Tíminn - 26.10.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1966, Blaðsíða 3
WIÐVIKUDAGUR 26. október 1966 TÍMiNN í SPEGLITÍMANS Brezkur fjallgöngumaður komst lífs af fyrir skömmu úr fjallgöngu í Pakistan, eftir að hafa hrapað ca. 200 metra. Umræddur Breti og vinkona hans sem var bundin við hann féllu fram af snjóhengju mik- illi og lentu í snjóskafli mikl- úm 200 metrum neðar. Karl manninum tókst að grafa sig upp úr snjónum en stúlkan mun hafa látizt í fallinu eða kafnað í snjónum. Bretinn fannst síðan eftir 3 daga af þyrilvængju, sem send hafði verið til þess að grennslast eft ir ferðalöngunúm. ★ Tveir ' menn sem verifuðu rauðum ljóskerum á hraðbraut einni í Englandi til merkis um það að slys hefði átt sér stað, áttu fótum sínum fjör að launa þegar sportbíllinn kom á fullri ferð keyrði mitt á milli þeirra og hafnaði síðan á hinum sem lent höfðu í árekstrinum. Bílstjóri sportbíls- ins var Peter Townshend aðal- gítarleikarinn í bítlahljómsveit inni the Who. Hann var sekt- aður um 25 pund fyrir vikið. ★ Erhard kanslari Vestur- Þýzkalands varð eldrauður í andliti um daginn á ráðstefnu einni sem haldin var í Bonn. Gekk hann af fundi í mótmæla skyni vegna ræðu sem verið var að halda. Ræðumaður sagði sem svo, „hvernig hægt færi að ætlast til þess að starfs- mönnum hins opinbera að vera löghlýðnir, þegar þeir menn sem kosnir væru j ábyrgðar- stöður brygðust algerlega trausti manna. Þegar Erhard hafði gengið út hylltu hinir þúsund fundarmenn ræðu- mann ákaflega. ★ Þrjú orð, sem 2Vz tonna vatnahestur hafði lært á cirkus árum sínum í Englandi björg- uðu lífi 17 ára drengs fyrir nokkru. Þau voru Harry, opnr aðu, opnaðu! Harry hikaði síð- an andartak en síðan opnuð- ust hinir gríðarstóru skoltar hans og hin 17 ára lifandi bráð slapp úr gini skepnunn- ar. Það skeði í dýragarði ein- um fyrir skömmu, en það var starfsmaður garðsins, sem kunni þessi töfraorð" ★ Einn áhangandi skozka knatt spyrnuUðains Rangers var heldur kjítur laugardaginn 17. sept. en þá fór fram leikur milli erkióvinanna /Celtic og Rangers. Hafði hann ekki feng ið miða á leikinn en gat í þess stað horft á einni hálf- leik í sjónvarpi. Áður en seinni hálfleikur hófst sagði hann við konu sína, að ef Rangers tap- aði myndi hann henda sér út um gluggann. Þegar leiknum var lokið og konan heyrði að útvarpið var ennþá í gangi í næsta herbergi, og hún heyrði ekkert til eiginmanns síns/ fór hana að gruna margt. Hún flýttj sér inn í herbergið og viti menn glugginn var opinn og eiginmaðurinn lá í moldar- flagi út i garði eftir um það bil 10 metra fall. Var hann fluttur í sjúkrahús, með alvar- leg meiðsli í baki. 1 ★ Eisenhower fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna sagði í sjón varpsviðtali fyrir skömmu, að hann hefði verið reiðubúinn að nota kjarnorkuvopn gegn Kína í Kóreustríðinu. Eisen- hower komst til valda tveim árum eftir að Kóreustríðið hófst. Sagði hann að ef vopna- hlé hefði ekki verið komið á þá hefði getað farið svo að stríðið hefði ekki verið ein- skorðað við Kóreu eina né hefðu Bandaríkjamenn tak- markað sig við einhver ákveð- in vopn. Eisenhower sagði að þeir mundu þó ekki xhafa beint sprengjunum að borgum, heldur að herhaðarlega mikil- vægum stöðum. var eins og kunnugt er kastað málningarbelgjum að bifreið forsetans- Sem betur fer hitti enginn belgjanna forsetann sjálfan, en öryggisverðir for- setans fengu sinn hlut og það ríflegan eins og srjá má. ★ Frú nokkur í Bandaríkjun- um varð fyrir því óláni að stinga stóru tánni á sér inn í holu í Bowling kúlu og gat með engu móti losað hana úr. Var hún út í bílskúr þegar atburðurinn skeði. Sá hún sitt ráð óvænna og dragnaðist með 16 punda flykkið hangandi á stóru tánni inn í bíl sinn og keyrði síðan af stað til þess að sækja sér hjálp. Var síðan dælt olíu inn í hoiuna og losnaði frúin úr prisundinni eftir ill- an leik. ★ ★ ★ ★ iJ - '** tiM Í4*jjí** m *** i ?: ■ V 1 * l * >V P * íti J Fröken Audrey Sarsfield kennari í unglingaskóla nokkr- um í Englandi sendi þessa mynd af sjálfri sér til Roberts Wood dómara í umferðarrétti til sönnunar því, að hún hefði afplánað dóm sinn. Sektin fyr ir að keyra á 46 km; hraða í gegnum þéttbýli þar sem skól- inn er staðsettur var í þvi fólgin' að dómarinn sagði henni að skrifa niður „I will not speed“ 1000 sinnum. Hún skrifaði þessa setningu síðan á töflurnar í skólastofunni og bað síðan vin sinn um að taka mynd af öllu saman. i: 3 Á VÍÐAVANGI 900 millj. hækkun, en framkvæmdafé þó ó- breytt Dagiir, blað Framsóknar- manna á Akureyri, ræðir um fjárlögin og boðaða verðbólgu- stöðvun ríkisstjórnarinnar í forystugrein nýlega oe ssair m. a.: „f blöðum ríkisstjórnarinnar er Framsóknarmönnum á Al- þingi oft borið það á brýn, að þeir séu of harðir í kröfum um framkvæmdafé til ýmis konar uppbyggingar í þágu iands- byggðarinnar. Er þessi tillögu- gerð talin bera vott um ábyrgð arleysi, og sagt, að ríkissjóður hafi ekki efni á slíku. Fram- sóknarmenn hafa, eins og Al- þingi er nú skipað, ekki a'ð- stöðu til að móta fjárhagsaf- greiðsluna i heild. En það kemur í þeirra hlut að vera á verði um það, að framtíðarhags munir landsbyggðarinnar séu ekki fyrir borð bornir í því fjármálasukki, sem nú á sér stað, og að framlög til uppbygg ingar dragist ekki aftur úr öllu öðru, þegar verðgildi krónunn- ar minnkar. Þeir telja sér rétt og skylt að bera fram á þingi nauðsynleSar kröfur í þessu skyni. Brigzl um ábyrgðarleysi taka þeir ekki alvarlega frá þeim ráðherrum og þingmönn- um, sem nú eru að bækka fjárlögin um 900 milljónir á einu ári, en ætlazt til, að fram lög ýmiss konar bráðnauðsyn- legrar uppbyggingar séu óbreytt. Reynslan er líka sú, að stjórnin kémur stundum til móts við Framsóknarmenn í þessum efnum, er frá líður, og að þá eru peningarnir til, sbr. jarðræktarlögin o. fl.“ Hvenær lyftist lokið? Dagur segir ennfremur: „Óbreyttri stefnu er ekki hægt að halda áfram, því að hún leiðir út í hreinan ófarn að, og menn verða að beygja sig fyrir þeirri staðreynd, sagði Eysteinn Jónsson, formað ur Framsóknarflokksins í um- ræðum á þingi um stjórnar- yfirlýsinguna nú á dögunum. Hann sagði, að undirstöðuat- vinnuvegir landsmanna riðuðu nú til falls- —' Togaraútgerðin væri að hverfa úr landinu. Út- gerð margra smærri báta éða báta af meðalstærð lömuð og drægist saman, og nú lægi við, að frystihúsin væri að reka í strand. — Margar greinar iðn- aðarframleiðslu væru að leggj- ast niður, og við þetta bættust erfiðleikar í útflutningsverzlun- inni (verðlækkun). Reksturs- lánaskattur græfi undan at- vinnufyrirtækjum, og óðaverð- bólgan syrfi að landbúnaðinum. — Nær engir kjarasamningar væru í gildi, launakerfi ríkis ins að Ienda í upplausn og að líkindum 900 millj. kr. hækk- un á fjárlögum á einu ári. Þó að greiddar væru niður verð- hækkanir í svip, myndi sjóða upp úr og lokið fara af katlin- um eftir kosningar f vor, eins og 1959. En nú virðist ríkisstjórnin leggja sig fram í því að snið- ganga erfiðleikana fram yfir kosningarnar í vor.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.