Vísir


Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 1

Vísir - 28.10.1975, Qupperneq 1
vism Þriðjudagur 28. október 1975 — 244. tbl. FYRSTU ÍSLENSKU LJÓNIN — sjá bls. 3 Svissneski snjóflóðafrœðingurinn dr. M. de Quervain: Ráðteggur Eskfirðingum að hœtta við húsbyggingar - segir byggingar í þremur öðrum kaupstöðum komnar langt inn á hœttusvœði vegna snjóflóða Eskfirðingar ættu að hætta við fyrirhugaðar ibúðabygging- ar, vegna snjófióðahættu, ráð- leggur svissneski snjóflóða- fræöingurinn de Quervain. Eftir snjóflóðin á Neskaup- stað um jólin f fyrra, var dr. M. de Quervain fenginn til að kanna snjóflóðahættu hér á Iandi. Skýrsia hans barst nýiega til Almannavarna. Þd að de Qúervain skoðaði ekki sérstaklega á Eskifirði, ályktaði hann af lýsingu á fyrir- huguðu ibúðasvæði, að vegna möguleikanna á snjóflóðum þar á að minnsta kosti 30 ára fresti, að ekki væri ráðlegt að hefja neinar ibúðabyggingar þar. M. de Quervain hefur ýmis önnur ráð á takteinum, sérstak- lega hvað varðar staðina þrjá sem hann heimsótti, Neskaup- stað, Seyðisfjörð og Siglufjörö. Hann ráðleggur, að á þessum stöðum verði komið upp sér- stökum nefndum, sem undirbúi varnarkerfi vegna snjóflóða. Hann leggur til að bæjarstjórnir komi á fót viðtækri starfsemi, sem hafi með höndum allar ráð- stafanir, ef snjóflóð verða. M. de Quervain segir i skýrslu sinni, að miklar varúðarráð- stafanir þurfi að gera á þeim stöðum sem hætta er á aö snjó- flóð veröi á. Hann bendir á, að nú þegar séu ibúða- og iðnaðar- byggingar komnar langt inn á hættusvæði.á stööunum þremur sem hann skoðaði. — ÓH 406 flutn- ingaskip hafa beðið mónuðum saman eftir — Sjá erlendar lOSUn fréttir bls. 5 SÍÐUSTU BÆIRNIR f DALNUM i Laugardalnum eru dalnum, og tröllin sækja framar vinalega kú bita tveir litlir bóndabæir. hart aö þeim. Ef tröllin gras meö háhýsin i bak- Það eru síðustu bæirnir í vinna sjáum við ekki sýn. Sjá bls. 8. Hver segir satt um verð nýju gœsluvélarínnar? Hin nýja Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar mun kosta um 600 miiljónir króna, þegar hún kemur hingað og er tilbúin til gæslustarfa. Landhelgis- gæslan hefur sakað frétta- menn um falsanir í sam- bandi við verð á vélinni. Sjálf virðist hún að minnsta kosti vera sek um nokkra reikningsskekkju. Landhelgisgæslan hefur sagt að umsamið kaupverð hafi verið 436 milljónir króna og sérhæfð tæki kosti um 50 milljónir i viðbót. Endanlegt verð verði þvi um 500 milljónir. en ekki 600 eða 750 milljónir ,,sem sumir blaðamenn hafa sagt”. t greinargerð frá Leifi Magnús- syni, varaflugmálastjóra, hefur nú hins vegar komið fram, að skráð samningsverð er yfir 7,5 milljón gyllini. Það eru yfir 470 milljónir króna. Þá hefur Lanri- helgisgæslunni láðst að geta þess að samningsákvæði um erlendar verðhækkanir á hinum langa tima frá pöntun til afgreiðslu, Gœslan nefndi ekki samningsbundnar verðhœkkanir valda þvi að afgreiðsluverðið, verður nær 550 milljónir. Þar við bætast svo þessar 50 milljónir sem Landhelgisgæslan ætlar til tækjakaupa. I greinargerð Leifs J. Magnússonar kemur einnig fram að ýmsar tæknilegar upp- lýsingar Gæslunnar virðast vera frá árinu 1968. Nokkrar framfarir og breytingar munu hafa orðið siðan. — ÓT.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.