Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 4
4 Vísir. Mán'udagur 13. október 1975. GAKKTU INN í STOFU MÍNA... „Þakiö hriplekur, þannig að I rigningum streymir vatniö niður stig- ana. Eldvarnir eru engar i húsinu, engir kaðlar, engir neyöarstigar, engir neyðarútgangar og engin slökkvitæki. Rafmagnið hefur verið tekið af efstu hæðinni, þar sem frágangur töflunnar er með öllu ólög- legur og ieiðslur á hinum hæðunum hafa einnig verið teknar af vegna sömu orsaka. Húsnæðið er litið, þröngt og loftræsting léleg. Gangar eru þröngir, stigar brattir og moln- aðir. Snyrtiaðstaða er léleg og þrifnaður i lágmarki.” Hverju lýst er Lýsing sú, sem hér fer á und- an, getur vafalitið átt við viða um borgina. Margir aðilar sinna enn litt öryggisútbúnaði og við- haldi á húsnæði þvi sem þeir búa eða starfa i. Þó er að lik- indum sjaldgæft að opinber stofnun standi undir þessari lýs- ingu, hvað þá heldur skólar. Engu að siður er þarna verið að lýsa skóla i Reykjavik, sem rekinn er af einni af rikisstofn- unum okkar, i Austurstræti 12, húsi Framsóknarflokksins. 1 húsnæði þessu hafa um nokkurt árabil verið starfræktir tveir skólar á vegum Pósts og sima. Það eru annars vegar Póst og simaskólinn, en hins vegar Loftskeytaskólinn. Þessir tveir skólar eru um þessar mundir reknir I samein- ingu i tveim kennslustofum, einni sem tekur allt að 30 manns, ef vel er troðið og ann- arri, sem tekið getur 16 nem- endur með góðu móti. Nemendafjöldi skólanna er ekki alveg ákveðinn enn fyrir komandi vetur, en að líkindum mun hann nálgast eitt hundrað, ef ekki meir. Aö ganga i gildru Skólarnir tveir eru á annarri hæð hússins og vita gluggar annarrar stofunnar út að Austurstræti, hinnar að Austur- velli. Hvergi i húsinu er finnanlegt slökkvitæki, hvergi finnst kaðall eða neyðarstigi og enginn neyð- arútgangur er finnanlegur. t húsinu er ekki einu sinni að finna reykskynjara eða önnur tæki sem gera viövart um eld ef hann brýst út. Leiðin niður af hæðinni liggur um þröngan og vel brattan stigagang. Fyrstu hæðinni er al- gerlega lokað af með tveim eld- varnarhurðum, sem eru harö- lega læstar og ómögulegt að brjóta upp. Þá hæð hefur veit- ingahúsið Óðal lagt undir sig og gert að diskóteki. Til þess að komast út verður þvi aö halda áfram niöur enn brattari stiga, um gang, sem er rétt rúmlega dyrabreidd. Utgöngudyrnar liggja að Austurstræti. Komi upp eldur á skólahæð- inni, eða fyrir neðan hana, eru nemendur þvi lokaðir inni I gildru og eiga þess engan kost að komast ómeiddir út. A hæð- inni fyrir ofan, þriðju hæð, situr svo starfsfólk Skýrslutækni- deildar Pósts og sima, I ná- kvæmlega sömu gildrunni. líkki kannski hættu- iegt, en ákaflega vafa- samt. Rafkerfið i húsinu er jafn- gamaltþvi sjálfu og ákaflega úr sér gengið. Nýlega komu starfsmenn Rafmagnseftirlits borgarinnar á staðinn i eftirlitsferð. Tóku þeir allt rafmagn af efstu hæð hússins og einnig af lyftu, sem i þvi er, þar sem allur frágangur var ólöglegur. Einnig tóku eftirlitsmennirnir rafmagn af nokkrum leiðslum á öðrum hæðum hússins, þar sem frágangi þeirra var mjög á- bótavant.* Um rafkerfið i húsinu lét einn eftirlitsmanna þau orð falla, að það væri ef til vill ekki beint ó- löglegt, en engu að siður ákaf- lega vafasamt og lélegt. Bent skal á að lélegt rafkerfi skapar eldhættu. Þrifnaður í lágmarki Aðstaða nemenda i skólanum er að öllu öðru leyti i algeru lág- marki. Fatahengi eru engin fyrir hendi eða aðstaða til skóskipta. Nemendur þurfa þvi að sitja i kennslustundum i útiskóm og með yfirhafnir sinar hjá sér á stólbökum. Snyrtiaðstaða er sæmileg, þar sem fyrir framan hverja kennslustofu er snyrtiherbergi með klósettskál og vaski. Frammi á ganginum, sem er þröngur og loftræstingarlaus, eru tveir þriggja sæta bekkir. Þeir eru ætlaðir fyrir nemendur að sitja á i friminútum. Fyrir hádegi á föstudagsmorgni skiptast um þrjátíu nemendur á um að sitja þar, Aðrir sitja I stiganum upp á þriöju hæð eða standa á ganginum. Þessi „setustofa” nemenda er liklega um 12—16 fermetrar að flatarmáli, sem jafngildir um 1/2 fermetra á mann. — Færeyja- I OÓ\ t;yoí\d kynning FÆREYSKA: Þátttakendur mæti þriðjud. 14. okt. kl. 18 i NORRÆNA HÚSINU FÆREYJAKYNNING verður á fimmtud. kl. 18 i NORRÆNA HÚSINU. Þátttaka til- kynnist i sima 28237 á Fræðsluskrifstof- unni. Ljósm.: JIM Texti: HV Nemendur Loftskeytaskóians og Póst og simaskólans sitja i giidrunni fjóra tima á dag nú. Þegar kennsla verður hafin að fullu, verða það sex eða átta timar á dag. Skólarnireru á annarri hæð hússins. Frá gluggunum er allt að fjög- urra mannhæða fall, niður á steinstétt. Björgunarkaölar eöa stigar eru engir i húsinu. Tveir af nemendum Loftskeyta- skólans I „dagstofunni”. Bak við þau eru dyrnár á minni kennslustofunni, en skrifstofa rektors er við hliöina á henni. Til aö komast út verður að fara um þröngan gang og niöur brattan stiga. Þrepin i stiganum eru molnuð víða, þar sem þeim er ekkert haldið við. Fyrsta hæðin er lokuð af með eldvarnahuröum. Bak við þær er diskótek óðais. Rafleiðslur hanga lausar á veggjunum, en Rafmagnseftirlit Reykjavikur tók strauminn af þeim fyrir nokkru. Ilvaö inargir nemend- u r? 1 dag eru I skólum þessum rétt rúmlega fimmtiu nemendur. Þar af eru 17 simvirkjunarnem- ar á öðru ári, 11 loftskeytaskóla- nemar og 24 nemar I Póstskól- anum. ófyrirsjáanlegt er þó hve margir nemendur verða þar fyrir áramót i vetur, þvi að á- ætlað er að þarna verði haldiö töluvert af námskeiðum á veg- um Pósts og sima. Meöal þeirra sem þörf er á I vetur eru simritaranámskeið, simsmiöanámskeið, meistara- námskeið i simvirkjun, nám- skeið fyrir póstaðgreiningarfólk og námskeið fyrir póstaf- greiðslufólk. Einnig er llklegt að haldiö verði linumannanám- skeiö á vegum simans. Ef reiknað er meö að á þess- um verði um 10 manns að með- altali, þá er nemendafjöldi skól- ans þegar kominn vel yfir eitt hundrað. Reiknáð er meö að einhver hluti þriðju hæðarinnar fáist til afnota, en ekki er reiknað með a,ð endurbætur verði fram- kvæmdar á húsnæðinu sem þeg- ar er notað. Inn I þessa gildru býöur þvi Póstur og simi eitt hundrað manns i þeim tilgangi að mennta það. Gakktu inn i stofu mina, sagði.7..... —IIV Póstur og sími reka skóla í hripleku og öryggis- búnaðarlausu húsnœði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.