Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 10
10 VtSIR. Laugardagur 11. október 1975, Klippingar - Klippingar Hárgreiðslustofan VALHOLL Laugavegi 25. Simi 22138 þó nokkuö „Kem heim ef þetta lagast ekki hérna" — Axel Axelsson óánœgður með hvað hann fœr lítið að leika með Dankersen og hefur hótað að fara aftur heim til íslands „Efsvona heldur áfram hér hjá Dankersen, er ég ekkert aö standa i þessu lengur og kem heim i vetur” sagöi Axel Axels- son, handknattleikskappi er viö töluöum viö hann i Minden I Vestur-Þýskalandi I morgun. „Ég er kominn i einhverja ónáö hjá þessum nýja þjálfara hjá liöinu — og fæ varla aö fara inn á i leikjunum, og þaö sjaldan það kemur fyrir aöég fæ aö vera meö, er ég tekinn útaf og uppáhöldin hans — tveir þýskir landsliös- menn — sett inn á i staðinn. Þaö keyrði alveg um þverbak i leiknum okkar viö Bad Schwartau nii um helgina. Þá fékk ég rétt að koma inn á i fyrri hálfleik, og svo i tvær minútur i þeim siðari. Það skilur ekki nokkur maður i þessu hjá honum, og mikið farið að tala um þetta hér hjá okkur. En hann getur ekki gefið neinar almennilega skýringu, þegar hann er spurður. Við vorum með þennan leik i hendi okkar — vorum þrem mörkum yfir 17:14, þegar nokkrarminútur vorueftir,en þá var farið að sk jóta i tima og ótima og við máttum i lokin þakka fyrir að halda jafntefli 17:17. Ólafi Jónssyni gekk mjög vel i þessum leik — skoraði 5 mörk —flest fyrir utan, þvi hann fékk varla boita inn á linuna frá hinum. Annars leikur hann mest fyrir utan, og þá hægra megin, sem er ekki hans staða þegar ég er ekki inn á, en þá fer hann inn á linuna. Það verður þriggja vikna hlé á deildarkeppninni hjá okkur núna — landsliðið fer i æfingabúðir og leikur nokkra leiki — en ef það lagast ekki hér hjá Dankersen eftir það, þá kem ég heim. Ég get alveg eins setið á bekknum hjá Fram i vetur eins og á bekknum hér hjá Dankersen. Ég veit ekki almennilega hvernig hinum islendingunum gekk í leikjum sinum hér um helgina. Þó veit ég að Einar Magnússon átti góðan leik með Hamburg SV á móti Derschlag, sem Hamburg vann 16:14. Sá leikur var sýndur i sjónvarpinu, og þ;a sá ég Einar skora a.m.k. fjögur stórglæsileg mörk. GÖppingen, sem Gunnar Einars- son leikur með, vann einnig góðan sigur — 22:17 yfir Hofweier, sem er eitt sterkasta liðið i suður- dei’dinni.” -klp- Axel Axelsson og Kristbjörg kona hans — koma þau bæöi heim aftur i vetur? fyrir peningana! ATHUGIÐ BARA UERÐIN CA KR. ao 685.000.- Verð til öryrkja CA KR. 505.000- Shodr wmMi% nnn iiol 740.000.- Verö til öryrkja CA KR. 551.000.- Að mörgu er að hyggja, er bú barft að trvnaia Heimilistrygging SJÓVÁ bœtir tjón ó innbúi af völdum eldsvoóa, vatns, innbrota og sótfalls, einnig óbyrgóar- skyld tjón - svo nokkuó sé nef nt. SUÐURLANDSBRAUT 4 - SÍM182500 SHODH Öoe nnn co^ifOB 825.000.- Verö til öryrkja CA KR. 622.000- Sérstakt 3ILARNIR ERU AFGREIUDIP A fuLlNEiílOUM dARUM SNJODEK KjUM TEKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ A ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44 -46 KÖPAVOGI SIMI 42606 Pyrstur með fréttimar vism

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.