Tíminn - 26.10.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1966, Blaðsíða 7
MBÐVIKUDAGUR 26. októfcer 1966 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR AFLA VERDUR VIDURKENN- INGAR A SLANDS TIL LANDGRUNNSINS ALLS Ólafur Jóhannesson flytur ásamt Jóni Skaftasyni, Helga Bergs, Ingvari Gíslasyni og Eysteini Jónssyni tillögu til þingsálykt unar um að kosin verði á Alþingi 7 manna nefnd til að vinna ásamt ríkisstjórninni að því að afla við- urkenningar á rétti íslands til landgrunnsins, svo sem stefnt var að með Iögunum um vísindalega verndun fiskhniða landgrunnsins, frá 1948, sbr. ályktun Alþingis frá 5. maí 1959 og yfirlýsingu rik- isstjórnarinnar nr. 4 frá 1961. í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: Lögin um vísindalega vernd un fiskimiða landgrunnsins, nr. 44/1948, _ byggjast á þeirri hugs- un, að íslendingar eigi rétt til landgrunnsins alls og að þeir fari þar með fulla lögsögu og yfirráð. Ilafa reglugerðir um útfærslu landhelginnar verið settar með skírskotun til þeirra laga, svo sem kunnugt er. En þó að það sé_ sjálf sagt réttiætismál í augum íslend inga, að iandgrunnið með öllum þess gögnum og gæðum, þar með talin fiskimið á landgrunninu, til- heyri íslandi, hefur sú regla, að strandríki hafi einkarétt til fiski- miða landgrunns þess, ekki enn náð viðurkenningu sem þjóðréttar regla. Það hefur Alþingi verið ljóst. Hinn 5. maí 1959 samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsálykt un um landhelgismál: „Alþingi ályktar að mótmæla harðlega brotum þeim á íslenrkri fiskveiðilöggjöf, sem brerk stjórn arvöld hafa efnt til með stöðugum ofbeldisaðgerðum brerkra her- skipa innan íslenrkrar fiskveiði- landhelgi, nú nýlega hvað eftir annað, jafnvel innan fjögurra mílna landhelginnar frá 1952. Þar sem þvílíkar aðgerðir eru augljós- lega ætlaðar til að knýja íslend- inga til undanhalds, lýsir Alþingi því yfir, að það telur ísland eiga ótvíræðan rétt til 13 mílna fisk- veiðilandhelgi, að afla beri viður kenningar á rétti þess til land- grunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 míl ur frá grunnlínum umhverfis land ið.“ Þessi þingsályktunartillaga var Tillaga Framsóknarmanna og skipulagðar og markvissar aðgerðir til að afla rétti íslands til nýtingar og verndar fiskimiða landgrunnsins flutt af utanríkismálanefnd og ' ^™“~rsnBUr sam])ykkt samhljóða á Alþingi. Eins og Ijóst er af henni, telur Alþingi, að ísland eigi ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi þ.e., að sú landhelgisráðstöfun, sé í fulíu samræmi við þjóðrétt- arreglur svo sem nú mun raunar almennt viðurkennt. En jafn- framt lýsir Alþingi yfir þeim vilja sínum, „að afla beri viðurkenn- ingar á rétti þess til landgrunns- ins alis, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, frá 1948.“ í þessari viljayfiriýs- ingu Alþingis felst auðvitað áskor- un til ríkisstjórnarinnar um að reyna að afla þeirrar viðurkenn- ingar. í samningnum við Breta, um lausn fiskveiðideilunnar frá 1961, sbr. auglýsingu m\ 4/1961, segir svo: „Ríkisstjórn fslands mun halda áfram að vinna að fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fisk- veiðilögsögunnar við fsland, en mun tilkynna ríkisstjórn Bret- lands slíka útfærslu með sex mán- aða fyrirvara, og rísi ágreiningur um slíka útfærslu, skal honum, ef annað hvor aðili óskar, skot- ið til Alþjóðadómstólsins." Hér áskilja Íslendingar að vísu rétt til einhliða útfærslu fisk- veiðilögsögunnar, hvort heldur er , ,, til landgrunnsins alls eða tiltek- iln®ar natturuauðlmda þar. inna svæða þess, svo sem stefnt i----------------------------- var að með ályktun Alþingis frá I 5. maí 1959, og landgrunnslögun-i um frá 1948 en báðir samnings-' aðilar skuldbinda sig til að hlíta i úrskurði Alþjóðadómstólsins um | lögmæti útfærslunnar, ef til ágrein | ings skyldi um hana korna. Ljóst er af þessu, að möguleikj ar íslendinga til frekari land- helgisútfærslu og til friðunarað- gerða á landgrunninu eru mjög komnir undir því, hver þróun þjóð réttarreglna verður á þessu sviði. Skipti því miklu, að fylgzt sé sem allra bezt með réttarþróuninni í Ólafur Jóhannesson þessum efnum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að stuðla að hagstæðri réttarþró- un. En á því leikur enginn vafi, að á undanförnum árum hefur þróun þjóðréttarreglna um land helgi verið okkur fslendingum hag stæð bæði um víðáttu eiginlegr- ar fiskveiðilandhelgi og um rétt ríkja yfir landgrunninu, en nú mun viðurkenndur umráðaréttur rikja yfir hafsbotninum á landgrunninu, hvort heldur er til rannsókna eða nýt- Hitt er einnig víst, að með staðfastri baráttu sinni í landhelgismálinu áttu fslendingar drjúgan þátt í þeirri þróun. Þó að mikið hafi áunnizt með útfærsíu landhelginnar, fer því fjarri, að framtíðarhagsmunum ís lenzku þjóðarinnar á því sviði sé þar með fullnægt. Þar er ekki full ur sigur unninn, fyrr en viður- kenndur hefur verið réttur þjóðar- innar yfir fiskimiðum landgrunns ins, svo að hún geti sett þær reglur um fiskveiðar þar og frið unaraðgerðir, sem þönf er á til verndunar fiskstöfnum og varn- ar gegn ofveiði. En það mun nú samdóma álit allra, sem gerzt þekikja til að veiði á uppeldis- stöðvum fiskstofnanna á land grunninu utan núgildandi land helgislínu, gangi langt úr hófi fram. Er þar mikil og alvarleg hætta á ferð, jafnvel svo að lífs- hagsmunnir þjóðarinnar eru í húfi. Nútíma veiðitækni hefur stór aukið þá hættu, Rannsóknir munu sýna, að íslendingar veiða ekki nema örlítið brot af þeim ungfiski, sem þar er um að ræða. Það er því orðin brýn og að- kallandi þörf framkvæmda á grund velli ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, sbr. yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar í auglýsingu nr. 4/1961. Það þarf að tryggja fs- landi fulla lögsögu yfir landgrunn inu. Undirbúning þess máls þarf að hefja sem skjótast. Ákvarðanir í því máli þarf að undirbúa vand- lega og á svipaðan hátt og land- helgisútfærslan var undirbúin á sin um tíma. Setja þarf kunnáttumenn til að kynna sér mál þessi ÖU og réttarþróunina sem rækilegast svo og til að kynna öðrum þjóð- um málstað fslands og stuðla með öllum tiltækum úrræðum að þeirri réttarþróun, sem stefnt er að með framangreindri Alþingis- ályktun. Það er þjóðarnauðsyn, að um mál þetta og allar ákvarðan- ir sé sem allra mest samstaða stjórnmálaflokkanna og þjóðar- innar allrar. Framgangur máls- ins er ekki hvað sízt undir því kominn, að um það og þær leið- ir, sem ákveðið verður að fara, skapist fullur einhngur innan lands- Þess vegna er hér lagt til, að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til þess að hafa forystu í þessu máli ásamt rítósstjórninni. Með því er bezt tryggð samstaða. AHar framkvæmdir verða, eins og áður er sagt, að byggjast á vandlegum undirbúningi. Það þarf að^ leggja höfuðáherzlu á sérstöðu fslands, í þessu máli. Það þarf að safna saman og hafa tiltæk öll rök fyrir málstað íslands, hvort heldur eru siðferðislegs, sögulegs, efnahagslegs eða laga legs eðlis. En höfuðatriðið er, að eins og málum nú er komið, þolir það enga bið, að þegar í stað sé farið að vinna að því með festu og á skipulegan hátt að tryggja fslandi fulla Iögsögu yfir land- grunninu, svo sem stefnt var að með þingsályktuninni frá 1959, og landgrunnslögunum frá 1948. Þess vegna er þessi þingsálykt’ unartillaga flutt. Sumarheimili kaupstaða- barna í sveit ★★ l’ingmenn Norðurlands vestra hafa lagt fram fyrirspurn til sjávar útvegsmálaráðherra svohljóðandi: Hvað er að frétta af rannsókn þeirri sem samkvæmt ályktun Alþingis var hafin 1965 á því, hvort tímabært sé að byggja lýsisherzluverksmiðju hér á landi? ★★ Ingólfur Jónsson mælti fyrir frumvarpi um lax og silungsveiði. Frumvarp þetta var einnig flutt á síðasta þingi en varð ekki útrætt. Skúli Guðmundsson beindi ábendingum til nefndar um atluigun á ákvæði frumvarpsins um upptöku réttinda landeigenda, er iand eiga að sió í námunda laxveiðiáa. Einhverjar bætur yrði að ætla þessum mönn um, en hvergi væri minnzt á það í frumvarpinu. ★★ Ingólfur Jónsson deildi lengi á Alþingi í gær við Hannibal Valdi- marsson og Eðvarðs Sigurðsson um bráðabirgðalögin til lausnar deilu framreiðslumanna við veitingahúsaeigendur í sumar. Einar Ágústsson, Sigurvin Ein arsson og Ingvar Gíslason flytja þingsályktunartillögu um sumar heimili kaupstaðabarna í sveit. Tillagan er svohljóðandi: og skal hann vera formaður nefnd arinnar. Nefndin skili áliti fyrir næsta reglulegt Alþingi. Kostnaður af störfum nefndar Aiþingi ályktar að fela ríkis-! innar greiðist úr ríkissjóði. stjórninni að skipa fimm manna milliþinganefnd til þess að gera tiHögur um stofnun sumarheim- ila í sveitum fyrir börn úr kaup- stöðum og kauptúnum. Skal að því stefnt, að á slík- um sumarheimilum hafi börnin við fangsefni, er geti orðið þeim að sem mestum andlegum og líkam legum þroska, þ.á.m. ræktunar- störf, gæzla húsdýra og umgengni við þau. Nefndin skal hafa samráð við borgarstjórn Reykjavíkur, bæj- arstjórnir kaupstaða, sveitar- stjórnir kauptúnahreppa og barna verndarráð íslands. Ráðherra skipar fjóra nefnd’ar menn eftir tilnefningu þingflokk anna, einn frá hverjum, en fimmta nefndarmanninn án tilnefningar, I greinargerð segir: Það var lengi háttur kaupstaða búa að koma börnum sínum í sumardvöl á sveitaheimili. Var það eftirsóknarvert og þótti hollt og þroskavænlegt fyrir bömin. Nú er öldin önnur, hvað snert- ir möguleika á slíkri sumardvöl fyrir börn í sveit. Því veldur hin mikla fólksfækkun, sem orðið hef ur á svo að segja hverju einasta sveitaheimili. Þar er ekki lengur sá vinnukraftur innanhúss, sem með þarf til að sinna þörfum aðkomubarna. Þörfin fyrir sumar- dvöl kaupstaðabarna í svéit er þó ekki minni en áður, þvert á móti vex hún óðfluga með fólksflutn ingum til þéttbýlisins. Ýmis fé- lagasamtök í landinu hafa á virð- ingarverðan hátt leitazt við að bæta nokkuð úr þessari þörf, og á vegum Reykjavíkurborgar hef ur verið starfræktur vinnuskóli, sem innt hefur af hendi ágætt starf, en þetta hvort tveggja leys ir ekki nema að mjög takmörk- uðu leyti það viðfangsefni, sem hér um ræðir. Af þessu hefur það leitt, að for eldrar í kaupstöðum nafa neyðzt til að koma börnum sínum á barnaskólaaldri til starfa á hin- um almenna vinnumarkaði ,þegar ekki er um skólagöngu þeirra að ræða. Eru mörg dæmi þess, að börn hafa verið sett til þeirra starfa, sem ekki verða talin þeim holl eða hættulaus, hvorki andlega né líkamlega. Hér er tvöföld hætta á ferðum. Annars vegar sú, að kaupstaða- börn missa af þeim skóla, sem sveitin og sveitalífið hefur verið börnum landsins, hins vegar ráð- ast þau til þeirra starfa við sjáv- arsíðuna, sem jafnvel geta verið þeim viðsjárverð, eða þau hafa engin sérstök viðfangsefni við að fást. Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.