Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 16
16 VÍSIR. Laugardagur 11. október 1975. D KVÖLD | r* □AG | D KVÖLQ | O □AG | L! KVOLD | Sjónvorp sunnudai Sjónvorp kl. 18.00 sunnudog: Bessi syngur Aro- vísur — í okkor . Aravísur kannast á- reiðanlega flestir við. Við fáum að heyra þessar skemmtilegu visur i sjónvarpinu á morgun og það er eng- inn annar en Bessi Bjarnason sem ætlar að syngja þær. Þetta er einn liðurinn i Stundinni okkar, sem Stundinni hefst klukkan sex á morgun. Auk þess verður svo sýnd önnur teiknimyndin um kóng- inn i litla bænum i land- inu, sem kennir þegn- um sinum umferðar- reglurnar. Nokkrar stelpur syngja lög eftir Sigurð Grimsson og fleira skemmtilegt verður á dagskrá. —EA Hér er Þórarinn Guðnason kvikmyndatökumaður á Raufarhöfn. W ATTU MINNINGAR m • • FRA RAUFARHOFN? — sjónvarpsmenn heimsóttu staðinn og sýna árangurinn í kvðld Sjálfsagt eiga margir ágætar minningar frá Raufarhöfn. Þeim gcfs t kostur á að rifja þær upp þcgar dagskrá sjónvarpsins hefst annað kvöld. Meðal efnis er nefnilega þátt- ur um Raufarhöfn og Sléttu. Ómar Ragnarsson brá sér á- samt fleiri sjónvarpsmönnum á staðinn ihaust. í leiðinni stöldr- uðu þeir við á bæjunum Leir- höfn, Höskuldarnesi og Orma- lóni. 1 dagskrárkynningu segir m.a.: „Margir óttast, að nyrsta byggðarlag Islands leggist i eyði, eftir að sildarævintýrið er á enda þar.” Eitthvað náhar um það sjáum viðíkvöld, kl. 20.35. Kvikmynd- unannaðist Þórarinn Guðnason. —EA Bessi virðist skemmta sér hið besta á æfingu i Þjóðleikhúsinu SJÓKVARP • Laugardagur ll.október 17.00 íþróttir Enska knatt- spyrnan o.fl. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir i vanda Breskur gamanmyndaflokkur. Glópurinn Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Eins konar jass IV Pálmi Gunnarsson, Erlendur S.vavarsson, Magnús Eiriksson, Halldór Pálsson og Úlfar Sigmarsson leika nokkur kunn”jasslög. Þátt- urinn var tekinn upp i febrúarmánuði siðastliðn- um. Stjórnandi upptöku Egill Eðvarðsson. 21.30 Refurinn (Honey Pot) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1967. Leikstjóri Joseph Mankiewicz. Aðalhlutverk Rex Harrison og Susan Hayward. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Eng- lendingur, sem búsettur er i Feneyjum, ákveður að nota hugmynd úr leikritinu Vol- pone til að afla sér fjár. Hann boðar til sin þrjár fyrrverandi vinkonur sinar, læst vera dauðvona og telur hverri þeirra trú um, að hún ein muni erfa hann. Þær koma færandi hendi. Ein kvennanna er reyndar eiginkona hans og kemur ásamt þjónustustúlku sinni. Nótt eina er >iginkonan myrt, og fer þá þjónustu- stúlkuna að gruna ýmislegt. 23.40 Dagskrárlok Sunnudagur 12. október 18.00 Stundin okkar 1 þessum þætti verður sýnd önnur teiknimyndin um kónginn i litla bænum i.litla landinu, sem kennir þegnum sinum umferðarreglurnar. Bessi Bjarnason syngur Aravisur eftir Stefán Jónsson. Tveir þjófar brjótast inn i hesthús Mússu, en hún kann ráö til að reka þá burtu. Nokkrar stelpur syngja lög eftir Sigurð Grimsson, og loks verður sýndur annar flokkur myndaflokksins um litla bangsann Misha. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og aug- lýsingar 20.35 Heimsókn á Raufar- höfn og Siéttu Margir óttast, að nyrsta byggðarlag íslands leggist I eyði, eftir að slldarævintýriö er á enda þar. Sjónvarpsmenn heim- sóttu Raufarhöfn i haust og stöldruðu i leiðinni við 'á bæjunum Leirhöfn, Höskuldarnesi og Ormaióni. Kvikmyndun Þórarinn Guðnason. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 21.25 Allra veðra von Bresk framhaldsmynd 6. þáttur. Hvar er Shiriey? Efni 5. þáttar: Tom Simpkins ber fram bónorð við Normu Moffat, en henni finnst of skammt liðið frá láti manns sins til að geta tekið ákvörðun. Philip Hart býöur sig fram i bæjarstjórnar- kosningum á móti Simp- kins. Hann hefyr ekki séð Andreu Warner I marga mánuði. Andrea verður fyrir bil og handleggs- brotnar, og Philip er fyrsti maður á vettvang. Shirley er æ sjaldnar heima, og kvöld eitt fer Nick að leita hennar. Hann finnur hana á krá, þar sem hún er með Don Bedford, vandræða- unglingnum, sem rekinn var frá fyrirtæki Simpkins. Shirley neitar að fara heim með Nick, og hann segir henni þá, að Tom Simpkins sé faðir hennar. Um nóttina hringir Norma til Toms og segir honum, að Shirley sé hlaupin að heiman. Þýðandi 'Óskar Ingimarsson. 22.20 Litið inn hjá Liv Ull- mann Norsk blaðakona ræðir við leikkónuna Liv Ullmann að lokinni frum- sýningu á Broadway á Brúðuheimili Ibsens. Þýð- andi Ragna Ragnars. (Nordvision-Norska sjón- varpið) 22.45 Aö kvöldi dags Séra Kolbeinn Þoreifsson flytur hugvekju. 22.55 Dagskráriok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.