Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. — Laugardagur 11. október 1975 — 231. tbl. Sogast vinnuafl frá Akra- nesi í málmblendiverk- smiðjuna á Grundartanga? - Sjó bak- síðu- frétt Dómur í Borgardómi: Ákvœði um vísitölubindingu óheimil í húsakaupsamningum! átti að greiða seljanda ákveðnar upphæðir upp i söluverðið, þegar vissir hlutar byggingarinnar væru tilbúnir. Ákvæði um visitölu- bindingu i samningi seljanda og kaupanda tsamningum var þetta ákvæði: ..Söluverð þessa húss er háð byggingarvisitölu frá Hagstofu tslands. Söluverð hússins er mið- að við byggingarvisitöluna 689 stig. Verði hækkun eða lækkun á vfsitölunni miðað við 689 stig á meðan að greiðslur fara fram vegna kaupa á þessu húsi, þá skal verðið breytast i sama hundraðs- hlutfalli og byggingarvísitalan segir til um á hverjum tima, en þó skal verðið breytast eftir þvi hve- nær greiðslurnar hafa verið greiddar”. Þessi samningur var gerður 4. april 1973. Þann 4. janúar 1974, sendi seljandi hússins reikning til kaupandans, fyrir visitölu- hækkunum. Hljóðaði hækkunin vegna visitölu upp á 518 þúsund krónur. Neitaði að borga hækkunina Kaupandinn sinnti ekki þessum reikningi. Hann var krafinn um greiðslu nokkrum sinnum. 2. mai 1974 fékk kaupandinn lögmann til að skrifa seljanda bréf. Þar skýr- ir hann frá þvi, að hann neiti að greiða visitöluálagið, sökum þess að það sé ólögmætt. Aðal deilumálið varð nú, hvort samningsákvæðið um visitölu- bindinguna bryti i' bága við lög frá 1966 um verðtryggingu fjárskuld- bindinga. Taldi kaupandinn að svo væri. Seljandinn hélt þvi fram að þessi lög næðu ekki til þessa samnings. Hann taldi að lögin giltu aðeins um skuldbindingar um endurgreiðslu peningaláns með vöxtum. Hinsvegar hafi kaupandinn keypt tiltekið verk af honum, samanber ákvæði i kaup- samningnum. Hann liti þvi á þennan samning sem verksamn- ing. Eins og kunnugt er, má hafa ákvæði um visitölubindingu i verksamningum. Visitöluákvæði óheimil i kaupsamningum Alit dómsins var það, að samingurinn væri kaupamning- ur. Samkvæmt lögunum frá 1966, væri þetta fjárskuldbinding, sem óheimilt væri að stofna til með ákvæðum þess efnis að greiðslur breytist i samræmi við breyting- ar á visitölu. Þvi var kaupandinn sýknaður af kröfu seljandans. Seljandinn varð að borga málskostnað, 50 þúsund krónur. Dómari var Hrafn Bragason, borgardómari, en verjandi húskaupandans var Jóhann Þórðarson, hdl. Akvörðun hefur ekki vérið tek- in, hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Búast má við að þessi dómur hafi mikil áhrif. Það hefur tiðkast ' i mörg ár, að hafa slik visitölu- ákvæði i kaupsamningum. Efa- laust hafa margir húsakaupendur greitt hækkun vegna vfsitölu þegjandi og hljóðalaust. Slikir samningar eru gerðir enn. En niðurstaða dómsins var sem sagt ' sú, að slikt væri óheimilt. NVJA TISKAN: „Fallhlífarstökksbúningur" Fallhlifarstökksbúningur'. Þetta tiskufyrirbrigði tröllriður nú öllu i Bandarikjunum. Time birtir grein um þennan búning sem gengur nú yfir eins og alda. Og aldan gengur ekki aðeins yfir Bandarikin, hún hefur náö hingað. Stúlkan á myndinni cr i einurn slikum, en það er verslunin Bazar. sem býður fyrst allra hér upp á búninginn. Eigandinn, Fanný Jónsdóttir, á revndar sjálf stóran hluta í sniðinu á þessum. Það þykir hentugt aö nota búninginn i vinnuna, til dæmis utan yfir rúllukragapey su. Kannski áhugamenn uin fali- hlifarstökk fái lika áhuga! Og i lokin þá getum við frætt ykur á þvi að svona búning fá má i beige-lit og bráðlega i svörtuin gljáandi lit. -EA/Ljósni. Loftur. Óheimilt er að hafa ákvæði um hækkun vegna bvggingarvisitölu i húsakaupsamningum. Þetta er niðurstaða dóins sem kveðinn var upp i Borgardómi fyrir stuttu. Þessi dómur á efa- laust eftir aö hafa inikil áhrif, þvi margir seljendur húsa hafa sett þessi ákvæði i samninga við kaupendur að húsunum. Málið kom til Borgardóms fyrir rúmlega ári siðan.Maður nokkur hafði keypt af fyrirtæki keðjuhús við Hliðabyggð 3 i Garðahreppi. Seljandi og kaupandi gerðu með sér kaupsamning. Kaupandi Vísir með Jóhannesi Eðvaldssyni í einn dag — Sjó myndaopnu bls. 4-5 — ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.