Vísir - 22.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 22.10.1975, Blaðsíða 1
VISIR Miðvikudagur 22. október 1975 — 240. tbl. Rjómalausar bollur og eitrað saltkjöt FIOTINN HÆTTUR VCIDUM — stefnan er að breyta sjóðakerfinu Vöruskiptajöfnuður óhagstœður um 19,3 milljarða ó 9 mónuðum Fyrstu niu mánuði þessa árs var vöruskiptajöfnuður islcndinga óhagstæöur um tæplega 19,3 milljarða króna, scin er rúmlega 8 milljörðum liærri upphæð en á sama tima i lyrra. I september siðast liðnum var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæpa 2,8 milljarða, og i sama mánuði i fyrra um tæpa 2,5 milljarða. A þessu ári hafa verið flutt inn skip fyrir tæplega 3,7 milljarða, til Landsvirkjunar vegna Sigöldu fyrir 981 milljón og til Islenska álfélagsins fyrir túmlega 5,4 milljarða. Þessi innflutningur nemur rúmlega 10 milljörðum. — A1 og ál- melmi hefur verið flutt út fyrir 2,9 milljarða, sem er einum milljarði lægri fjárhæö en i fyrra. Fjárlagarœða á þriðjudag: Skýrt frá breyting- um í skatttamálum Tvær helstu stefnuræður rikisstjórnarinnar verða flutt- ar á næstunni. Forsætisráð- herra hcldur stcfnuræðuna á morgun. fimmtudag. Fjárlag- ræöa fjármálaráðherra verö- ur flutt á þriðjudaginn kemur. A þriðjudaginn hefst um leið fyrsta umræða um fjárlögin. t fjárlagaræðunni mun fjár- málaráðherra að venju gera grein fyrir þróun fjármála 1975, en minni timi fer til að ræða rikisreikninga siðasta árs, þar sem það var gert siðastliðið vor. Við þvi' má búast, að fjár- málaráðherra geri grein fyrir þeim verkefnum sem ráðu- neyti hans hefur unnið að i skattamálum. Fimm starfs- hóparhafa unnið að þeim mál- um. HVERNIG GENGUR NÁMSMÖNNUM AÐ LIFA AF LAUNUM OG LÁNUM? Hver getur lifaö af rúmum 500 þúsund krónum á ári? Til þess cr ætlast af námsmönnum. Þeir fá, eða eiga að fá, námslán fyrir þvi sem uppá vanlar á sumarlaunin. Vísir spurði nokkra náms- menn i gær að þvi, hvernig þeim gengi að lifa á sumarlaunum sinuni og náinslánum. —sjá bls. 10 Fiskiskipaflotinn er nú að sigla i höfn. Með þeim aðgerðum hyggj- ast sjómenn mótmæla of lágu fiskverði og rikjandi sjóðakerfi i sjávarútvegi. Fyrstu bátarnir bundu landfestar i Heykjavikurhöfn um 9 leytið i inorgun. „Menn eru ekki ánægðir með sjóðakerfið og fiskverðið,” sagði Haukur Bergmann, skip- stjóri á Helgu RE. „Ég veit ekki hvað þetta mun standa lengi, en sjómenn ætla ekki að róa fyrr en fyrir liggur að sjóðakerfið verði lagt niður og lagfæringar verði gerðar á fiskverði. Þetta gengur ekki lengur að mönnum bjóðist miklu betra kaup i landi. Með þessu áfram- haldi verður ekki hægt að manna bátaflotann,” sagði Haukur. „Nú högum við okkur bara eins og opinberir starfsm'enn og menntalýðurinn, og höfum hátt,” sagði skipstjórinn á Arn- þóri GK er Visismenn höfðu tal af honum i þann mund sem bát- ur hans lagðist að-ibryggju. Það voru vissulega orð að sönnu þvi að hávaðinn var mik- ill við Reykjavikurhöfn i morg- un. Bátarnir þeyttu flautur sin- ar svo að vart heyrðist manns- ins mál. Og i talstöðvum bát- anna mátti heyra er menn voru að hvetja hver annan. — „Nú skulum við hafa fimm minútna konsert”! „Sjómenn fara ekki fram á mikla hækkun fiskverðs. Þaö er aðallega breyting á stærðar- flokkuninni sem ég tel algjör- lega óraunhæfa. Stefnan er að leggja niðúr sjóðakerfið. Það er vissulega i endurskoðun en sú endurskoðun gengur alltof hægt. Það má setja miklu meiri mannskap i að endurskoða þetta. Togarar koma að landi i dag. Hér er bara setulið. Hingað munu margir bátar stefna, enda er það eðlilegast, þvi að hér eru sjóðirnir og skrifstofurnar,” sagði skipstjórinn á Arnþóri að lokum. „Nefnd er nú að störfum sem hefur það að verkefni að endur- skoða sjóðakerfið,” sagði Jón Arnalds ráðuneytisstjóri i sjávarútvegsráðuneytinu. „Mikið verk hefur verið unnið og nú þegar liggur fyrir uppkast að tillögu,. Það er til þess ætlast að nefndin ljúki störfum fyrir 1. des. nk. En það er augljóst mál að endurskoðun svo veigamikils fyrirbæris og sjóðakerfið er hlýtur að taka tlma.” —EKG „Nú högum við okkur bara eins og opinberir starfsmenn og menntalýð- urinn og höfum hátt", sagði einn skipstjóranna í morgun Þeir bundu bátana f snarheitum og þeyttu flautur sfnar ttl að vekja athygli Reykvfkinga á málstaðnum. -v’-,i. Bátarnir sigldu inn I morgun, hver á eftir öðrum minnsta kosti I bili. Dýrmætustu atvinnutæki þjóðarinnar hafa stöðvást, aö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.