Vísir


Vísir - 04.10.1975, Qupperneq 24

Vísir - 04.10.1975, Qupperneq 24
Laugardagur 4. október 1975 Tóku sér Ungt par var á fimmtudags- kvöld fjarlægt úr ibúö viö Fram- nesveg i Reykjavlk en húsnæöiö höföu þau lagt undir sig án heim- ildar eiganda þess. Unga fólkiö, sem er um tvitugt, gat litla grein gert fyrir dvöl sinni I ibúðinni en bar þó aö I upphafi hafi þeim verið boöiö þangaö með öröu fólki. Eigandi ibúöarinnar liggur á sjúkrahúsi og hefur hún staöiö auö um tima. HV Tunnurnar kosta 110 milljónir Hvers vegna eru fluttar inn sildartunnur fyrir milljónir króna? Hefur ekki verið lagt i ærinn kostnað viö að koma upp tunnuverksmiðjum hér á landi, hvers vegna eru þær ekki nýtt- ar? Visir lagði þessar spurn- ingar fyrir einn starfsmanna Sildarútvegsnefndar og hann gaf þessar skýringar: „Þaö er engin verksmiðja á landinu sem getur smiöað" túnn- urnar. Tunnuverksmiðjan á Siglufirði var i góðu húsnæði, sem enn er til staðar, og þar var á sinum tima framleidd mjög góð vara. Sökklarnir undir vélarnar eru enn i gólfinu en vélarnar sjálfar hafa verið færöar til hliðar, þar sem stjórnvöld hafa leigt húsnæðið eða látið það af hendi undir hús- einingaframleiðslu. Það getur verið að það sé eitthvert tunnu- efni til þar, en það er þá ekki mikið.” Það hafa verið fluttar hingað frá Noregi um fimmtiu þúsund tunnur til slldarsöltunarinnar ogáætlunarverðá hverja tunnu, afhenta við skipshlið, er tvö þúsund og tvö hundruð krónur. MeHcjosala S.Í.B.S. á morgun A morgun, sunnudaginn 5. októ- ber, verða blöð og merki Sam- band Islenskra berklasjúklinga seld I Reykjavik og á rúmlega 100 öðrum stöðum á landinu. Blað sambandsins, Reykja-, lundur, er að miklu leyti helgað Vinnuheimilinu að Reykjalundi sem varð 30 ára á þessu ári og kynningu á félagssamtökum astma- og ofnæmissjúklinga sem nýlega hafa gerst aðilar að sam- bandinu. Stöðugt er unnið að bygginga- framkvæmdum á Reykjalundi, en þar er nú sjúkrarými fyrir 165 sjúklinga. „ALLT LODID AF DAUÐRI SÍLD" Sildarnar I trollinu voru 34 sm langar. Mynd: Guömundur Sigfússon. Mikið magn af dauðri síld í trollið hjó Gylfa austur af Bjarnarey „Það var allt loðið af dauðri sild, rétt eins og þegar loðnan gengur á veturna,” sagði Grét- ar Þorgilsson, skipstjóri á bátn- um Gylfa, i viðtali við Visi. „Tveir aðrir bátar voru þarna á svipuðum slóðum og fengum við allir mikið magn i trollin. Sildin var stór, tuttugu og sjö til þrjátiuogtveirsm.,og allt upp i þrjátiu og fjóra sm.” Likur benda til að dauða sildin sé leifar frá hringnótabátum, sem hafa fengið of mikla sild i hverju kasti. „Það er að mestu leyti sök sjómannanna sjálfra ef sildin drepst i nótinni hjá þeim áður en þeir sleppa henni,” sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, er Visir spurði um álit ,hans varð- andi dauðu sildina sem m.b. Gylfi fékk i trollið. „Þeir geta sleppt henni lifandi ef þeir vilja. Ég hef unnið við sildarmerkingar siðan 1952 og hef margoft tekið sild i nót, merkt hana og sleppt henni aft- ur. Það tefur þá ekki verulega ef þeir fylgjast með þvi hvað þeir fá mikið i nótina. Hin- vegar er auðvelt að drepa sildin.i ef ekki er farið að með gát. Hitt er annað mál, að fámenn skipshöfn getur varla haft und- an að verka sildina áður en hún skemmdist. Það er ekkert sannað i þvi að þessi’dauða sild sem kom i tollið sé frá hringnótabátunum en það er hugsanlegt. Ef hún er ekki frá þeim, er ekki gott að segja hvað veldur dauða hennar. Við höfum ekki enn fengið sýni af sildinni en rannsókn á þvi ætti að leiða i ljós hvort einhver sjúkdómur er hér á ferðinni. Það er sárt til þess að vita að islendingar skuli aldrei læra að ganga um sin auðugu fiskimið á sómasamlegan hátt,” sagði Jakob Jakobsson i lok viðtals. LÆRIFAÐIRINN ibúar á suö-vesturhorni landsins hafa ekki notiðl mikillar sólar I sumar. Þaö er um aö gera aö nota hverja glætu sem býöst. Þessar námsmeyjar I Kvennaskólanum i Reykjavik vildu sem minnst sitja inni I góöa veörinu Igær og þvi drifu þær sig út meö kennslubækurnar. Fyrir framan þær stendur iærifaöirinn og þylur visdóm sinn. Óvenju- legur þjófn- aður Hann settist settlega i sætið I bilnum sinum og setti I gang. Hann setti i gir og ætlaði að aka af stað. Ekkert gerðist. Billinn stóð kyrr. Blleigandanum leist ekki á blikuna, steig út úr bilnum, og rannsakaði hvað um væri að vera. Það tók hann ekki lang- an tima að finna lausnina. Um nóttina meðan hann svaf svefni hinna réttlátu, hafði einhver rummungsþjófur stol- ið drifskaftinu undan bllnum hans. Málið var að sjálfsögðu kært til rannsóknarlögregl- unnar I Reykjavík. I gær hafði stolna drifskaftið enn ekki fundist. Eigandi stolna drifskaftsins varð þvi að kaupa sér nýtt drifskaft, sem kostaði 20 þús- und krónur. —ÓH Lán fást ekki Enn veröur erfiðara að fá lán. Bankarnir hafa ákveöiöaö eng- in aukning á útlánum skuli veröa til áramóta. Aöeins endurkaupanleg afurða- og birgöaián til sjávarútvegs, iön- aöar og landbúnaöar eru undan- tekning. Þetta var . ákveðið á fundi Seðlabankans og viðskipta- bankanna 2. október. Nauðsynlegustu rekstrarlán til atvinnuveganna ganga fyrir um þá peninga sem lánaðir verða. Lán vegna fjárfestinga, og lán til almennings vegna einkaneyslu, verða veitt fyrir afganginn. Sú stefna, að minnka útlána- aukingu, hefur gilt hjá bönkun- um sfðan i febrúar siðastliðn- um. Bankarnir ákváðu á fundi sinum að framhalda þessari stefnu, og reyndar herða hana. Meðan fyrirtæki og einkaaðil- ar hafa þannig neyðst til að draga úr lántökum og neyðast áfram, hefur stóri bróðir, rikið, aukiö þær. Skuld rikissjóðs við Seðlabankann var tvöfalt hærri i lok ágúst, en á sama tima i fyrra. Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri, sagði i gær, að allt benti til að jafnvægi i þessum skuldum rikissjóðs næðist ekki á þessu ári. Samkomulag bankanna er gertf traustiþess að stefnt verði að samsvarandi minnkun á út- gjöldum rikisins og útlánum fjárfestingarlánasjóða. Jóhannes Nordal sagði i gær, að engin ástæða væri til að ótt- ast að sinni atvinnuleysi vegna samdráttar sem kynni að stafa af útlánastöðvuninni. —ÓH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.