Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Mánudagur 13. október 1975. 7 mátt vera i vinnu þegar at- vinnurekendum hefur hentað og við höfum verið sendar heim, þegar þeim hefur hentað svo.’ kvennafriinu verði góð. Sam- kvæmt þvi sem málin standa i dag, er heldur ekki ástæða til að ætla annað. Enn virðast þó sumar konur ekki hafa tekið af- stöðu, og nokkrar eru mótfalln- ar kvennafriinu. Við höfðum samband við nokkra vinnustaði i borginni og forvitnuðumst um hvort náðst hefði samstaða um að leggja niður vinnu þennan umrædda dag, 24. október. Hagkaup lokað? Þegar við höfðum samband við deildarstjóra í Hagkaup, önnu Stefánsdóttur, átti eftir að halda fund um málið. Fundurinn var haldinn sam- dægurs, og upplýsingarnar létu ekki á sér standa. Samþykkt var að fara i fri, og rikti mikill ein- hugur. Að minnsta kosti 90% voru fylgjandi. Það má liklega slá þvi föstu að verzluninni verði að loka þennan dag. Blöðin stöðvast. Hve morgir stoðir skyldu loko 24. október? Fleirí bœtast í hópinn Konurnar i verslun Sláturfélagsins i Glæsibæ hafa ekki tekið ákvörðun um að leggja niður vinnu 24. október. Loftur tók myndina þar sem þessar tvær voru að snyrta kjöt. Mjólkurbúðir lokaðar? Svo virðist sem flestar sem starfa i mjólkurbúðum Mjólkur- samsölunnar vilji taka fri þennan dag. Þegar viö höfðum samband við Hallveigu Einarsdóttur, for- mann ASB sagði hún að félagið sem slikt tæki enga ákvörðun. I þvi eru tæplega 300 konur, þar af rúmur helmingur sem starfar hjá Mjólkursamsölunni. Hall- veig sagði að eftir þvi sem hefði verið „hlerað; þá væru senni- lega flestar fylgjandi þvi að fara i fri. „Ekkert rætt nema í glensi" „Við höfum ekkert rætt þetta nema i glensi enn sem komið er; sagði Jenný Sveinbjörnsdóttir, sem starfar hjá Sláturfélagi Suðurlands i Glæsibæ. „Sumar eru með og sumar á móti’sagði hún. „Ég held samt að minnihlutinn sé fylgjandi. Þetta á þó allt eftir að koma betur i ljósi Hún sagði að engri hefði verið Ekki er hægt að imynda sér annað en að útgáfa blaðanna stöðvist þegar að kvennafriinu kemur. Stúlkurnar 12, sem „hafa lykilaðstöðu” i Blaða- prenti, eins og sagt er, ætla að leggja niður vinnu, og þegar þær gera það, er ekkert hægt að „setja”. „Þó að við þurfum ekki að berjast fyrir launajafnrétti, þá er það ýmislegt annað sem gerir það að verkum að við leggjum niður vinnu. Þó ekki séð nema það að standa með þeim konum sem eiga við misrétti að búa”, varð nokkrum að orði, sem við spjölluðum við i Blaðaprenti. „Ekkert rætt á mínum slóöum" Þegar við höfðum samband við Kristinu Snæhólm, yfirflug- freyju hjá Loftleiðum sagði hún: „Ég hef ekkert heyrt málið rætt á minum slóðum: Aðspurð kvaðst hún persónu- lega ekki vera hlynnt kvennafri- inu. ,,Engin ákvörðun ennþá" Við hringdum til stúlknanna sem vinna við Landssimann. Akveðið hefur verið að stúlkur hjá Talsambandinu leggi niður vinnu. Landssimastúlkurnar sögðust hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun, en gera það væntanlega á næstunni. Stöðvast fréttir sjónvarps? Einhugur virðist rikja hjá Sjónvarpinu um að leggja niður vinnu þennan dag. Þar standa málin þannig, að tvær konur eiga að vera á fréttavakt af þeim 5 fréttamönnum sem eiga vaktina þennan dag. Konur sjá um það að senda út fréttirnar. Hins vegar eru til karlmenn sem geta tekið við þvi að senda út fréttir, hvort sem þeir nú gera það eða ekki. Um auglýsingar er það að segja, að tvær konur sjá um þær. Auglýsingar fyrir þennan dag eru tilbúnar daginn áður, sem er fimmtudagur. Aftur á móti eiga auglýsingar þær sem birtast á mánudagskvöld aö vera tilbúnar á föstudeginum. Þá er venjulega gengið frá þeim. Enginn vandkvæði ættu hins vegar að vera á þvi að senda út dagskrá eftir fréttir. Hver og ein tekur ákvörðun fyrir sig Við höfðum samband við Bæjarútgerðma og spjölluðum við Stellu Stefánsdóttur, trún- aðarmann. Hún sagði: ,,Hér hefur ekki verið tekin nein ákvörðun. Viö höfum aðeins tekið ákvörðun hver fyrir sig. Þó held ég að konurnar séu frekar meðmæltar þvi að taka sér fri. Ég tel miklar likur á að svo verði.’ Við spurðum Stellu að þvi hvort nokkuð hefði borið á þvi að konum hefði verið hótað upp- sögn? „Nei, það kemur ekki til greina i okkar stétt. Við höfum hótað með uppsögn, þótt hún tæki þátt i frii. Ennfremur sagði Jenný. að þó þær færu i fri, þá gætu karlmennirnir sennilega haldið verzluninni opinni. þeir væru það margir. __EA Starfsstúlkurnar i Hagkaup eru ákveönar 1 þvl aö leggja niöur vinnu. Þaö verður aö gera ráð fyrir að þeirri verslun, ásaint l’leiri stööum, verði að loka. Rœtt við elsta nemanda Fiskvinnsluskólans #/Líst vel ó nómið n „Ég hef lengstum verið sjómaður, en vegna þess að ég varð fyrir slysi varð ég að hætta til sjós. Þar sein ég hef alltaf unnið við fisk sá ég ekkert betra en að fara i fiskiðnskólann.” Þetta segir ölver Guðnason frá Eskifirði sem i haust byrjaði iFiskvinnsluskólanum. ölver er elsti nemandi skólans. „Mér list vel á námið, heldur Ölver áfram, það er nauðsyn- legtfyrir alla þá sem ætla i fisk- 'mat, verkstjórn eða að reka fiskverkun. t haust byrjaði námið um miðjan ágúst með verklegu og stóð það i mánuð. Nú stendur hins vegar yfir bóklegt nám, en i janúar byrjum við aftur i verk- legri kennslu.” Við spyrjum ölver nú hvernig honum þyki ab byrja aftur i skóla eftir langt hlé, „Mér var ákaflega vel tekið þegar ég byrjaði nú i haust, bæði af nemendum og kennur- um. Ég er vanur að umgangast ungt fólk og kann þvi vel. En ýmsir urðu hissa þegar þeir fréttu að ég ætlaði að setjast á skólabekk, en flestir tóku þvi vel og hvöttu mig til þess.” Ölvér Guðnason, elsti neinandi Fiskvinnsluskólans. Fáar stúlkur i skólauum „Ég er hissa á þvi að ekki skuli vera fleiri stúlkur i skólan- um en raun ber vitni, í 1. bekk eru tæplega 20nemendur, þar af aðeins 3 stúlkur. Þarna hafa stúlkur möguleika á að fá rétt- indi alveg til jafns til stráka, og i frystihúsum er kvenfólk i meiri- hluta. Mér finnst algjört lág- mark að stúlkur séu helmingur nemenda. Það kom mér lika á óvart að nemendur skuli ekki vera fleiri en raun ber vitni. Það eru ör- ugglega ástæður fyrir þvi, en mér finnst sem yfirvöld liti á skólann og yfirleitt allt verk- nám sem annars flokks stofnan- ir. Það er auðvitað fáránlegt þvi það er mikilsvert fyrir land og þjóð að fólk fari i skólann til þess að læra að gera fiskinn að verðmætri vöru. Þvi er leitt til þess að vita að nemendum i byrjendaárgöng- unum skuli sifellt fara fækk- andi.” Námið býður upp á ýnisa niögu- leika.i^ En hvað skyldu svo nemendur sem koma út úr fiskvinnslu- skóla geta gert að loknu námi? „Hægt er að fara i allt að 5 ára nám. En einnig er mögulegt að fara i þriggja ára nám, og er maður þá með menntun til þess að fara i verkstjórn við fisk- vinnslu eða fiskmat.” „Að lokum vil ég endurtaka það,” sagði ölver Guðnason, „að það sem kom mér á óvart við þennan skóla var að hér skyldu ekki vera fleiri nemend- ur og þá sérilagi að ekki voru hér fleiri stúlkur við nám. Og að fólk úr atvinnulifinu skuli ekki sækja skólann meira.” EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.