattasund — orti skáldið ,,á litilli stundu, þvi að þá vantaði á seinustu blaðsið- una i bókinni.” Annað erindið i þvi kvæði er þannig: Dularlögsemur stjarnastjórnin meðstránga dóma i eiginsök. Skammvinnaævi þU verst i vök þitt verðmæti gegnum lifið er fórnin. En til þess veit eilifðin alein rök. En hvort sem þessi rök eru öðrum augljós eða dulin, eru þau jafn sönn og traust fýrir þvi. Þau eru rök reynslunnar, þeirr- ar reyndlu, að heilbrigði og hamingju lifsins byggir hver einstaklingur einungis á kærleiksrikri þjónustu við aðra, sem kostar hann oft baráttu við eigingjarnar hvatir og sjálfs- elskutilhneigingar. Þessi þjón- usta við aðra, þessi fórn — þessi sjálfsagi er honum ekki i blóð borinn, ekki eðlislægur ef svo mætti segja — heldur verður hann að yfirvinna sjálfan sig til að sýna hann i verki — auðsýna hann öðrum i stað þess að fylla lif sitt fyrst og fremst um- hugsuninni um eigin hag, um það eitt hversu hann getur kom- istfram hjá erfiðleikum og notið sem mestra lifsþæginda. Það er viö þessaii lifsstefnu, lifsstefnu eigingirninnar, sem verið er að varavið í þeim orðum Drottins vors,sem eru yfirskrift þessara húgleiðinga. Þau virðast við fyrstu sýn vera öfgar og fjar- stæöa ein: Hver sá sem hefur fundiö lif sitt mun týna þvi, en hver sem hefur-týnt lifi sinu min vegna mun finna það — - - - Já, sannarlega virðist það vera fjarstætt allri skynsam- legri viðleitni að týna lifi sinu til þess aö ávinna það. — En samt er þetta einmitt svo. I þeirri við- leitni að vinna fyrir aðra og með öörum til að auðga lif þeirra og fegra, finnur maður sinn unað og sina hamingju enda þótt maður þurfi að fórna fyrir það þvi, em i fljótu bragði, og i heimsins augum virðist vera ávinningur fyrireinstaklinginn. Singirni og sérhyggja frá sam- félagi sinu, verður einmana og oft einn á kaldi braut — enda þótt efni séu nóg og aðstaða góð til að veita sér lystisemdir og lifsþægindi. — SU hlýja, sem maðurinn eignast i annarra hjörtum fyrir fómfUst félags- starf verður honum heilla- drýgra skjól i vetrarhriðum ævinnar heldur en aliur sá garð- ur efna og auðs, sem hann fær hlaðiðkringum sig. — Slik dæmi Ur lifinu hefur JesUs eflaust haft I huga þegar hann talar um aö týna lifi sinu við það að reyna að ávinna það og svo hina andstæð- una að finna fyllingu lifsins og fegurð þess við það að gleyma eigin hagsmunum I starfinu fyrir aðra. Sumir kunna að hugsa að hlutverk fórnfúsrar félags- hyggju sé aðeins fyrir stór- mennin, sem hafa velt björgum Ur götu mannkynsins með sina göfuga ævistarfi. — En slikt er misskilningur. Þetta er hlut- verk okkar allra, ekki aðeins vegna náungans, sem við erum að vinna fyrir heldur vegna sjálfra okkar, andlegrar heil- brigöi okkar og hamingju, sem er undir þvi komin hvernig and- legt umhverfi við sköpum okk- ur, en ekki hinu hvernig við tryggjum hag okkar á heimsins mælikvarða. — 0 — Vordag einn, fyrir meira en öld, lá ungur bóndi i rUmi sinu inni í baðstofunni á bænum Hallgilsstöðum i Fnjóskadal. Hann var veikur. En hann undi illa rUmlegunni, sem von var. Hann var að hefja búskap og þurfti að byggja upp flest hUs á jörð sinni og hann hafði tekið að sér smiði nýrrar kirkju I sókn sinni. — Og til þess að stytta tlmann og lina óþreyjuna tekur hann sér penna i hönd og fer aö skrifa hugvekju til sveitunga sinna um gildi samtaka og félagsstarfs. Og þegar hann kemst á fætur kveður hann þá saman til fundar til að stofna félag til að efla gegn og framför i Fnjóskadal. — 1 þeirri ræðu eru m.a. þessar eftirtektar- verðu setningar: „Lif okkar er stutt, það er ekki svo lengi sem við lifum hér, og er þá ekki ánægjulegra að hyggja til baka og sjá að maður hefir gert eitthvert gagn og var- ið nokkrum dögum, peningum ' og ómökum til að styðja að ann- arra gagni og framförum, held- ur en sjá að allur timinn hefir gengið I það að strita sér, á sinu heimili, að miklu leyti Ut Ur mannlegu félagi og hafa þó varla haft nauðsynjar sinar, eður fyrir þeim, sem best geng- ur, að þeir skilja eftir nokkra skildinga handa erfingjum sin- um. En við þurfum ekkimikinn tima peninga eðaur ómök til þess að gera hver öðrum gagn. Það er eindreginn vilji sem mestu ræður.sem mestu kvem- ur til leiðar og aftur að áform okkar stefni i rétta átt.- Er það ákvörðun lífs vors, að hver skuli einungis vinna að sinu gagni og Ut af fyrir sig. Eð- ur er það eigi fremur, að vér sé- um settir hér I samvinnu og til að efla hver annars gagn?” - - - - Ungi bóndinn sem skrifaði þessi oröátti fáa sina lika i þvi að vinna og efla fórnfUst félags- starf i þágu meðbræðra sinna og málleysingja. Þetta var Tryggvi Gunnarsson. Þótt við komumst ekki i námunda við hann i þvi að vinna fyrir aðra, ber okkur öllum að taka hinni látlausu hvatningu hans, þvi að enn hefur engum fölskva slegið á þá hugsjón að hagsæld manna verði best borgið með samstarfi þar sem hver eflir sitt eigið gagn með þvi að stuðla að vel- gengni annarra. - Til þess styrki okkur góður Guð. - Það er að fylgja i verki hvatn- ingu ferlsarans að ávinna li'f sitt með þvi að gleyma eigin hag og eigin áhyggjum I góðu og göfugu starfi með öðrum og fyrir ðara. Númerataflan Hvað á að syngja? spyrja margir sjálfa sig, þegar þeir koma i kirkju. Og um leið verður þeim litiö upp á númeratöfluna þar sem . sálmanúmerin — aö jafnaði fimm —blasa við uppi á veggnum. Númeratöflurnar hafa verið — og eru raunar enn — af ýmissi stærð og gerö — allt frá svörtu reikningsspjaldi, sem skrifað er á meö krit, til þess aö vera fagurlega útskornir gripir til verulegrar prýði i helgidómnum. Hér á Kirkjusiðunni I dag birtist mynd af gamalli númeratöflu. Hún er einföld smiö, látlaus að allri gerð. Útskurðurinn setur á hana viðfeildinn svip. Flöturinn er með 10x10 holum eða götum. í þau voru fest sálma númerin, hvernig sem þau hafa nú litið. Um þaö verður ekki sagt. Þau munu cngin vera til. Meöan tafia þessi var I notkun, var hún I kirkjunni á Staö I Grinda- 1 vlk. Nú er hún á Þjóðminjasafni. Þar ber hún safnsnúmerið 7478. En sú tala á vitaniega ekkert skylt viö númer þeirra sáima sem Grind- víkingar sungu I Staðarkirkju á slnum tlma! FRÆKORN Helgirún og heiðurs- merki. Mér er sérstaklega fyrir bamsminni ein tegund erfi- ljóöageröar, sem hann tamdi sér I Odda. Menn voru alltaf að biðja hann að yrkja eftir ástvini. Og það kom oft fyrir, þegar komið var með lik til greftrunar i Odda kirkjugarði og fátækir áttu i hlut, sem vildu fá Urlausn eins og hinir, að hann klippti Ut Ur pappirsörk dálitinn, laglegan kross, skrifaði svo á þennan pappirskross stutta grafskrift með vel viðeigandi stuttu saknaðarstefi og limdi krossinn framantil á lfkkistulokið. Þessi hugulsemi hans var hjartanleg a vel þegin, — þvi kistan var venjulega fátækleg og laus við UtflUr ogsorglega svört, en hviti krossinn með visunni á lokinu prýddi vel sem bæði helgirUn og heiðurSmerki. Ofanritað er kafli Ur grein eft- ir Steingrlm lækni Matthiasson, sem hann skrifaði i Eimreiðina árið 1931 og hann nefndi: ,,1 eftirleit kvæða og bréfa föður mins.” Sáttfýsin Ef þU ert að bera gáfu þina fram á altarið, og þU minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skil gáfu þina þar eftir fyrir framan altarið og far burt, sæstu fyrst við bróður þinn og kom sfðan og ber fram gáfu þina. Matth. 5, 23-24 Kristur er hinn sami. Það, sem fyrst og fremst er tilgangur alls kristnihalds og kirkju, er að boða þjóðunum Krist, ekki eins og þeim sjálfum gott þykir þá og þá, heldur Krist sjálfan eins og vér getum með besta móti vitað að hann var, en til þess þurfum vér margþætta sögurannsókn Eimreiðin 1929 Kvöldbæn Gef þU heimi frelsi og frið fapir minn, þess heitt ég bið. Láttu kærleik, samUÖ manna, sigra og verma hjörtu manna. Helgir englar huliösvörð haldi um vora fósturjörð. Besti faðir, blessun þina breið þU yfir hvilu mina. Hannes J. MagnUsson Notið vel dagana. „Notið vel dagana, sem ykkur gefast. Þeir koma aldrei aftur. „Kenn oss að telja dagavora, að vér öðlumst viturt hjarta”, stendur i helgum fræðum. Hug- leiðið þau orð. Þau geyma mik- inn sannleika. Við getum lika vikið þessum orðum örlitið við án teljandi merkingarröskunar ogsagt : „Kenn oss að nota daga vora, nota þá rétt, okkur sjálf- um og öðrum til hags, heilla og blessunar”. (OrræðuSv. P. skólastjóra á Akureyri við skólasetningu I haust.) Nám og námstimi. Námsárangur stendur ekki alltaf i réttu hlutvalli við tölu kennslustunda eða skólaára, heldur er hann árangur af með- fæddum námshæfileikum, ástundun og dugnaði. En góður námsárangur er ekki heldur sama og menning. Menning er meira, hUn er meðfæddur manndómur, studdur siðgæði og þekkingu. SliTit fæst ekki með þvi að lengja skólaskylduna. (Or viðtali E ,M. fyrrv. rektors i Kirkjuritinu 1967)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.