Tíminn - 26.10.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.10.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 26. október 1966 JARÐSKJÁLFTI KJ—Reykjavík, þriðjudag. Snarpur jarðskjálftakippur varð klukkan tólf mínútur yfir tólf á miðnætti s.I. austur í Mýrdal og samkvæmt mælingum Veðurstof- unnar eru upptökiii undir norðan. Verðum Mýrdalsjöklj. Kippurinn varð það snarpur, að margt fólk vaknaði á bæjum í Mýr dalnum, en ek-ki er vitað til þess, að neinar skemmdir hafi orðið af yöldum kippsins. Ra-gnar Stefánsson, jarðskjálfta fræðingur hjá Veðurstofunni tjáði Tímanum í icvöld, að styrkleikinn hefðj mælzt 4.2 á richterskala á jarðskjálftamæla Veðurstofunn- -ar í Reykjavík, og fjarlægðin hefði mælzt 150 km frá Reykjavík. Að undanförnu hafa orðið tíðir jarð skjálf-tar þarna eystra og hafa þeir komið fram á jarðskjálftamælum frá 13. þessa mánaðar. Allir hafa þeir verið mun minni en sá ,sem fannst eftir miðnættið í nótt. Jarðskjálftamælar eru í Vík og Kirkjubæjarklaustri, en Veðurstof an fær ekki mælingar þeirra fyrr en eftir nokkra da-ga. Ragnar Stef ánsson sagði, að það væri mjög kærkomið, ef fólk gæti gefið upp- lýsingar um jarðskjálfta sem það yrði vart við. ÞAKKARÁVÖRP Kærar þakkir til eveitunga minna og annarra vina heiðruðu mig á sjötíu ára afmæli mínu 3. þ. m. Gíslj Guðmundsson, Björk. er Helga María Þorbergsdóttir frá Krossi andaðist 25. október. Vandamenn. Útför Böðvars Magnússonar Laugarvatnl, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 29. okt. kl. 10,30. Jarðseft veröur á Laugarvatni. Kveöjuathöfn þar, fer fram í Mennfaskólanum kl. 3. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þeir er vildu minnast hins látna, er vin- samlega bent á líknarfélög. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 1. Ingunn Eyjólfsdóttir. mr Eiginkona mín Vilborg Karelsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. október kl. 15. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim er vildu minnast hennar skat bent á krabbameinsfélagið. Sigurður Jónsson frá Haukagili ''Hl||lll|||imiBnC3ga»g| n'Hi'lil'—■imiWIHBIIWIIIIHIIIIIII Ég þakka innilega öllum þeim, sem við brottför, faðir míns, Guðlaugs Br. Jónssonar vottuðu honum virðingu sína, og um ieið mér sámúð. Lifið heil. Þorgrímur Guðlaugsson. Innilegar þakkír fyrir auðsýnda samúð, við andlát og jarðarför, Lovísu Pétursdóttur- Ellert Emanúelsson og börn, . Soffía Guðmundsdóttir og aðrir vandamenn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Snjólfur Sniólfsson, Efrl-Sýrlæk, sem andaðist 20. þ.m. verður jarðsunginn laugardaginn 29, sama mán. Minningarathöfn fer fram frá Selfosskirkju kl. 1,30 e. h. .'-irðsett vreður frá Villingaholtskirkju. Oddný Egilsdóttir, börn tengdasynir og barnabörn. j Jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Sigurðar Árnasonar 'Faxabraut 28, Keflavík, sem andaðist 18. október fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju 27. október kl. 2 s. d. Anna Þorsteinsdóttir, Anna Pála Sigurðardóttir, Sveinn Ormsson, Erla Sigríður Sveinsdóttir og Helga Sveinsdóttir. BÆNDUR VÉLADEILD S-Í.S. auglýsir Haustverð á nokkrum búvélum, sem eru til afgreiðslu strax. Tryggið yður tækin fyrir næsta sumar — pantið snemma. Með 12% afslætti: Rokblásari, tengdur beint á traktor — með sogröri, útbblástursstút, dreifistýri og drifskafti, kr. 16.935 með söluskatti. Með 12% afslætti: Breytidrif fyrir eldri gerðir af ROK-GNÝ og Erlands- blásurum — þannig að drífa megi þá með drifskafti (drifskaft fylgir> kr. 6.300,0 með söluskatti. Með 12% afslætti: KUHN HEYÞYRLA — 4ra stjörnu kr. 18.750.00 með söluskatti. Með 12% afslætti: P. Z. Heyþyrlan, 4 — stjörnu Kr. 16.872,00 með söluskatti. Með 12% afslætti: P. Z. Heyþyrlan 6 stjörnu kr. 21.293,00 með söluskatti. Með 10% afslætti: Sláttutætari TAARUP DM-1100 kr. 25.355,00 með söluskatti. BÆNDUR — HRINGIÐ — KOMIÐ — SKRIFIÐ. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA VÉLADEILD SIMI38900 FRAMHALDSLEIKRIT Framhald af bJs. 16 netið“ hefði raunar Benedikt skáld Gröndal notað í hatrammri rit-1 deilu og kappræðum, þar sem hann barðist gegn flótta íslend- inga til Ameríku. — Fyrsti þáttur lei-kritsins ger- ist í S-tuðlakoti , ,sem stóð rétt sunnan við Bókhlöðustíginn >og var eins konar Unuhús þeirra tíma, þar sem skáld og alls kon- ar fólk bar að garði, og gerast raunar fleiri þættir þar inni, en hinn fyrsti nefnist Gestakoma í Stuðlakoti, sagði Gunnar M. Magn úss. Alls koma fjórtán persónur við sögu í leikritinu, 4—7 í hverj- um þætti og sumar nokkrum sinn um aftur. Einn þáttur verður flutt ur viku hverri, og kemur því loka- þátturinn, sem gerist á leiðinni vestur um haf, ekki fyrr en nær' jólum. Aðalpersónur og leikendur í Silkinetinv eru Rakel fyrrverandi vaktarakona, og sú er ræður hús- um í Stuðlakoti (Helga Valtýs- dóttir), Rut hin fagra (Herdís Þorvaldsdóttir), Sindri skáld, (Jón Sigurbjömsson), Lambi agent, (Rú- rik Haraldsson), Ólafur böðuís (Ámi Tryggvason), Steindór bóndi í Hreiðri (Guðm-undur Páls son). Eina persónan, sem kemur fram með sínu fu-lla nafni í leikn- um, er skáldið Benedfkt Gröndal (Róbert Amfinnsson), og önnur sem ber sannanlegt skímamafn, en Jón túlkur (Baldvin Halldórs son), en þótt föðumafn fylgi ekki, mun þar vera afturgenginn einn frægasti blaðamaður íslands á sinni tíð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.