Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 13.10.1975, Blaðsíða 24
Mánudagur 13. október 1975. Stefnurœða forsœtisráð- herra 23. okt. Samkvæmt upplýsingum sem Visir hefur aflað sér er gert ráð fyrir að forsætisráð- herra flytji stefnuræðu rikis- stjórnarinnar 23. október n.k. Samkvæmt þingsköpum fá þingmenn stefnuræðuna af- henta sem trúnaðarmái tveimurvikum áður en hún er flutt. — ÞP. Sinnaðist við gestgjafan, hefndi sín á húsmunum hans Óvelkomnir gestir láta alitaf að sér kveða öðru hvoru i bæjariifi Reykjavíkur. Brjóta þeir jafnvel upp hús hjá mönnum og valda margs konar óskunda, ekki siður en óþægindum. Einn slikur gerði sig heima- kominn i húsi einu við Yrsufell nú um helgina. Maðurinn var gestkomandi i ibúð i húsinu og mun hafa sinnast eitthvað við hús- ráðanda, sem af einhverjum orsökum vildi ekki hafa manninn á heimili sinu. Réðst óvelkomni gesturinn i hefndaskyni á húsgögn gest- gjafans og braut þau og skemmdi. Þegar hann hafði þannig afgreitt það sem hann náði til, bætti hann um betur með þvi að brjóta dyrakarm i ibuðinni. Maðurinn var drukkinn og tók lögreglan hann i sina vörslu. -HV. Greiða fimm kr. aukalega til að fá línufiskinn ,,Við borgum 5 krónur ofan á hvert kilógramm af ýsu, þorski og steinbit, til að gera bátunum kleift að stunda linuveiðar”, sagöi Tryggvi Finnsson, for- stjóri Fiskiðjusamlags Húsa- vikur í viðtali við Visi i morgun. Þessar 5 krónur koma ofan á svokallaða linuuppbót sem allir bátar sem stunda linuveiðar fá þegar greidda. Linuuppbótin er nu 1.65 kr. „Þetta hefur verið mjög slæmt ár fyrir útgerðina. Aflinn hefur verið litill. Bátarnir eru hreinlega ekki færir um að stunda linuveiðar. Þær eru of dýrar. Þess vegna aðstoðum við útgerðina á þennan hátt,” sagði Tryggvi. Þessi uppbót sem Fiskiðju- samlagið greiðir, er óvanalega há. Ekki er vitað til að annars staöar sé greitt jafn mikil linu- uppbót. Viða er þó stutt við linu- veiöar með ýmiss konar iviln- unum i veiðarfærum eða beitu. Rekstrargrundvöllurinn i dag gefur samt ekki tilefni til að þetta sé gert. Við verðum að taka af eldri sjóðum til að greiða þessa auka uppbót. En hráefni vantar, og það skapar aftur á móti atvinnuleysi. Þvi er mikið til vinnandi að halda þessu Sangandi. Við greiðum þessa linuuppbót þó aðeins til áramóta”, sagði Tryggvi að lokum. — ÓH Eldur í Þjóðleikhúsinu KVIKNAÐI f Á BARNASÝNINGU Slökkviliðsmenn og starfs- menn Þjóðleikhússins við bakdyrnar i gærdag. Eldhús Þjóðleikhúskjallarans og Þjóðleikhússins skemmdist talsvert af eldi og reyk í gær- morgun, þegar þar kviknaði i út frá feitisiláti á eldavél. Eldurinn komst i loftræsti- kerfi hússins og barst um það inn á litla sviðið, þar sem yfir stóð sýning á barnaleikritinu „Allt milli himins og jarðar.’ Sýningin var stöðvuð um leið og eldsins varð vart og skýrði þjóðleikhússtjóri sýningargest- um frá þvi að eldur væri laus i húsinu. Bað hann börnin um að ganga rólega út úr húsinu, sem þau og gerðu. Var engrar hræðslu vart hjá þeim, en haft var eftir einum gestinum, að nú hefði komið sér vel ef Kardimommubærinn hefði verið til sýningar, þvi að þar væri slökkviliðsstjóri, sem hefði vaska og duglega hjálparmenn. Slökkvilið Reykjavikur sýndi þó, að það er hlutverki sinu vaxið, engu siður en Kardemommubæjarliðið, þvi að eldurinn var slökktur á skömm- um tima og hlaust ekki meira tjón af en svo, að sýning fór fram i húsinu i gærkvöldi. I viðtali við blaðamenn Visis sagði þjóðleikhússtjóri, að i þetta sinn hefði farið betur en á horfðist.. Atvikið sýndi glögglega nauðsyn þess að taka loftræstikerfi hússins til gagn- gerrar athugunar, en það væri orðið gamalt og uppfyllti ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. — HV NÝ REGLA UM MEÐFERÐ AFSKRIFTA TIL SKATTS — segir fjármálaráðherra Mattbias Á. Mathiesen fjármála- ráðherra mun á þessu þingi leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á skattalög- um, sem byggt er m.a. á athugunum, er fram hafa farið á meðferð afskrifta til skatta og ,söluhagnaðar i þvi sambandi. Vegna þeirra umræðna, sem að undanförnu hafa orðið um skattamálin spurði Visir fjármálaráðherra i morgun hvort vænta mætti aðgerða af hans hálfu i þeim efnum. Fjármálaráðherra minnti i svari sinu á yfirlit það um skattaverkefni, sem hann gaf við þriðju umræðu fjárlaga i fyrra. Þar hefði hann gert grein fyrir þeirri vinnu við skatta- lagabreytingar, sem hann hefði talið nauðsynlegt að fram- kvæma, þar á meðal hefði hann vakið sérstaka athygli á nauð- syn þess að endurskoða reglur um skattlagningu fyrirtækja, m.a. meðferð afskrifta til skatts og söluhafnaðar i þvi sambandi. Auk þess hefði hann sl. vor gefið yfirlýsingu um sérgköttum hjóna. Aðspurður sagðist fjármála- ráðherra ætia að leggja á þessu þingi fram frumvarp, sem m.a. yrði byggt á niðurstöðum þeirra athugana, er fram hefðu fariö á þessum atriðum og ýmsum fleirum. Fjármálaráðherra sagðist að- spurður ekki hafa haft tækifæri til þess að grandskoða athuga- semdir prófessors ólafs Björns- sonar um neikvæða tekjuskatt- inn og skattamisréttið, sem birtust i Visis fyrir skömmu. En fljótt á litið sýndist honum, að hann gæti verið á sömu skoðun og Ólafur Björnsson um þetta efni. — ÞP. KONA í FORSETASTÓLI Á AKUREYRI „Ég er nú bara vara varaforseti bæjarstjórn- ar“, sagði Soffía Guð- mundsdóttir á Akureyri og hló við er Vísir haf ði sam- band við hana í morgun. Soffia, sem er forseti bæjar- stjórnar i fjarveru Vals Arnþórs- sonar og Ingólfs Arnasonar, vildi litið segja um bæjarmálin á Akureyri svona undirbúnings- laust, en gaf okkur hins vegar fúslega upplýsingar varðandi þátttöku I kvennafrii á Akureyri 24. október. „Það var fundur hérna i gær sem boðað var til á vegum nefnd- ar um jafnréttismál, 70 konur úr öllum stéttum, húsmæður og úti- vinnandi konur mættu og það var gott hljóð i þeim. Rætt var um undirtektir á vinnustöðum, málið hefur litið verið athugað i frystihúsinu, en i verksmiðjum Sambandsins virðast konur ætla að leggja niður vinnu upp til hópa. Akaflega margir lita á það sem sjálfsagðan hlut að konur fari I fri þennan dag, og svo eru enn tiu dagar til stefnu. Fundurinn i gær var sá fyrsti um þetta mál. Það er meiningin að hafa opið hús allan daginn, e.t.v. á öðru hvoru hótel- inu, þar verða flutt ávörp leikþættir, söngur o.fl., það getur að visu orðið svolitið erfitt þar sem svo margar konur vinna á hótelunum.’ Að lokum sagði Soffia Guð- mundsdóttir, er Visir spurði um væntanlegan stuðning karlmann- anna við kvennafridaginn: „Ja, við ætlumst til að karlarn- ir verði heima með börnin 24. október eða fari með þau i vinn- una.’ — EB. SOFFIA GUÐMUNDSDÓTTIR Á Akureyri ó laugardag og síðasti fund- urinn í kvöld Fundir BSRB og aðildarfélaga um verkfallsrétt hafa gengið mjög vel. Ætla má, að hátt á fjórða þúsund manns hafi sótt þessa fundi. Nú um helgina áttl að halda þrettán fundi. Þessi mynd var tekin, þegar fundur var að hefjast á Akureyri á laugardag. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sést hér ásamt nokkrum opinberum starfsmönn- um á Akureyri i fundarbyrjun. Þetta var nlundi fundurinn, sem Kristján hefur sótt. Fundahöldunum lýkur svo með sameiginlegum fundi fyrir alla félagsmennbandalagsfélaganna i súlnasal Hótei Sögu f kvöld klukk- an 20:30. — AG —■ Ljósm. BG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.