Vísir - 29.10.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 29.10.1975, Blaðsíða 5
VÍSIR. Miðvikudagur 29. október 1975. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND É MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Ú1 UmsjÓn: GP/ABj. Madridbúar fylgjast af eftirvæntingu meðfréttum af heilsufari ,,E1 Caudillo”. Feigðarspárnar rœtast ekki á Franco enn Franco hershöfðingi heyr sitt dauðastríð af sama garpskapnum og aðrar orustur, sem þessi aldni stríðsmaður hefur háð um dagana. Læknar hafa naumast hugað „E1 Caudillo” (leiðtoganum) lif siðustu vikuna, prestar veittu honum hinstu smurningu um helgina, fréttamenn hafa sagt hann vera i andaslitrunum og ekkert virst vera eftir nema ákveða útfarardaginn. En hinn 82 ára gamli leiðtogi Spánar hefur gert öllum þessum hrakspám skömm til, og þrauk- ar enn. Mjög þykir þó vera farið að draga af öldungnum, þar sero hann liggur i Pardo-höllinni fyr- ir utan Madrid. Læknar hans sögðu i gær, að hann væri farinn að missa mátt og væri kominn með blóðtappa. — Áður höfðu þeir sagt frá þvi, að Franco hefði fengið magablæðingar of- an á hjartaslög, sem hann hafði orðið fyrir. — Það er þvi engin kvellisótt, sem lagt hefur gamla manninn i rúmið. Æðstu menn landsins dvöldu lengi kvölds i gær i Pardohöll- inni, og þar á meðal voru þeir, sem taka munu fyrsta kastið við völdum, ef Franco fellur frá. Franco hefur ekki' afsalað sér völdum i hendur arftaka sin- um, Juan Carlos prins. 240 km vind- hraði 32 létu lifið og 56 þúsund misstu heimili sin þegar fellibylurinn Olivia gékk yfir Kyrrahafsströnd Mexico fyrir helgina. Bærinn Mazatlan með 220 þúsund ibúum varð sérlega illa úti. Hermenn og hjálparsveitir vinna nú að björgunarstörfum. Vatnsleiðsla Mazatlan, sem er 880 km norð- vestur af Mexico City, eyðilagð- ist. Er haft eftir björgunarmönn- um að um 200 flóttamenn væru orðnir veikir af hungri og meng- uðu vatni. Þær 56 þúsundir sem misstu heimili sin þyrftu að láta fyrir- berast undir berum himni, en hjálpargögn, matur og lyf barst til þeirra i gær. Fellibylurinn fór með 240 km hraða á klst. Þjóðverjar banna nagladekkin Útlendir bílar með neglda hjólbarða kunna að verða gerðir útlægir af vegum i Vestur-Þýskalandi i vetur. Samgöngumálaráðuneytið hefur mælst til þess við héraðsstjórnir um allt V-Þýskaland, að þær létu vita fyrir'6. nóvember, hvort þær eru sliku banni meðmæltar. En frá og með þessum degi er Vestur-Þjóðverjum bannað að aka á negldum hjólbörðum þrátt fyrir það öryggi sem þeir veita I hálku. A móti vegur það að þeir lengja hemlunar- vegalengdina á þurru malbiki eða steinsteypu (virka þá eins og skautar) og þykja valda tjdni á vegum, sem metið er til fjögurra milljóna marka árlega i V-Þýskalandi. Leitin að Sjakalanum Kona ein var handtekin i London i gær fyrir að hafa aðstoð- að „Sjakalann”, leigumorðingj- ann Carlos Martinez, á flótta hans undan lögreglunni. — Sitja nú tvær konur inni fyrir þessar sömu sakir. Konan sem handtekin var i gær er frá Kólombiu og var sögð hafa geymt fyrir Carlos peninga og pappira sem hann þurfti með til að falsa persónuskilriki. Hin, spænsk þjónustustúlka, hafði geymt handsprengjur og skotvopn fyrir sjakalann. Lögregla margra landa leitar enn Carlos, sem öðru nafni heitir Romero Sanchez, en er oftast kallaður eftir leigumorðingjanum i bókinni „Dagur sjakalans”, en hann virðist gjörsamlega horfinn. Carlos er ættaður frá Venezuela, en var i slagtogi hryðjuverka- mönnum Palestinuaraba og Rauða hersins i Japan. Hann varð að bana tveim frönskum lögreglumönnum sem ætluðu að handtaka hann i júni i sumar eftir ábendingu Libanon- manns, félaga úr samtökum Palestinuaraba. Um leið myrti hann Libanonmanninn. Chaplin í Yom Kippur-stríðinu Alþjóðafundur hershöfðingja og prófessora um október- styrjöldina hófst i Kairo i gær. Hershöfðinginn Mohammed Diaddin Zuhdi sagði, að þakka mætti Charlie Chaplin að egypt- um tókst að komast yfir Suez skurðinn, i upphafi styrjaldar- innar 1973. Egyptar voru búnir að gera 300 árangurslausar tilraunir um leiðir til þess að sigrast á sand- virkjun ísraelsmanna á aust- ur-bakkanum. Þá gaf sig fram liðsforingi nokkur sem séð hafði kvikmynd Chaplins, „The gold- en rush”, (Gullæðið), og stakk hann upp á að notaðar yrðu öflugar vatnsslöngur. Þetta gerðu egyptar og gátu þar með komið fyrstu skriðdrekum sin- um i gegnum varnarlinuna. Má þvi segja að Chaplin hafi barist við hlið araba, sagði Zuhdi hershöfðingi. Hann sagði að vatnsslöngurnar hefðu verið notaðar fyrstu 10 klst, striðsins og hefði afl þeirra jafngilt 500 þúsund klst. vinnu. A ineðan Marokkomenn búa sig undir gönguna miklu fara fbúar i Sa- liara i mótmælagöngu, eins og þessa, sem sést hér á myndinni. Tugir þósunda safnast í göngu Tiu þúsund manns héldu af stað frá Agadir i Marokko til Tarfaya þar sem safnast saman þeir, sem Hassan kon- ungur ætlar að stefna inn i spænsku Sahara. Drifið hefur að Tarfaya múg og margmenni, og hefur verið slegið upp mikilli tjaldborg þar til að skýla fólki fyrir veðri og vindum. Um leið hefur orðið að gripa til sérstakra ráðstafana til að hindra að hryðjuverkamenn geti laum- ast með „sjálfboðaliðunum” og komið illu af stað. Stanslausir flutningar eru með bilum til Tarfaya, bæði liðsauka og svo þarf mikinn aðdrátt fyrir þennan mannsafnað. -»■ T.d. aka 180 vörubilar dag og nótt við að flytja að vatn. Tarfaya er um 30 km frá landa- mærum Sahara, en tjaldborgin sem skipt er i sex staði verður i aðeins eins km fjarlægð frá landamærunum ef hún þenst áfram út, eins og undanfarið. 1 þessum f jölda eru bæði karlar og konur og jafnvel börn, sem fylgt hafa foreldrum sinum, þótt yfirvöld ætlist ekki til að þau séu með f þessari för. — Ófriskar kon- ur eru með i hópnum, og varð ein þeirra léttari i vörubilnum sem var að flytja hana frá Agadir til Tarfaya. Eignaðisthún telpu sem hún lætur heita „Massira” (ganga). Á meðan þetta lið safnast sam- an við Tarfaya herða diplómatar tilraunir sinar til að jafna ágrein- ing Marökko, Alsirog Mauritaniu um framtið Vestur-Sahara, Á meðan þetta lið safnast saman við Tarfaya herða diplómatar til- raunir sinar til að jafna ágreining Marokko, Alsir og Maurtaniu um framtið Vestur-Sahara, sem spánverjar eru að sleppa hendi af. — 1 gær vöknuðu vonir til þess að samkomulag mundi nást bráð- lega svo að ekkert verður hugsan- lega úr göngunni miklu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.