Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 10
10 VISIR. Laugardagur 11. október 1975. Vorðskipin mega fó toppkiusar dans- meyjar í heimsókn Varðskipsmenn þurfa nú vonandi ekki að kviða tilbreytingar- leysinu eins mikið og áður, þvi þeir hafa fengið til þess heimild að fá topplausar dans- meyjar i heimsókn um borð. A fundi með fréttamönnum i gær minntist Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar á að eftirlit á hafi úti væri oft til- breytingalitið og kvöldin löng. — Hvernig væri þá að fá topp- lausar dansmeyjar um borð eins og bandariski kafbáts- foringinn gerði, spurði einn fréttamanna. Pétur hló við og svaraði: — Þið skulið bara reka áróður fyrir þvi'. Ég get iofað þvi að það yrði enginn rekinn frá Land- helgisgæslunni þótt slikt gerð- ist. (Bandariski kafbátsforing- inn lenti i hinum mestu erfið- leikum vegna þessa tiltækis). Ekki er að efa að Fóstur- landsins freyjur munu nú bregðast vel við, ekki sist þar sem búast má við að varðskips- menn okkar eigi nú enn eitt hat- rammlegt þorskastriðið fyrir höndum. — ÓT. Þetta er Cat Futch sem dansaM berbrjósta fyrir bandariska kafbátsáhofn. Skipstjórinn braut allar reglur og leyfði Mörgum þótti sem banda- riska flotann setti nokkuö niftur vift aft milda refsingu skipstjóra nokkurs á bandariskum kjarn- orkukafbát. En hann missti skipstjórnarréttindi sln fyrir aft leyía ,,go-go’dansineyaft dansa berbrjósta á dekki kufbálsins. James Holloway, aftmíráll, sagfti aft Connelly Stevenson, skipstjóri,væri sekur um lélega dómgreind og heffti gróflega brotift reglur þegar hann heffti stúlkunni i gefift ,,go-go” dansmeynni,Cat Futch, leyfi til aft dansa ber- brjósta á ddcki kafbátsins þegar hann sigldi frá Canaveral höffta I Flórfda í júU s.l. Hann sagfti aft framkoma Stevensons skipstjóra væri óaf- sakanleg en lagftist á móti þvi aft hann yrfti dæmdur til aft missa sex vikna kaup og leystur frá skipstjóm. Aftmirállinn lagfti til aft einungis yrfti harftort mótmæla- dansa bréf sent til Stevensons. Vinir skipstjórans segja aft hann hafi samþykkt uppástungu skipshafnarinnar og gefift leyfi sitt tU aft stúlkan dansafti á dekkinu. Þetta hefftu verift eins konar verftlaun til áhafnar kafbátsins eftir aft þeir hefftu leyst störf sln vei af hendi. Eftir aft Cat Futch haffti dans- aft fór hún í land meft lóftsbátn- um. TRÚIR ÞÚ STJÖRNUSPÁNNI? — ef ekki þó skaltu íesa þetta Guðriður Jónasdóttir sem unnið hefur við skráningu ábyrgðapósts á aðalpósthúsinu i Pósthússtræti fékk i gær til- kynningu um það að frá og með þeim degi væri hún varðstjóri við afhendingu ábyrgðabréfa. Þér finnst þetta kannski ekk- ert merkilegt? Þá skaltu bara vita að hingað til hafa einungis karlmenn hlot- ið þessa stöðu, svo hún er fyrsli kvenvarðstjórinn. Hvort það kom henni þá ekki á óvart? Það er nú aftur annað mál, þvi i stjörnuspánni hennar i Visi síðastliðinn miðvikudag var henni einmitt sagt frá væntan- legri stöðuhækkun. Já, Já, Visir er fyrstur með fréttirnar. — EB — Smáauglýsingai' Vísis Markaðstorg tækifæranna Vísir auglýsingar Hverfisgötu 44 sími 11660 Bœklingur um 200 mílurnar Rekstrarstyrkir til sumardvalorheimila Eins og undanfarin ár mun menntamálaráðuneytið veita styrki til rekstrar sumardvalarheimila og -vistheimila fyrir börn úr bæjum og kauptúnum á árinu 1975. Styrkir þessir eru einkum ætlaðir félagasamtökum, sem reka bamaheimili af framangreindu tagi. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar ráðuneytinu, ásamt upplýsingum um tegund heimilis, tölu dvalarbarna og aldur, dvalardaga samtals á árinu miðað við heils dags vist, upphæð daggjalda, svo og upplýsingar um húsnæði, (stærð, búnað og aðra aöstöðu) og upplýsingar um starfsfólk (fjölda, aldur, starfsreynslu og menntun), ennfremur fylgi rekstrarreikningur heimilisins fyrir árið 1975. Sérstök umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, en umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. desember nk. Menntamálaráuneytið, 10. október 1975. er í prentun „Bæklingur um út- færsluna i 200 milur kemur út alveg á næst- unni, hann er kominn i prentsmiðjuna, ” sagði Hans G. Andersen i við- tali við Visi. Um aðra kynningu á málinu sagði hann að nefna mætti ræðu utanrikisráðherra á allsherjar- þinginu, hún lægi frammi i öllum sendiráðunum og umræður á hafréttarráðstefnunni. „Það ætti ekki að þurfa að kynna þetta mál fyrir lslending- um,” sagði Hans G. Andersen. — EB SVARTOLIA EKKI RÁÐLEG FYRIR VARÐSKIPIN segja þýskir sérfrœðingar — Ég skil ekki hvernig svart- oliunefndin hefur fengið út svona háa tölu, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, á fundi með fréttamönnum i gær. Hann var þar að svara þeirri gagnrýni scm komið hefur fram vegna þess að gæslan notar gas- oliu á skip sin en hún er mun dýr- ari en svartolia. Svartoliunefnd miðaði útreikn- inga sina við 5,5 milljón litra á ári fyrir stærri varðskipin. Tölur landhelgisgæslunnar sina hins- vegar að eyðslan er um ein milljón litra. Pétur sagði að þetta breytti ekki hlutfallinu, sparnaðurinn yrði ekki jafn mikill og svartoliu- nefnd gerir ráð fyrir. Svartolian sé eftir sem áður ódýrari. Hinsvegar telji sérfræðingar að svartolian reyndist best þegar vélar væru keyrðar undir jöfnu og nokkuð miklu álagi. Varðskipin færu aftur á móti með mjög breytilegum hraða. Keyrðu oftast á litilli ferð á annarri vélinni, stoppuðu oft og létu reka og færu svo skyndilega á fulla ferð. Pétur lagði fram skýrslu frá sér- fræðingum MAN vélaverksmiðj- anna, þar sem sagði að hægt væri að nota svartoliu á vélar við slík- ar kringumstæður, en það væri hinsvegar ekki ráðlegt. — ÓT. Lipurtó Arkitektinn Walter Gropius er helsti upphafsmaður þeirrar hugmyndar að búa til leikhús, scm sameinar margar gerðir leiksviðs i einu rúmi. Hugmynd Gropius gerir ráð fyrir að hinar óliku einingar leikhússins séu hreyfanlegar innbyrðis, og að hver eining búi yfir sjálfstæðum sveigjan- leika, þannig að henni megi breyta eft- ir þörfum. Grundvallarlinan er þvi bogi eða hringur, einingarnar hvolf eða kúlulaga. Hann visar að þessu leyti beint fram til Buckminster Fuller og stórhrings-bygginga hans, en likan af stórhring Fuller gaf að lita á föru- sýningunni i sumar. Frumdrög að leikhusi Gropius má rekja aftur til fyrsta fjórðungs þessar- ar aldar, en árið 1926 gerir hann teikn- ingu að svokölluðu „Total-theater” i samvinnu við þýska leikstjórann Er- win Piscator, sem lést fyrir tæpum tiu árum. Ekkert varð þó úr byggingar- framkvæmdum og hugmyndir Gropiusar komu ekki opinberlega fram fyrr en siðar. A leiklistarþingi i Róm 1935, kynnti Gropius hugmynd sina, og mæltist þá m.a. i þessa veru: — Hugmynd min um Total-theater miðar að þvi að búa til leikhús sem er svo liðugt, að leikstjóri getur óhindrað valið á milli þeirra þriggja gerða af leiksviði, sem liggja til grundvallar allri leiktúlkun (kassasvið, vængsvið, hringsvið). Ég þykist hafa leyst þetta með tiltölulega einföldum tæknibún- aði. Kostnaðaraukningin sem tækniút- búnaður minn hefði i för með sér, ætti að skila sér aftur, þar sem Total-theat-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.