Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 27.10.1975, Blaðsíða 2
2 nfeffisro Hefur þú lent í umferðar- óhappi? HólmfríOur Bcrglind Birgisdóttir, 8ára nemi.Nei, aldrei, og enginn sem ég þekki. Jú, jú, ég kann um- feröarreglurnar, en ég er ekki i umferðarskólanum lengur. Asta Eggertsdóttir, húsmóöir.Já, en aðeins smávægilegu. Það er eiginlega ekkert til að segja frá, en það var mikið gert úr þvi i blöðum. Jú, þegar ég var 3ja ára lenti ég i bilslysi og verð þess vegna öryrki ævilangt. En það man maður ekki. Valgeröur Jónsdóttir, húsmóöir. Nei, aldrei lent i sliku og enginn sem ég þekki. Einar Páll Einarsson, rafvirki. Já, ég hef lent i árekstri. fyrir svona 5—6 árum siðan. Hann var smávægilegur og það slasaðist enginn. Jú, ég hef lent i smávægi- legum óhöppum oftar en i þetta eina skipti. Maria Kristinsdóttir, Ijósmóðir og húsmóöir. Já, ég hef lent i þvi. Fyrir 20 árum siðan lenti ég i árekstri fyrir norðan á blindhæð. Jú, ég slasaðist svolitiö. Siðar lenti ég i smávægilegu óhappi þegar ég keyrði sjálf. lngibjörg Sigfúsdóttir, húsmóöir. Aldrei. En maðurinn minn lenti i árekstri fyrir nokkrum árum sið- an. Þar varö þó ekkert slys. Nýia Jesú- barnið okkar J.P. og Á.S. skrifa/ ,,Áður fyrr voru það Bitlarnir og Elvis Presley en nú er það Donny Osmond sem er fyrir- myndin. Eins fáránleg blaða- grein hefur sjaldan verið birt um poppstjörnu, ef kalla mætti poppstjörnu. Blaðagrein þessi var birt i Visi 18. okt. Þar segir: ..Mæður um viöa veröld mega sannarlega fagna þessari nýju fyrirmynd og horfa fram' á framtiðina með björtum aug um. Hreina, velklædda og um fram allt velklippta syni sina.” Er þetta áróður fyrir rakara og fatahönnuði? Sá sem skrifaði greinina gerir sér ekki grein fyrir þvi að þessi poppstjarna er fyrir lifandi löngu stöðnuð. Og þetta er þvi engin stórfrétt fyrir mæður. Osmond hefur aldrei átt neinum vinsældum að fagna að ráði nema hjá aldursflokknum 8 til 12 ára. Næst þegár birt verður grein um poppstjörnu, ætti það t.d. að vera David Bowie, Eagles eða einhverjar poppstjörnur eða hljómsveitir sem fylgja samtið okkaren ekki þessi geislabaugs- súkkulaðistjarna.” óRÉn- LÆTI! Kvenréttindaklika i Alfta- niýrarskóla skrifar: ,,Á kvennafridaginn, föstu- daginn, var þeim bekkjum skól- ans sem konur kenna, gefið fri en öðrum ekki. Þetta finnst okk- ur ekki hægt. 1 okkar bekk er karlkennari og þvi urðum við að mæta i skól- anum. Við erum konur lika þótt við séum nemendur og þvi fannst okkur ekki nema sann- gjarnt að við fengjum lika fri á kvennafridaginn, en sem sagt: svo var ekki.” Drykkjukvennahœli: Það er Arelius Nielsson skrifar: „Sjáið fyrirsögnina. Óhugn- anlegt er orðið. Það er ömurlegt að gera þurfi þær kröfur, sem I.Þ. gerir um slika stofnun i „Velvakanda” Morgunblaðsins 23. október. En þvi miður, þess er þörf. Samt hefur margt jákvætt gerst oig gott hin siðari ár til hjálpar slikum vesalingum, t.d. gisti- heimili i Grjótagötu og greiðari aðgangur að Kleppi og „Hvita- bandið”. En þörfin eykst. Og það er voðinn. Vonandi verður einhver kvennadeild á drykkju- mannahælinu nýja á Vifilstöð- um. En heyrið mig, kæru þegnar O'g samborgarar. Hvar enda all- ar þessar kröfur i okkar tómu sjóði? Kröfur til skattgreiðenda á Islandi. Þaö er æpt utan af miðum á hærra fiskverð. Þaö er æpt úr Háskóla og öðrum skólum um hærri námsstyrki. Það er æpt um fleiri varðskip og flugvélar. Þaö er æpt um brú á Borgar- œpt... f jörð. Það er æpt um fleiri hæli og stofnanir fyrir geðveika og drykkjusjúka fanga og fjár- vana. Það er æpt — æpt — æpt úr öllum áttum. Hve mörg þúsund greiðum við með einum fanga eða einum drykkjusjúklingi i dag? Hvað þá alla daga ársins og ár eftir ár. 'Gæti það verið 10—15 þúsund á dag? Samt finnst þeim að sjálf- sögðu ekkert að þakka og ekk- ert fyrir sig gjört. Og fjarri sé það mér að teija um of ef árang- ur næðist og einhverjum yrði heill að. En væri samt ekki nær að byrgja brunninn áöur en barnið er dottið i hann ? Væri ekki betra að gæta auðs i mannssálum betur? Væri ekki nær að konur og karlar, þetta fólk, sem telst heilbrigt og heiðarlegt ennþá, tæki á sig rögg til að spyrna fót- um við óhófinu og aumingja- skapnum og stöðva þannig or- sakir ópanna?” Æskulýðsróði...? G.K. hringdi: „I húsinu númer 11 við Fri- kirkjuveg hér i borg fer fram ýmis konar félagsstarfsemi. Aí sérstökum ástæðum hef ég mikla löngun til að fá nánari upplýsingar um eigendur húss- ins og starfsemi þessi. Hverjir eiga húsið og hverjir stjórna þvi? Hvaða skilyrði þari að uppfylla til að fá inni þar fyrir félagsstarfsemi? Hvaða skilyrði uppfylla þeir taflfélags- menn sem þar eru? Og aö sið ustu er borguð leiga fyrir afnot af húsinu og ef svo er hvað er hún þá há? Vfsirfékk eftirfarandi upplýs- ingar á Frikirkjuvegi ellefu: Reykjavikurborg á húsið og sér um viðhald þess, en Æskulýðs ráð hefur afnot af húsinu fyrir ákveðna leigu á ári. Þar fer fram nokkur starfsemi á vegum Æskulýðsráðs sjálfs en lang mest starfa þar félög sem eru LIGGUR ÞER EITTHVAÐ Á HJARTA? Utanúskriftin er: VÍSIR „lesendur hafa orðið' Síðumúla 14 - Reykjavík hrein æskulýðsfélög, eða ert með starfsemi sem höfðar jafnt til ungra sem aldinna t.d. skák og i þriðja lagi félög sem hafa á stefnuskrá sinni málefni serr höfða til barna og unglinga, þótt þau taki ekki beinan þátt í þvi t.d. brúðuleikhús. Vilji félag fá afnot af húsinu að staðaldri sendir það inr. um- sókn sem Æskulýðsráð fjallar siðan um i samræmi við fram anskráð. Þeir taflfélagsmenn sem eru i húsinu eru ekki bundnir aldurs- flokkum og margir þeirra vinna leiðbeinendastörf i skólum fyrir Æskulýðsráð og tengjast þannig beint starfseminni. Þeim félögum sem iá inni með reglulega starfsemi, er reiknaður húsaleigustyrkur sem þau kvitta fyrir en þurfa ekki að borga. Ef fjáröflunar starfsemi félaga fær afnot af. húsinu, t.d. tombólur, þá borga þau húsaleigu. Stofnanir. t.d skólar, sem fá aðstöðu fyrir ein- staka námskeiðshópa greiða einnig húsaleigu.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.