Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 11.10.1975, Blaðsíða 3
VtSIR. Laugardagur 11. október 1975. 3 Styttan af ólafi Thors f Hljöm- skálagarðinum, sem var afhjúp- uð fyrir nokkrum árum. Stytta af Olafi Thors afhjúpuð í Keflavík A morgun, sunnudaginn 12. október kl. 3 e.h. verður afhjúpuð myndastytta af Ólafi Thors sem reist hefur verið á. opnu svæði milli Brekkubrautar og Hringbrautar i Keflavik. Listaverkið er eftir Aka Gránz. Styttuna afhjúpar frú Ingibjörg Thors, ekkja Ólafs Thors. Myndastytta þessi er fyrsta útilistaverkið f Keflavik og hafa ýmis fyrirtæki og einstakingar i kjördæminu staðið fyrir gerð hennar. Stutt við bakið á pólitískum föngum: Samviskuviko á sunnudag hefst ,,Við vinnum að málefnum langtimafanga, fanga sem hafa setið inni i 15-20 ár, og eru „gleymdir”. Það er sameiginlegt nteð öllum þessu fólki að það hef- ur verið sett i fangelsi vegna skoðana sinna, pólitfskra, trúar- legra eða siðferðislegra, sem hafa brotið i bága við skoðanir viðkomandi stjornvalda.” Þannig svaraði Ingi Karl Jóhannesson, er Visir spurði hann um starfsemi Amnesty International. Samviskuvikan hefst núna á sunnudaginn, 12. lktóber. 1 tengslum við hana verður al- mennur fundur á Hótel Esju kl. 20.30 á sunnudag, þar sem Martin Ennals, framkvæmdastjóri A.I. mun skýra frá þvi sem efst er á baugi hjá alþjóðasamtökunum og greina frá helstu verkefnum þeirra Ináinni framtið. Þá verður einnig fjallað um Islandsdeildina, vetrarstarf hennar og fjár- öflunarherferð. Þá er og í ráði að f jölmiðlar taki að sérkynningu á 16 föngum sem sitja I fangelsi iýmsum löndum af ofangreindum orsökum. Einnig munu samtökin leita til al- mennings um fjárhagsstuðning til styrktar starfseminni. „Lögfræðileg aðstoð, föngun- um að kostnaðarlausu, er mikill þáttur i starfinu. Við reynum að styja við bakið á fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Við sendum mótmælabréf til viðkomandi yfir- valda og notum alla þá löglegu pressu sem við getum til að fá fangana lausa. Rauði þráðurinn i þessari starf- semi er mannréttindayfirlysing Sameinuðu þjóðanna, i hana vitn- um við sifellt,” sagði Ingi Karl. Þess skal að lokum getið að skrifstofa samtakanna er nú flutt á Amtmannsstig 2 og verður hún opin alla næstu viku milli kl. 5 og 7. Fólk sem hefur áhuga á þessum málum er hvatt til að koma á fundinn á Hótel Esju. -eb- Fékk 50 þúsund krónur í Tropicana-fernu „Þetta er i fyrsta sinn á æv- inni, sem ég hef verið svona lieppin. Ég hef til dæmis aldrei unnið i dappdrætti.” Þetta sagði Hólmfriður Stefánsdóttir frá Akureyri, sem fékk 50 þúsund krónur fyrir að drekka úr ann- arri milljónustu Tropi- cana-fernunni. Hólmfriður var i Lands- spitalanum eftir uppskurð á mjöðm, þegar peningarnir komu. Hún er ellilifeyrisþegi, og hefur þvi vafalitið nóg að gera við aurana. Hún sagði að þetta væri allt frænda sinum að þakka, Guð- steini Þengilssyni, lækni. „Hann veit hvað mér þykir Tropi- cana-appelsinusafi góður og færði mér fernu hingað á spital- ann, þegar ég var að vakna eftir uppskurðinn. Þegar hann var að hella úr fernunni fyrir mig kom plastpoki með ræmunni i ljós of- an I fernunni.” Þannig eignaðist Hólmfriður 50 þúsund krónur og vart gátu peningarnir i betri hendur komist. — Guðsteinn keypti fernuna i KRON-verslun við Alfhólsveg. Myndin er af þeim Davið | Scheving Thorsteinssyni, Guð- steini Þengilssyni og Hólmfriði Stefánsdóttur. „Hef aldrei verið svona heppin áður" Opnið fyrír skátunum i dag, laugardag, er hinn árlegi merkjasöludagur skátanna. i fréttatilkynningu frá Bandalagi islenskra skáta segir: ’ „Þetta er hin eina opinbera fjáröflun skátanna og aðaltekju- liður. Viljum við þvi beina þeim tilmælum til landsmanna að opna dyrnar fyrir skátunum og styrkja þá með þvi að kaupa af þeim merki. Agóðinn rennur beint til styrktar starfscmi félaganna I hverju byggðarlagi”. Hœttuakstur á vél- hjólum í Breiðholti Akstur pilta á vélhjólum eftir gangbrautum i Efra-Breiðholti hefur undanfarnar vikur skapað slæmt hættuástand. Nota piltarn- ir gangbrautirnar sem hrað- brautir og aka eftir þeim á mikl- um hraða, oft i hópum. Þrátt fyrir itrekuð afskipti og viðvaranir lögreglu halda pilt- arnir uppteknum hætti og valda mikilli slysahættu fyrir börn og aðra gangandi vegfarendur. Sérstaklega er það löng og bein gangbraut við Iðufell, sem pilt- arnir sækja á. Þar hefur vélhjóla- aksturinn þegar valdið einu al- varlegu sjysi, auk minni óhappa. Lögreglan vill gjarna koma þvi 'á framfæri við pilta þessa, að gangbrautirnar séu ekki ætlaðar öðrum en gangandi vegfarendum og að akstur vélhjóla eftir heim skapi slysahættu, sem þeir sjái ekki fyrir endann á. Ógætilegur og ábyrgðarlaus akstur vélhjóls getur haft i för með sér upptöku ökuleyfis, svo og það að hjólin verði tekin af þeim. Benda má á i þessu sambandi, að hlaupi barn út á gangbrautina, framan við vélhjól á ferð, á öku- maður þess oft litinn eða engan kost að afstýra slysi. Einkum ef hjólið er á mikilli ferð. 1 sliku tilviki væri ökumaður vélhjólsins með öllu ábyrgur, þvi að honum eróheimilt að aka hjól- inu á brautinni og er þvi i fullum órétti. Afbrot unglinga i umferðinni og ábyrgðarleysi getur meðal annars leitt til þess, að viðkom- andi fái ekki að taka bilpróf þegar hann hefur aldur til. Getur hann þurft að biða einu ári lengur en jafnaldrar hans, jafnvel lengur en það. Vilja nómslán og engar refjar A stúdentafundi, sem haldinn var I gær, föstudag, var þvi harðlega mótmæit, að Lánu- sjóði islenskra námsmanna skuli enn ekki hafa verið tryggt nægilegt fjármagn til að geta staðið i skilum við námsmenn með haustlán. Fundurinn krefst þess, að stjórnvöld reki þegar i stað af sér slyðruorðið og útvegi sjóðn- um það sem á vantar svo að unnt sé að úthluta lánum með sama hætti og tíðkast hefur. Þar sem Alþingi er nú að hefjT ast, telur fundurinn rétt, að undirstrika þær kröfur, sem gerðar eru til Alþingis við af- greiðslu fjárlaga. Fundurinn vill, að Alþingi tryggi að lán nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum námskostnaði. Fundurinn bendir á vanda, sem Félagsstofnun stúdenta eigi nú i vegna ónógs stuðnings af opinberri hálfu. Þvi er mótmælt harðlega, að rikisvaldið fari með framlög til námslána, sem einhverja ópersónulega rekstrarstærð i rikisbókhaldinu. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 16. október kl. 20.30. Stjórnandi: Alun Francis Einleikari: Agnes Löve. Flutt verður JO 1975, nýtt hljómsveitar- verk eftir Leif Þórarinsson, Pianókonsert i A-dúr eftir Mozart og Sinfónia nr. 3 eftir Schumann. Aðgöngumiðar i bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig 2 og bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Auglýsing um starf ó Bœjarskrifstofum Sauðárkrókskaupstaðar Starf skrifstofustjóra er laust til umsókn- ar. Skrifleg umsókn óskast send bæjar- stjóranum á Sauðárkróki, bæjarskrifstof- unum við Faxatorg, fyrir 22. október. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.