Vísir - 09.10.1975, Page 4

Vísir - 09.10.1975, Page 4
4 VÍSIR. Fimmtudagur 9. október 1975. FLUGMAL UMSJON EDDA ANDRESDOTTIR „EKKI DÝRT MIÐAÐ VIÐ ÁNÆGJUNA" „Þetta er ekkert dýrt miðað við ánægjuna,” sögðu þrir nemendur sem nú sitja nám- skeið hjá Flugskóla Helga Jóns- sonar. Nemendurnir eru Ásgeir Önundarson, Einar Guðinunds- son og Ragnheiður Kristiansen, ein af þremur stúlkum sem nú læra að fljúga i Flugskóla Helga. Það er ekki nóg með að Ragnheiður sé að læra, heldur er eiginmaður hennar lika að læra flug. Þau þrjú hafa öll tekiö sóló- próf og stefna nú að þvi að taka einkaflugmannsprófið lika. Að svo komnu stefna þau ekki mikið lengra en að einkaflug- mannsprófinu. „Sfðan sjáum við til. Fyrst er að ná þessu prófi,” sögðu þau. Hins vegar leynir áhuginn sér ekki. 011 segjast þau hafa haft áhugann á að læra að fljúga lengi. ÞauRagnheiður og Ásgeir vinna bæði með flugnáminu en Einar er í skóla. Hann situr á skólabekk á daginn og svo aftur á kvöldin. Þegar að peningamálunum kemur, segja þau að flugnámið gangi fyrir öllu öðru. „Við eyð- um minna i annað á meðan.” HEFUR KENNT FLEIRUM AÐ FLJÚGA EN FLESTIR AÐRIR Það stóð yfir kennslan f sigiingarfræði á hinu svokallaða A-námskeiði. Otto Tynes, flugmaður, kenn- ir siglingarfræðina á námskeiði Flugskóla Helga Jónssonar. Hann er þarna fyrir miðju innan um nemendur. 50-60 SITJA NÁMSKEH) FYRIR EINKAFLUGMANNSPRÓF Þórhallur Magnússon hefur 3300 kennslustundir að baki Námskeið fyrir þá sem ætla ser að taka A-próf eða einka- úugpróf,eins og það heitir, eru nú hafin. Annað námskeiðið er á vegum Flugskóla Helga Jónssonar en hitt er á vegum Flugstöðvarinn- ar. Samtals eru um 50-60 manns á námskeiðunum eftir þvi sem við komumst næst. Margir þeirra sem setjast á skólabekkinn eru ekkert nálægt þvi að taka verklega prófið, en vilja taka það bóklega samt sem áður. Siðar geta þeir svo tekið hitt. Sumir nemendanna eru með sólópróf og ætla sér áfram, og það kemur lika fyrir að nemendur taka bóklega námið án þess að hafa nokkuð lært að fljúga. Hins vegar ætla þeir sér það sjálfsagt. Meðal bóklegs námsefnis fyrir einkaflugprófið er siglingafræði, veðurfræði, flug- reglur og fleira. Námskeiðin eru nýhafin og mæta nemendur á hverju kvöldi alla virka daga. Hjá Flugskóla Helga fengum við þær upplýsingar að próf yrðu þreytt um miðjan desember. — EA. Það er oft erfitt að læra að fljúga, þó það sé ánægjulegt. Þeir fá heldur betur að svitna nemendurnir þegar sumar æfingarnar eru gerðar. En skyldu kennararnir ekki svitna líka. Verða þeir ekki hræddir um llf sitt? „Ekki get ég nú beinlinis sagt að ég verði hræddur um lif mitt,” sagði Þórhallur Magnús- osn, flugkennari hjá Flugskóla Helga Jónssonar. Þórhallur er einn reyndasti flugkennari sem völ er á hér á landi. Hann hefur kennt i fimm og hálft ár, og hefur hvorki meira né minna en 3300 tima að baki i flugkennslu eingöngu. Samtals hefur hann 5000 tima i flugi. Hann er áreiðanlega nálægt þvi að slá öll met i kennslustunda- fjölda hér. Þórhallur viðurkennir að kennslan geti oft verið erfið en hann hefur kennt mjög mörgum á þessum árum. Töluna hefur hann ekki. En það sem merki- legra er, er kannski það, að all- an þennan tima hefur aldrei hent hann nokkurt óhapp. Það hefur aldrei komið fyrir að vél hafi misst mótor i kennsluflugi hjá honum, aldrei hefur sprungið dekk eða nokkuð annað. Þetta má áreiðanlega kalla heppni. En það þarf þolin- mæði til þess að vera flugkenn- ari svona langan tima. — EA. Hvað kostar að lœra að fljúga? — lógmarkskostnaður er 850—70 þúsund en gera mó ráð fyrir milljón með öllu Hvað kostar að læra að fljúga? Meðöllu má búastvið að kostnaður verði um það bil milljón. Blöskrar þér? Sumir eiga ómögulegt með að skilja hvernig nokkur getur kastað öll- um þessurn peningum i að læra að fljúga. Væri ekki skynsam- legra að nota þá til einhvers annars sem meira vit væri i? Það finnst þeim ekki sem eru að læra. Þeim finnstekki mikið að borga milljón fyrir alla þá ánægju sem flugið veitir þeim. Við tókum það lauslega sam- an hvað hvert stig kostar, og komumst að þvi að 850-70 þús- und krónur eru algjört lágmark fyrir þann sem lærir að fljúga, og nær sér i þau réttindi sem hann á kost á. Ein kennslustund á Cessnu 150, sem aðallega er notuð til kennslu, kostar 3300 krónur. Viljirðu taka sóló-próf kostar það 60-75 þúsund krónur. Um leið færðu réttindi til þess að fljúga einliðaður innan svokall- aðs vallarsviðs. Ef flugnemi vill fara eitthvað lengra, verður kennari að vera með i vélinni. Umsækjandi um skirteini Hugnema má ekki vera yngri en 17 ára og vissar heilbrigðiskröf- ur þarf m.a. að uppfylla. Að taka einkaflugmannspróf með bóklegu námskeiði kostar um það bil 260 þúsund krónur. Þegar að atvinnuflugmanns- prófi kemur. má búast við að kostnaður sé orðinn 690 þúsund, þ.e. lágmarkskostnaður. Atvinnuflugmannspróf ásamt blindflugsréttindum gera svo 850-70 þúsund krónur. En þetta er eins og fyrr segir lágmarks- kostnaður fyrir öll réttindin. Þórhailur er einn reyndasti flugkennari hér á landi. Hann hefur t.d. kennt eina kven-atvinnuflugmanninum hér. Ljósm.: LÁ.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.