Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 1
vism ## Engar launahœkkanir koma nú til greina ## Mánudagur 27. október 1975 — 243. tbl. - segir Jón H. Bergs, formaður Vinnuveitendasambandsins. — Sjó bak. ' ______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ -____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ ROÐRAR HEFJAST A NY GEGN LOFORÐUM FRA RÍKISSTJÓRN Deilan sem valdið hef- ur róðrastöðvun um nær gjörvallt landið hefur verið leyst. t samtali við forsætisráðherra i morgun kom fram að rikisstjórn- in mun senda frá sér yfirlýsingu sem sjómenn hafa faliist á. Er þar ekki gert ráð fyrir neinni hækkun fiskverðs frá þvi sem verðlagsráð ákvað nú 10 okt. sl. Sú ákvörðun gerði ráð fyrir 3,5% fiskverðshækkun miðað við haustvertið. 1 yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir neinni breytingu þar á nema að uppbót sú sem rikið greiðir á linufisk verður hækkuð. Að haustvertið lokinni verður fiskverðið skoðað að nýju. Verður athugað hvort fiskverðs- Franco liggur fyrir dauðanum Francisco Franco, einvaldur Spánar, virðist liggja fyrir dauðanum. Reyndar voru raddir uppi um það í morgun í Madrid, að Franco væri þegar látinn. Opinberlega hefur ekkert verið sagt um liðan hins aldna leiðtoga siðan kl. 9.30 i gær- kvöldi, en þá var sagt, að hon- um hefði hrakað mjög. Maga- blæðingar höfðu þá bæst ofan á veikindi hans i kjölfar hjarta- slagsins, sem lagði hann i rúmið á dögunum. 1 læknatilkynningu, sem gefin var út i gærkvöldi var sagt, að „liðan Francos væri alvarleg”, en það er túlkað sem svo, að hann lægi milli heims og helju. Fréttastofur greindu frá þvi, að myndatökumenn frá spænska sjónvarpinu hefðu verið kvaddir til upplýsinga- málaráðuneytisins i gærkvöldi — eins og til þess að vera við þvi búnir að sjónvarpa tilkynningu Navarro forsætis- ráðherra um fráfall hers- höfðingjans. Hinn 82 ára gamli einvaldur hefur legið rúmfastur i viku- tima eftir eitt hjartaslagið af mörgum, sem hann hefur orðið fyrir. — Undir helgi spurðist það út, þótt yfirvöld hafi varist frétta um liðan hans, að Franco væri naumast hugað lif. Háttsettir gestir hafa streymt til Pardo-hallar, dvalastaðar Francos sjö km fyrir utan Madrid. Meðal þeirra hafa verið Navarro forsætis- ráðherra, Juan Carlos prins og væntanlegur arftaki Francos. Með prinsinum var kona hans, Sofia. Auk þess hafa nánustu ættingjar Francos, systir hans, Dona Pilar, og eldri bróðir hans, Nicolas (85 ára), heimsótt hann á sóttarsængina. Þessi inynd var tekin siðast, þegar Franco einvaldur kom opin- berlega fram, sem var 1. október i kjölfar andúðarinnar, sem af- taka fimm hryðjuverkamanna vakti viða um heim. — Viö hlið hans stendur arftaki hans, Juan Carios prins. ákvörðunin hefur leitt til 3,5% fiskverðshækkunar eins og til var ætlast og var forsenda verð- ákvörðunar yfirnefndar verð- lagsráðs. Ef raunin hefur orðið önnur mun rikisstjórnin leitast við að afla tekna svo það geti orð- ið. 1 yfirlýsingu rikisstjórnarinnar er itrekuð yfirlýsing um endur- skoðun sjóðakerfisins. — EKG 1 morgun var veriö að landa úr tveimur togurum ögra og Snorra Sturlusyni i Reykjavikurhöfn Nokkrir liöfðu þegar haldið tii veiða og var búist við að fleiru færu i dag. Ráðherrar þjóð- verja og íslendinga þinga á morgun ** Sjá blaðsíðu 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.