Vísir


Vísir - 09.10.1975, Qupperneq 1

Vísir - 09.10.1975, Qupperneq 1
VÍSIR 65. árg. — Fimmtudagur 9. október 1975 — 229. tbl. RUDDIST INN Á 8 ÁRA TELPU stal, braut og bramlaði Drukkinn maður ruddist inn i ibúð, þar sem átta ára stúlka var ein heima, við Fálkagötu i gær. Maðurinn vann spjöll á húsmunum, ruddi þeim um og braut, auk þess stai hann þar sparifé úr veski. Hann var handtekinn á staðn- um og færður i fangageymslu. Maðurinn komst inn i ibúðina á þann veg að hann hringdi dyrabjöllu og opnaði þá litla stúlkan dyrnar, Ruddist hann fram hjá henni inn i ibúðina, með nokkrum hamagangi. Stúlkan varð mjög hrædd við og forðaði sér yfir i næstu ibúð, en þaðan var hringt á lögregl- una. Þegar lögregla kom á staðinn hafði maðurinn haft endaskipti á Ibúðinni og lá sjálfur á stofu- gölfi hennar. Var hann að eiga við sjónvarpstæki. Hafði hann stungið á sig sparifé úr veski i ibúðinni og tal- ið er að húsbrotið hafi verið framið i þjófnaðarskyni. —Hv Enn eigum við metið — Verðbólgan á íslandi 54,5% í ágúst Verðbólguskrúfan hægði verulega á sér i ágúst á Vesturlöndum, nema á islandi, sem á þann vafa- sama heiður að vera í lang-efsta sæti á verðbólgu- lista OECD, Bretar og Tyrkir telja sig eiga um sárt að binda, vegna óðaverðbólgu. Þeir eru i öðru og þriðja sæti, Bretar með 26,9% og Tyrkir með 21,1%. — Sjá blaðsíðu 5. Niðurgreiðslu- kerfið hefur gengið sér ~ SÍ° viðtal við formann a Stéttarsambands bœnda til huðar bis. 8-9 Útgáfa spari- skírteinanna nónast geðveiki — segir formaður Félags iðnrekenda — Þessi spariskirteinaútgáfa rikissjóðs er nánast geöveiki, sagði Davið Scheving Thorsteinsson, formaður Félags isl. iðnrekenda, við Visi i morg- un. — Það er varla nokkurt fé að hafa á lánamarkaðinum og að rikið skuli hirða hundruð milljóna til óarðbærra hluta á þennan hátt, er fásinna. — Það er lika verið að setja timasprengju undir rassinn á komandi rikisstjórnum. Hvað ætla þeir að gera þegar kemur að skuldadögum? Gefa út ný og ný og ný? Hvenær springur blaðran? — Aumingjalegasta auglýs- ing sem ég hef séð, birtist þegar bréfin frá 1974 féllu. Þá kom auglýsing frá Seðlabanka og rikisstjórn um að nú mætti inn- leysa spariskírteinin. Þau höfðu þá fjórtánfaldast eða þar um bil. í auglýsingunni var jafn- framt bent á að þeir væru að gefa út ný bréf, sem hægt væri að skipta á I stað þess að taka peningana. Þeir áttu ekki fyrir þvi að borga bréfin. 1 næsta mánuði verða gefin út happdrættisskuldabréf fyrir um 300 milljónir. Útgáfa rikissjóðs á spariskirteinum og happ- drættisskuldabréfum verður þá orðin rúmlega einn og hálfur milljarður á þessu ári. — ÓT. Rikisstjórnir koma í veg fyrir hallalausan rekstur Pósts og síma Gagnrýnin beinist einnig að rikisstjórnum, bæði fyrrverandi og núverandi. Segja simamenn i ályktun sinni, að ríkisstjórnirnar hafi komið i veg fyrir að Póstur og simi sé rekin hallalaust. En vegna þess að póst- og sima- málastj^ hafi ekki gert yfir- stjórn þessara mála nægilega skýra grein fyrir þörfum stofnun- arinnar, hafi rikisstjórnirnar ekki gert sér grein fyrir ástandinu. Stofnunin fleytir sér áfram á innheimtufé t ályktun simamanna segir, að þeim sé kunnugt um að Póstur og simi sé að kafna I óreiðuskuldum, bæði innanlands og utan. Stofnun- in hafi fleytt sér áfram á fé, sem hún innheimtir fyrir riki og- einkaaðila. Svo langt hafi gengið, að stofnunin hafi ekki getað skilað þessu fé á gjalddögum. Telur fundurinn að rekstur á þessum grundvelli geti ekki haldið áfram. Best að loka stofnun- inni þar til viðunandi lausn finnst Fundurinn skorar á póst- og simamálastjóra að hann geri rikisvaldinu skýra grein fyrir þessu ástandi og krefjist eðlilegs rekstrargrundvallar fyrirtækis- ins. Ella sé eðlilegast að loka stofnuninni þar til viðunandi lausn sé fundinn á fjárhagserfið- leikunum. Simamenn gera fleiri ályktan- ir, þar sem fram kemur gagnrýni M.a. er hún gagnrýnd fyrir að láta árásum á stofnunina ósvarað. Visir náði ekki sambandi við Jón Skúlason, póst- og simamála- stjóra I morgun, til að bera álykt- anir slmamanna undir hann. —ÓH „Fundinum er kunn- ugt um að stofnunin er að kafna i óreiðuskuld- um..... Fundurinn telur að Póst- og simamála- stjóri hafi ekki gert yfir- stjórn þessara mála nógu skýra grein fyrir þörfum stofnunarinnar i þessum efnum, þess vegna sé komið i það ófremdarástand sem nú rikir hjá Pósti og sima.” Þessi tilvitnun er tekin úr einni af þeim ályktunum sem Félag Is- lenskra slmamanna gerði á landsfundi sinum á Húsavik dag- ana 2. til 5. október. Simamenn gagnrýna æðstu yfirboðara sinn, póst- og sima- málastjóra, harðlega vegna hinnar slæmu fjárhagsstöðu Pósts og sima. Póstur og sími er að kafna í óreiðuskuldum > o — segja símamenn. sem gagnrýna harðlega yfirboðara sína fyrir linkind við ríkisvaldið

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.