Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 6
6 Umsjón: GP VtSIR. Mánudagur 27. október 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson FrÓttastjóri eri. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i iausasögu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Aðhalds er þörf Geir Hallgrimsson forsætisráðherra hélt stefnu- ræðu sina sl. fimmtudag. Þá skýrði hann þjóðinni af hreinskilni og umbúðalaust frá stöðu þjóðarbúsins. Sú mynd sem forsætisráðherra dró upp var dökk. Viðskiptakjörin á árinu munu versna um 16-17%. Gjaldeyrisstaðan versnar enn. Frystideild verð- jöfnunarsjóðs er tæmd. Þjóðartekjur á mann minnka i ár um 9% og ekki er við meiru að búast á næsta ári en þær standi i besta falli i stað. Ljóst er, að nú verður að spyrna við fótum. Segja má, að sá vandi, sem rikisstjórn, þing og þjóð standa nú frammi fyrir, sé i megindráttum tviþætt- ur. Annars vegar verður að sýna aðhald á öllum sviðum, einkum i fjárfestingu og draga verður úr útgjöldum þjóðarinnar, en hins vegar reyna að halda fullri atvinnu eins og verið hefur. Fram hjá þvi verður ekki horft, að þessi markmið eiga ekki að öllu leyti samleið, þegar litið er til skamms tima. Það kom fram við umræður um stefnuræðu for- sætisráðherra, að talsmönnum beggja stjórnar- flokkanna var ljóst hvert er eðli þess vanda sem við er að eiga og þeir eru einhuga um að snúast gegn honum. En það er ekki nóg að hjá rikisstjórninni sé fullur vilji til að snúast gegn meinvaldinum og ráð- ast að rótum þeirrar óðaverðbólgu, sem geisar. Við islendingar búum i raun við mjög valdskipt þjóðfe- lag og ber brýna nauðsyn til, að allir þeir aðilar leggist á eitt. Þvi er heldur ekki að neita, að fjöl- mörgum þingmönnum allra stjórnmálaflokka hætt- ir til að leika hlutverk góðu skátadrengjanna, sem gera góðverk hver i sinu kjördæmi og hljóta viður- kenningartákn fyrir hjá heimamönnum. Slikum góðverkum fylgir jafnan fjárfesting eða bein eyðsla peninga i kjördæminu. En slik hetjudáð i héraði hefnir sin á timum eins og nú eru, og er af trosnuðum toga spunnin. Þingmenn verða að lita upp yfir þúfnakollana og skilja að hagsmunir þjóðarinnar allrar eru i veði — efnahagslegt sjálf- stæði hennar kann að vera i stórkostlegri hættu. Sama gildir raunar um ráðherra i eyðslufrekum ráðuneytum. Skylda þeirra er rikari enannarra. Þeir verða að hafa manndóm til að segja nei. Og utan þings verða menn einnig að standa saman. Á íslandi eru hvorki staður né stund nú til að brydda upp á nýjum og heiftúðlegum stétta- striðum, sem öllum verða til ills. Þvi er ekki neitað, að islenskar fjölskyldur hafa nú um nokkurt skeið orðið að sæta lakari kjörum en verið hefur. Slikt er óumflýjanlegt, Annars vegar bjuggu heimilin við falskan kaupmátt, en hins vegar hafa kjör þjóðar- innar i heild versnað og þvi fylgja að sjálfsögðu versnandi kjör einstaklinganna, sem mynda hana. Að visu hafa afleiðingar versnandi kjara verið mildaðar með erlendum lántökum, en slikt er ekki fært til lengdar og að skuldadögum kemur. Ástandið er mjög erfitt, en við eigum enn kost á að ná tökum á þvi. Forsætisráðherra lauk stefnu- ræðu sinni með þessum orðum: ,,Eftir miklar svipt- ingar i ytri skilyrðum þjóðarbúsins undanfarin ár og hærri verðbólguöldur en dæmi eru um fyrr, er nú kyrrara framundan hér á landi, ef við sjálf gefum ekki tilefni til annars. Ástæða er til þess að ætla að verðbólguþróunin á næstunni sé fyrst og fremst á okkar eigin valdi. Þetta tækifæri verðum við að nota til að leggja traustan grunn að sókn til nýrra fram- fara. — íslendingar, við eigum nú tækifæri til að kunna fótum okkar forráð i þessum efnum. Þvi tækifæri megum við ekki glata, þvi að efnahagslegt sjálfstæði okkar, bæði sem einstaklinga og þjóðar- heildar er i veði.” MfJM Leiötogar EBE á fundi, nógu sáttir tii aö sitja þröngt, en einingin hefur ekki haldist. Staða breta i Efnahagsbanda- lagi Evrópu hefur hnignað mjög, að sögn embættismanna bandalagsins. í þrjú skipti á hálfum mánuði hafa bretar fært áætianir EBE úr skorðum — þar á meðal að EBE hugðist vera sjálfstæður þátttakandi á ráðstefnu fram- leiðenda og neytenda i Paris i des. nk. Þessar aðgeröir hafa valdið þvi, að spurningar eru á lofti hér i höfuðstöðvum bandalagsins — hvað hyggjast bretar eiginlega fyrir? Að sögn embættismannanna, hafa bretar aldrei reynt eins mikið á þolinmæði samtakanna og núna, eða slðan James Call- aghan, utanrikisráðherra, lagði fram kröfur ríkisstjórnar sinnar um endurskoðun samninga breta við bandalagið. En þótt ýmsir séu sammála fullyrðingum breta um að þeir leggi of stóran skerf fram i sjóði bandalagsins, hafa kröfur þeirra um endurskoðun samn- inga hins vegar vakið almenna andstöðu. En sú krafa breta, sem mest- ar deilur vakti, var þó sú að þeir fengju sérstakt sæti á fyrirhug- aðri ráðstefnu um orkuskort og hráefni. Flest bandalagsrikin vildu mæta sem ein heild — en Call- aghan sagði hinsvegar að þar eð Bretland væri eina oliufram- leiðsluriki bandalagsins, þá ættu þeir að fá sérstakt sæti á ráðstefnunni. Einn opinber talsmaður sagði: ,,Ef bretar fá sérsæti þá fara hin bandalagsrikin átta að þeirra dæmi. Samábyrgð bandalagsins verður dauður bókstafur og ráðstefnan verður aldrei haldin.” Enn ullu bretar reiði félaga sinna i EBE. er þeir stöðvuðu fyrirætlanir, sem hinir átta höfðu samþykkt, um takmörkun á vissri eyðslu og kröfðust siðan lengri biðar á úrvinnslu reglna EBE um vöruflutninga. Þessar kröfur breta um sér- Bretar komnir upp ó kant við EBE stöðu á Parisarráðstefnunni, hafa vakið mikil ramakvein frá rnrisstjórnum annarra Efna- hagsbandalagsrikja ogfrá þingi bandalagsins. Allir stjórnmála- flokkar að sósialistum undan- skildum hafa samþykkt tillögu, þar sem ákvörðun breta að segja sig úr lögum við banda- lagiö, var harðlega gagnrýnd. t tillögunni voru bretar að visu hvergi nefndir á nafn, held- ur aðeins talað um „ákveðinn meðlim bandalagsins” sem krafðist sérsætis á ráðstefn- unni. Aðeins sósialistar — og þar má telja 18 þingmenn frá breska verkamannaflokknum — voru andvigir samþykktinni. En margir sem telja sig hafa verið sviknir og hlunnfarnir lýstu yfir reiði sinni vegna af- stöðu breta. „Til þess að aðstoða breta, neytir alnjenningur iEi'nahags- bandalagsrikjunum nú smjörs og osts, sem flutt eru inn frá Nýja-Sjálandi, þrátt fyrir að miklar smjörbirgðir hrannist upp. Allur sykur er fluttur inn frá breska samveldinu, þótt nægur sykur sé framleiddur heima fyrir,” sagði vest- ur-þýski fulltrúinn, Gerd Springorum, i umræðum um þetta efni. Opinberir talsmenn Efnahags- bandalagsins segja, að með þessum kröfum reyni brelar ef til vill að komast að einhvers konar samkomulagi þess efnis, að þótt þeir muni koma til með að sitja i hóp með hinum banda- lagsþjóðunum á sjálfri ráð- stefnunni, þá fái þeir sérsæti I orkumálanefnd ráðstefnu.nnar. Bretar hafa hinsvegar hvergi hvikað frá kröfum sinum um sjálfsákvörðunarrétt sinn við samningaviðræðurnar. En þegar allt kemur til alls, þá er mjög liklegt að deilur þessar verðileystar á fundi leið- toga bandalagsins i Róm — hálfum mánuði á undan orku- málaráðstefnunni. Kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Schmidt, hefur brugðist harðlega við afstöðu breta, og i bréfi til Wilsons forsætisráð- herra skoraði hann á breta að falla frá þessum kröfum sinum. Bréf kanslarans gaf það óbeint til kynna, að bretar gætu ekki bæði farið sinar eigin leiðir án samráðs við aðrar þjóðir' bandalagsins og vænst um leið stuðnings við ýmis önnur mál- efni sem þeim liggur mjög á hjarta, svo sem aukna aðstoð við vanþróuð riki, sem bretar segjast lengi hafa verið hlynnt- ir. Vestur-Þjóðverjar stöðvuðu ákvörðun ráðgjafa bandalags- ins um málefni vanþróuðu rikj- anna, um tryggingu fyrir auk- inni aðstoð við vanþróuð riki i Asiu, og eru mörg þeirra gaml- ar nýlendur breta. Siðan samþykktu vestur-þjóðverjar með stuðningi allra hinna bandalagsrikjanna, að bretum undanskildum, ráðstafanir, sem áttu að leggja mikla áherslu á strangt eftirlit með eiturefnum i ám bandalagslandanna. Innanrikisráðherra Vestur-Þýzkalands, Werner Maihofer gaf gott dæmi um þá örvæntingu er rikir meðal ráö- herra EBE, er hann i ræðu ákærði breta fyrir að „reyna að spilla fyrir stefnu bandalagsins um umhverfismál.” _Opinberir talsmenn Efnahags- bandalagsins hérna hafa einnig lýst yfir nokkurri reiði vegna harðrar afstöðu breta til ráð- herrafunda, einkum eftir að þeir höfðu reynt að tefja umræður um önnur málefni, meðan viðræður um skilmála þeirra um aðildarrétt stóðu yfir. Einn embættismaður sagði: „Við höfum orðið að skera við okkurorku.tilaðhaldabretum i bandalaginu. Nú væntum við þess að bretar reyni að hjálpa okkur til að bæta þetta upp.” Wilson og Schmidt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.