Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 3
VtSIR. Mánudagur 27. október 1975. Gerð kvikmynda hefur lengstum átt erfitt uppdráttar á ís- landi. Margir hafa sér til ánægju fiktað við kvikmyndagerð en ekki eru það margir sem hafa lifibrauð sitt af henni. Rœtt við höfund „Iðnaðarbanka- auglýsingarinnar" Rmm mánuði að gera einnar mínútu kvikmynd Höfundur teiknimyndanna Siguröur örn Brynjólfsson meö glærurnar, sem pcrsónur teiknimyndanna.eru teiknaöar á. Við spyrjum hann nú um tildrög þess. ,,JU, lengsta teiknimynd sem gerð hefur verið á tslandi er auglýsingin frá Iðnaðarbankan- um. Hún tekur eina minútu. Upphafið var það aö auglýsingastofa hér i borginni kom að máli við mig, nú s.l. vor og æskti þess að ég gerði auglýsingu i teiknimyndaformi. Þá lá fyrir hugmynd um pening sem lendir i ævintýri. Siðan voru ýmsar hugmyndir ræddar og við komumst loks að þeirri niðurstöðu að láta myndina ger- ast i miðbænum. Að þvi búnu var hugmyndin kynnt bankan- um og eftir að samþykki hans lá fyrir byrjaði ég að teikna.” Hvað þurftir þú að teikna margar myndir? „Myndin er ein minúta að lengd. Ég nota sex teikningar á sekúndu. Sumar teikningarnar get ég notað oftar en einu sinni svo alls þurfti ég að teikna 230 myndir. Auk 9 bakgrunna. Hvað tók það langan tima að gera einnar minútu teikni- mynd? Segja má að hugmyndin hafi fæðst i maí i vor. Myndinni var svo lokið i september. Sjálf teiknun myndarinnar tók u.þ.b. mánuð en kvikmyndatakan tók innan við viku. Hvað störfuðu margir við gerð myndarinnar? „Það munu hafa verið átta manns. Söng i myndinni annað- ist Halldór Kristinsson. Og tónlistina samdi Hjörtur Blönd- al.” Teiknimynd um Þrymskviðu Sigurðurernú á starfslaunum frá menntamálaráöuneytinu og vinnur að gerð teiknimyndar um Þrymskviðu. Hann sagði að sér hefði lengi verið þetta verk hugleikið og þvi valið það. Þessi mynd verður u.þ.b. 10-15 minút- ur að lengd. Áður hefur Sigurður gert u.þ.b. 10 stuttar teiknimyndir. Að lokum sagði Sigurður örn: Það þarf að gera mun meira af teiknimyndum hér á landi. Teiknimyndagerð er listgrein sem býður upp á marga mögu- leika bæði til skemmtunar og fróðleiks. Teiknimyndir eru mjög vel fallnar til fræðslu, þar sem auðvelt er að útskýra á einfaldan hátt með teiknimynd- um- — E.K.G. Þeir eru heldur ekki margir sem fengist hafa við teikni- myndagerð á Islandi. t Hafnarfirði er ungur maöur sem hefur gert talsvert af teiknimyndum. Hann heitir Sigurður örn Brynjólfsson. Vísir hafði tal af honum og spjallaði við hann um teiknimyndagerð. Hvernig verður teiknimynd til? „Það er auðvitað nauðsynlegt að gera handrit til þess að vinna eftir. Þar er sagt fyrir um tíma- lengd, persónur, bakgrunna o.s.frv. Þvi næst er tekin ákvörðun um hvaða tækni skuli nota við gerð myndarinnar, en þar kemur mjög margt til greina. Þá er komið að þeim þætti sem mestan tima tekur. Það er teikningin á öllum þeim hreyfingum sem fyrir koma i myndinni. 1 stuttum myndum hef ég fyrst teiknað á pappir og fært siðan yfir á filmu með sér- stakri ljósmyndatækni. Þegar um lengri mynd er að ræða er kostnaður og vinna við filmu- yfirfærslur svo mikill að nauð- synlegt er að teikna beint á gagnsæjar plastfilmur (glær- ur). Þessar filmur eru teiknaðar þannig að eftir að teiknað hefur verið á filmu A er filma B lögð ofaná og áframhald hreyfingar á filmu A teiknuð þar, og svo koll af kolli. Þannig verður hreyfingin samfelld. Samtimis þessu er unnið að bakgrunnunum og eru þeir unn- ir i samræmi við hreyfingar myndarinnar. Ef t.d. er um að ræða hliðarhreyfingu eða hreyf- ingu upp og niður er það bak- grunnurinn sem hreyfist. Sérð þú um kvikmyndatöku sjálfur? Nei,þaðgeri ég ekki. Viðgerð teiknimyndar eru margir, sem leggja hönd á plóginn. Allt frá þvi að hugmyndin fæðist, teikn- un fer fram, hljóðupptaka er framkvæmd, lesinn texti og þar til kvikmyndun lýkur. Kvikmyndatakan fer þannig fram i stuttu máli að bakgrunni er stillt upp frammi fyrir kvik- myndavél og siðan er hver filma sett á bakgrunninn, tekin af henni mynd og siðan skipt um Hér heldur Sigurður á lofti bakgrunni teiknimyndar. Þetta eru persónur þær sem fyrir koma i „lengstu teiknimynd á islandi! ” Þeir Kalli króna, Gotti, Gæj, og þjófurinn Krókur. filmu. Að þvi loknu er filman framkölluð og loks klippt. Eftir að þessu er lokið er filman tilbuinn en án hljóð- setningar. Lengsta teiknimynd á íslandi Sigurður örn hefur gert lengstu teiknimynd á íslandi. Ráðherrar þjóðverja og íslendinga þinga á morgun „Ég geri ráð fyrir að ráðherraviðræðurnar við vestur- þjóðverja um landhelgismálið hef jist á morgun, þriðjudag", sagði Einar Ágústsson, utanríkisráðherra í við- tali við Visi í morgun. Wischnewski, aðstoðarutan- rikisráðherra, og sex eða sjö embættismenn taka þátt i við- ræðunum af hálfu þjóðverja. „Ég geri ráö fyrir að ég taki þátt i þessum viðræðum af okk- ar hálfu, en hvaða ráðherra annar gerir það, veit ég ekki enn. Það verður ákveðið á rikis- stjórnarfundi i dag”, sagði Einar. Um nýjar ráðherraviðræður við breta um landhelgismálið, i sagði Einar, að þær yrðu ekki fyrr en að loknum viðræðum sérfræðinga beggja aðila i Reykjavik. „Sérfræðingarnir þurfa að semja skýrslur fyrst. En ég held það sé i næstu viku sem þeir koma frá bretum”, sagði utan- rikisráðherra. Aðspurður um hvar ráöherra- viðræðurnar við breta yrðu haldnar næst, sagö’i utanrikis- ráðherra: „t Reykjav'k. Viö förum ekki aftur.” — ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.