Vísir - 22.10.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1975, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Miðvikudagur 22. október vlsiiism: Hvað ætlar þú að gera þegar þér fer að vaxa skegg? Samúcl Jónsson, 8 ára.Veit það ekki. Ætli ég kaupi mér ekki bara rakvél og raki mig. Mér finnst það bara ljótt að vera með skegg. Bjartmar Birgisson, 11 ára. Ég ætla að raka þaö. Hvort ég hlakka til: Nei, alls ekki og ég ætla að fá mér rakvél sem fyrst, þvi mér finnst ljótt að vera með skegg. Valur Geirsson, 11 ára.Það er nú ekki gott að segja. Jú, ég ætla að raka það. Skegg er ljótt. Hvenær ég fer að fá skegg? Ætli ég verði ekki 16 eða 17 ára og ég hlakka ekkert til. Friðrik Andersen, 12 ára.Ja, nú veit ég ekki. Ég hugsa að ég raki það af mér fyrst, en kannski safna ég einhvern tima seinna. Pabbi var einu sinni með skegg og mér fannst það ágætt. Karl Karlsson, 13 ára.Raka það af mér. Ég held það sé betra aö vera skegglaus. Það er bara tómt vesen að vera með skegg. Hlýrra I kulda? Nei, það held ég ekki. Friðrik Arni Pétursson, 17 ára. Mér er nú aðeins farið að vaxa skegg og ég raka mig að minnsta kosti núna. Nei, ég hef engan sér- stakan áhuga á þvi að láta mér vaxa skegg. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Konur þið eruð eins og loft! [HORNKLOFl] mmmmmmmmmmmmmmmMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmBmmmammmammmmmmmmmmmmmmmmmmmam Hvað verður nœst kœru rauðsokkur? Arelius Nielsson skrifar: ,,Mikið hefur verið rætt og rit- að og ekki sist nú um kúgun og misrétti, sem konur verði við að búa af völdum karla. Vissulega er slikt vansi og skömm, sem ekki ætti að liðast i siðuðu samfélagi sem kallað er. Karlmenn hafa engan rétt til að vera né verða rétthærri en kon- ur, nema siður sé. Þar eiga við orð spekingsins: ,,Allt skal frjálst — allt skal jafnt.” Og séu konur á tslandi kúgað- ar af karlmönnum — en þvi hef ég litið kynnst, og á ýmsum sviðum eru þeir ekki réttmeiri en þær, jafnvel réttlausir gagn- vart þeim — en séu þær kúgað- ar, þá ættu þær ekki að leggja á sig enn meiri kúgun, með þvi að likja eftir ósiðum og löstum, sem karlmenn hafa lengi talist einir sitja að. Þar á ég við þá válegu upp- götvanir visindamanna i tóbaksbrúkun kvenna, sem sagt var frá i fjölmiðlum nýlega. Þá höggur sá er hlifa skyldi, ef þær nota rétt sinn og frelsi á svo frumstæðan hátt. Leika sér með logann og kveikja þannig á sprengjuþræði ógæfunnar bæði sér og börnum sinum til handa. Tóbaksbrúkun orsakar hryllilega sjúkdóma i hjarta,lungum, æðum og heila. Tóbaksbrúkun er hryllileg sóun peninga. Tóbaksbrúkun veldur oft tugmilljónatjóni, kveikir i húsgögnum, húsum, skipum og heilum skógum. Tóbaksbrúkun er hryllilegur sóðaskapur. Hugsið ykkur fall- ega konu eða fallegan mann at- aða i tóbakslegi, jóðlandi i svörtum óþverra um munn og nef. Þar er neftóbak við völd. Samt er askan úr sigarettunum ennþá útbreiddari, leggur undir sig heilar stofur og húsgögn, eitrar andrúmsloftið með reyk og svælu fyrir börnum og gamalmennum. Getur það verið satt að við þessa kúgun séu konur ekki hræddar — sækist eftir öllum óþverra á þessu sviði, meðan þær kvarta undan karlmönnum, sem þær geta þó sist án verið, af eðlilegurri orsökum, samanber sjónvarpsefni siðustu kvölda? Og nú eru það niu ára stúlku- börn sem eru sest við sigarettu- reykingar. Hvað verður næst, kæru rauðsokkur? Eru þetta eftirsótt réttindi? Verður ,,rett- an” kannski við hlið pelans við vöggustokk og stungið upp i barn?” Fjölskyldumaður skrif- ar: Dagurinn ykkar er til- gangslaus. Hér með gef ég ykkur kvenfólkinu stærstu við- urkenningu sem hægt er að gefa: Án lofts deyjum við, án kvenfólks deyr allt mannkynið. Þess vegna þurfið þið ekki að vekja á ykkur heimsathygli, því við vit- um allir að við þörf numst ykkar. 35 blindir menn fá felld niður stofngjöld eöa af- notagjöld af sima á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpinu. Þetta er óheyrileg rausn, ekki sist þegar þess er gætt að aðeins 60 alþingismenn fá ókeypis sima allt árið, þótt þingið standi ekki nema sex mánuði. Þessi undar- lega tala, 35 blindir menn, hefur staðið óbreytt i fjárlagafrum- varpinu ár eftir ár. Sumir hefðu ef tii vill taliö eðlilegra að veita öllum blindum mönnum þessa samhjálp, likt og væru þeir alþingismenn. En engin tillaga hefur þó komið i þá átt úr röðum þingmanna. Afnotagjöld síma skipta alþingismenn að sjálf- sögðu litlu, þar sem þau leggj- ast við alþingisjötuna. Hvað er eitt afnotagjald til eöa frá segja þeir og ákveða að þeir skuli ekki greiða þau. Margt smátt gerir hins vegar eitt stórt, og það ekki flutt inn bil vegna tolla, — hins vegar fær ráðherra á fyrsta degi meiri friðindi en 100% öryrki, þurfi hann að kaupa bil. Hefði þó mátt ætla það, að fyrsta skylda ráðherra væri að þola þær álögur er hann leggur á aðra menn. En dæmi blindu mannanna skýrir þetta allt saman. t aug- um opinberra aðila, þeirra sem fara með fjármál þjóðarinnar, skiptir það ekki máli, hversu sárt einstaklingurinn sé leikinn, heldur hver stór hópurinn er. Það er i lagi að láta ráðherra fá ókeypis bil, — þeir verða aldrei margir. öryrkjar eru hins veg- ar óviss fjöldi. Það er i lagi að láta 60 alþingismenn fá ókeypis sima, þeir verða ekki mikið l'leiri. Hitt er verra með blinda menn. Pétur. Hús ka:rlcikans. íseinni tíð virðist það vera árátta alþingis- manna aö leggjast á gamalt fólk og aumingja. Margfrægar skattahækkanir Halldórs E. eru mönnum ekki úr minni, — fyrir stuttu gat Oryrkjabandalagið verður að halda i við aðra. Tak- marka fjölda ókeypis sima til blindra. Sjálfsagt er það óttinn við spillingu, sem ræður þvi, að tal- an er takmörkuð við 35. Sjálf- sagt óttast fjárveitingarvaldið, að menn geri sér upp blindu til þess að fá ókeypis sima, — eða láti kjósa sig á þing. é

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.