Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 2
2 j Yísir. Mánudagur 13. október 1975. TÍSm 5F7&: Er nóg af skemmtistöð- um i Reykjavik? Jón ilauksson, nemi:— Nei, þeir eru ekki nógu margir. Að minnsta kosti er allt of mikill troðningur á hverjum stað. Annars er ég ný- fluttur hingað, svo að ég er ekki mjög kunnugur þessu. Arný Jóhannesdóttir, nemi: — Ekki fyrir aldurinn 16—18 ára. Það er enginn staður fyrir krakka á þessum aldri. öll áhersla er lögð á staði fyrir eldra fólk. Ólafur Þór Jónsson, starfsmab- ur: — Nei, ekki réttu skemmti- stööunum. Ég vil hafa staðina lokaðri. Reyndar vil ég hafa prtvat-klúbba. Að minnsta kosti ætti að leyfa þá. Anna Björnsdóttir, nemi: — Nei, ekki fyrir aldurinn 17 ára að minnsta kosti. Það er enginn staður fyrir þeniun aldur. Benedikt Blöndal, hæstaréttar- lögmaður: — Feikinóg. Ingibjörg Karlsdóttir, hús- móðir: — Já, alveg yfirdrifið. Nei, ég sæki þá aldrei. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Burt með flutningabilana Húsmóðir í Smáíbúðahverfinu hringdi: Þetta átti að vera friðsælt og rólegt hverfi, en ég verð nú að kvarta samt. Það fyllist hérna gatan af flutningabilum frá Pétri og Valdimar á Akureyri og hráoliudrullan frá þeim er út um alla götu. Þetta eru heldur ekki neinir smábilar, þetta er eins og sum- arbústaðir. Það drynur um allt Rusl ó lóðum Húseigandi I Hafnarfirði hringdi: Ég er búinn að búa i noröur- bænum i Hafnarfirði i nokkur ár. Þetta er ágætishverfi að flestu leyti, en þó ber þar nokkurn skugga á. Það fer mjög i taugarnar á mér hvað einstaka húseigendur trassa að ganga frá húsunum að utanoglóðinni umhverfis. Þetta er til angurs fyrir aðra ibúa hverfisins, sumir eru jafnvel svo slæmir að þeir reyna ekki að taka til á lóðunum, það liggur hjá þeim drasl og dót i megn- ustu óreiðu. þegar þeir setja bilana i gang eldsnemma á morgnana og reykjarstybbuna leggur jafnvel inn um svefnherhergisglugg- ana. Auk þess skapar þetta slysahættu þegar bilunum er raðað rétt við götuna. Bilstjórarnir verða auðvitað að búa einhvers staðar þegar þeir eru i borginni, en geta þeir ekki geymt ökutækin annars staöar? Mig langar þvi til að grennsl- ast eftir hvort þvi séu engin tak- mörk sett hvað menn geti dregið lengi að ganga frá húsum og lóðum ? Visir lagði þessa spurningu fyrir bæjarverkfræðing í Hafn- arfirði og veitti hann eftirfar- andi upplýsingar: Þegar nýjum lóðum er úthlut- að fylgja þau ákvæði að lokið sé við frágang húss og lóðar innan þriggja ára, og er þá yfirleitt miðað við að þeim framkvæmd- um sé lokið i siðasta lagi við fyrstu áramót eftir þriggja ára frestinn. Ef húseigendur framfylgja ekki þessum ákvæðum, eru þeir áminntir vinsamlega til að byrja með, en láti þeir sér ekki segjast getur orðið þörf á að setja meiri hörku i málið, sér- staklega ef nágrannarnir kvarta. Bæjaryfirvöld hafa heimild til að láta framkvæma þennan frá- gang á húsi og lóð á kostnað eig- andans, en það er neyðarúrræði og til þess hefur ekki verið grip- ið enn. Vísir hafði samband við Pétur Jónsson, forstjóra stöðvarinnar á Akureyri, og hann kvað þetta vera hálfgerð vandræði. Það væri ekki um marga staöi aö ræða i borginni til að hafa bil- ana á, þarna hefðu bílstjórarnir fengið leigt og húseigendir vitað um atvinnu þeirra. Hann sagð- ist viðurkenna að þeir kæmu stundum seint á kvöldin en þeir færu yfirleitt ekki af stað á Arelius Nielsson skrifar: „Dapurlegar voru fréttirnar um ökumenn siðastliðinn mánu- dag. Þrjátiu teknir ölvaðir viö akstur um helgina i Reykjavik, fimm á Akranesi, þrir i Kópa- vogi, tveir á Keflavikurflug- velli. Auk þessa var sagt frá 16 ára pilti á Skaganum sem fór hamförum fullur og braut með bifreiö sinni bæði hurðir og glugga. Tjónið nam tugum þúsunda. Af þessum 30 i Reykjavik voru 5 konur. Samt eru nú konur i miklum minnihluta sem öku- menn og hafa þvi ekki jafnast enn við karla i þessum „stræta- leik” i umferðinni um hinar löngu helgar, frá föstudegi til mánudagsmorguns. Auk þessara frétta sagði þar i sama blaði frá „tjöruslag”, rúðubrotum þar sem sextug stelpa sendi Skiltagerðinni kveðjur með grjótkasti, ung- lingi á Asvallagötu á stolnum bil, ölvun og skagsmálum við Hótel Borg. Siðasta fréttin likt og deyjandi bergmál þessa fagnaðar i borg- inni átti svo fyrirsögnina: morgnana fyrr en milli 8 og 9. Ef þeir hugsanlega gætu feng- ið bilastæði annars staðar, hefði það i för með sér að bilstjórarn- ir yrðu að taka leigubila til og frá svefnstað. Hins vegar vildu þeir ekki gangast við hráoliu- drullunni, og kvaðu upptaka hennar vera að leita i gömlum bil sem lengi hefði staðiö við götuna og væri ekki á þeirra vegum. „Dauðaslys i umferðinni á Hverfisgötu”. Þegar þess er gætt að helgar ársins eru margar, minnsta kosti 52, þótt ekki séu meðtaldar hátiðir og tyllidagar, þá er hér orðið ófrið- legt um að litast. Hvað mundi svo hiö svo- nefnda og nú orðið alvalda sönn- unargagn „statistik” (fyrir- geföu orðið fræðari) segja um tjónið i tölum, hættuna, orsák- irnar, afleiðingar andlegar og efnislegarog ættum við kannski að láta orðið siðferöileear fylgja með. Islendingar, er fólk alveg hætt að fyrirverða sig fyrir svona hluti ? Ég skora á landsmenn að fækka þessum fréttum, sem ég veit að eru sannar og sannar- lega sjálfsagðar i öllum sinum ömurleika og fáránleika. Einu sinni var sæmd og heiður einhvers virði. Fátt er meiri hætta og skömm en fiflagangur i umferð borgar. Þar er leikið með h'f og eignir, en þó ekki sfst með eigið mann- gildi og heiður.” [hornklofi] Raunalegar fyrirsagnir Stórfélld árás var birt i Þjóðviljanum s.l. miövikudag. Var hún á Gunnar Thoroddsen, borgarstjóra !! Þessi atlaga Þjóðviljamanna kemur vart vonum fyrr, þvi nú eru rúm 16 ár siðan Gunnar lét af þvi embætti. Þjóðviljinn hef- ur þar með tekið upp ákveðna hverfumafturtilfortiðarinnar- stefnu. Við megum þvi búast við þvi að fljótlega verði róið á þau gömlu stefnumið Brynjólfs Bjarnasonar að telja ekki eftir þótt nokkrir Islendingar féllu, ef slikt þjónaði málstað Rússa eins og þá var mælt. Kannski mun Þjóðviljinn i sama anda taka upp þráðinn þar sem hann siðast fékkst við að hundelta ungverskt flóttafólk, sem hér Dýr og ættingja þeirra. Já, Þjóð- viljinn á mikla skrá „afreks- verka” vilji hann hverfa aftur til fortiðarinnar. Bláfá t aki stóreignaflokkurinn er Alþýðubandalagiö nú nefrit manna á milli eftir sjón- varpsþáttinn um fjármál flokkanna. Þar koma fram hjá Ólati Jónssyni, framkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins að bandalagið er öreigi og sömuleiðis Þjóðviljinn. Þannig ætti hvorugur aðilinn Þjóðvilja- húsið við Skólavörðustig, heldur byggju þeir þar fritt vegna göfugmennsku einhverra huldu manna. Þá ætti Mál og 'menning ekki hús Mál og menningar heldur eitthvert hlutafélag, en það hlutafélag ættu saman nokkrir huldumenn og önnur hlutafélög. Þá ætti Alþýðubandalagið ekki hús sitt á Grettisgötu, heldur ætti það hlutafélag, sem nokkrir velunnarar ættu saman. Þjóð- viljahúsið, sem Þjóðviljinn er nú að reisa væri ekki eign Þjóbviljans, heldur eign ónafn- greindra vina Þjóðviljans. Hlutafjáreign Alþýðubanda- lagsins i prentsmiðjunni Hólum væri alls ekki eign Alþýðubandalagsins heldur ein- hverra manna, sem létu Alþýðubandalagið fara með hlutafé sitt. Þótt Pétur hafi stúderaö hlutafélög um nokkurt skeið, getur vel verið að hann misfari með eitthvað af ofan- verðu, enda hefur Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn braska svo með hiö kapitaliska viðskiptafr.rm að vandratað er i hlutafélaga- og sameignaskógi þessara aðila. En niðurstaðan er samt sú að þrátt fyri stóreignir tekst Alþyöubandalaginu og Þjóöviljanum aðvera eignalaus — á pappirnum. En svo furðar Þjóðviljann i skinhelgi sinni, hvernig stór- eignamönnum tekst að svikja undan skatti og braska með eignir. Blaðið ætti að litaieigin barm. Pétur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.