Vísir - 29.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 29.10.1975, Blaðsíða 7
VÍSIR. Miðvikudagur 29. október 1975. 7 Sigvaldi Hjálmarsson skrifar timi til að rétta landið við, meðal annars af þvi að hörmungunum hafði varla linnt, og þar að auki beitti hann aldrei mjög harkalegum aðgerðum. Hann hafði meðal annars þann galla (?) að vera ekki fól, En á þeirri vöntun hefur ýmsum stjórnaranum orðið hált! t Vestur-Pakistan var litil eyðilegging i styrjöldinni, en austurhlutinn gersamlega i rúst. Mujibur Rahman, hinni miklu sjálfstæðishetju og idealista, er einnig og með réttu legið á hálsi fyrir að hafa ekki megnað að endurreisa atvinnuvegina á þvi hálfu íjórða ári sem hann var við völd, hann hafi látið spill- ingu viðgangast og liðið ráða- mönnum að raka saman fé með- an þjóðin svalt og hálfgerðir óaldaflokkaróðu uppi hingað og þangað. Fyrir þetta galt hann með engu öðru en lffi sínu, og sumir af mestu sjálfstæðishetjunum, einsog t.d. ljúfmennið Syed Nazrul Islam, sitja i fangelsi. En þess ber að gæta að spilling þrifst þvi aðeins að við lýði sé einhver snefill af mannréttind- um. Þegar þau eru með öllu af- numin heitir það sem við köllum „spillingu” allt öðru nafni og þykir ekki ámælisvert nema smámenni eigi i hlut! Enginn hefur tekið sér fyrir hendur að upplýsa feril þeirra flokksbræðra Mujiburs sem nú eru við völd, en þeir ornuðu sér ekki siður en aðrir við b jarmann af veldi hans. Þetta vil ég segja þeim manni til málsbótar sem enginn leggur nema illt til þessar vikur. Hefndarmorð Ýmsum spurningum um stjórn Khondakar Mustaque Ahmeds er ósvarað: Ekki er upplýst hversu upp- reisnina gegn Mujibur bar að I raun og veru, og hvert var upp- runalegt samband Khondakar Mustaque Ahmeds við upp- reisnarliðið. Var hann alltaf með i ráðum, eða gekk hann i lið uppreisnarmanna þegar þeir leituðu að reyndum stjórnmála- manni til að taka við? önnur spurning beinist að þætti erlendra rikja I uppreisn- inni. Sama mórguninn og hún var gerð hlaut hin nýja stjórn viðurkenningu tveggja rikja: Pakistans og Kina. Var það þá hneykslun yfir spillingu og slælegum stjórnar- háttum sem olli þvi að Kina hafði aldrei fengist til að viður- kenna stjórn Mujiburs? Svo hlýtur að vera ef ekkert annað bjó undir uppreisninni en hreinsa til og losa landið við spilltan stjórnara. Hver sem vill má trúa þvi! Eða var uppreisnin hefndar- morð? Á það bendir m.a. að hvorki konum né börnum var þyrmt. Allt skiptir þetta máli þvi raunverulegur tilgangur byltingarinnar er veigameiri en yfirlýsingar ráðamanna fyrstu mánuðina. íslom ríkistrú Strax I upphafi birti hin nýja stjórn merkilega yfirlýsingu: Islam skyldi vera rikistrú eins- og I Pakistan. Mönnum kann að finnast að þetta séu litilvæg orð úrþvi mik- ill meirihluti þjóðarinnar er Múhameðstrúar. En hér kemur annað til: Mujibur Rahman sem sjálfur var sanntrúaður Múhameðstrúarmaður vildi samt aldrei á annað hlusta en algert trúfrelsi rikti i Bangla- desh, þvi trqfrelsi væri einn þátturinn i þvi að fólk fengi að ráða sér sjálft. — Ef ekki er trú- frelsi verður tjáningarfrelsi aldrei óheft, og þarsem ekki er tjáningarfrelsi þar er kúgun! Framundan eru tveir vegir: Bangladesh menn gætu haldið áfram á sömu braut og Mujibur Rahman valdi, en ástundað betri stjórnarhætti, meiri ögun og heiðarleika ásamt með rösk- legum aðgerðum i atvinnumál- um. Og þá er vel. En þeir gætu lika horfið til baka þeirrar stjórnarstefnu sem rikt hefur löngum i Pakist- an, þ.e. til mun ihaldsamari sjónarmiða. Varla er til á jarðarkringlunni meiri óskapnaður en Pakistan. Það er sjálfu sér sundurþykkt, landshlutum haldið saman með hervaldi og rúmlega tuttugu fjölskyldur ráða mestöllu fjár- magni landsins. Það er trúveldi sem viðheldur hinum fornu dygðum (?) af öllum mætti. Saga um loforð Astæðulauster að væna Khon- dakar Mustaque Ahmed um flá- ræði, a.m.k. umfram það sem gengur og gerist meðal stjórn- málamanna, en ekkert hefur gerst sem bendir til annars en þess að hann sé að taka upp þau vinnubrögð sem riktu i Pakistan allt frá þvi það varð til. ... Og þá er óvist að þingræði verði komið á i febrúar 1977 þótt þvi hafi verið lofað, eða jafnvel þótt það komist á, að það verði langlift. Saga Pakistan hefur verið saga loforða um frelsi sem ekki hafa verið efnd, og réttinda sem tekin voru af mönnum áðuren þau komust alminlega i framkvæmd. Engir þekkja slika stjórnar- háttubetur en Bangladeshbúar. Einmitt við þá voru þeir að losa sig með þvi að gerast sjálfstætt riki fyrir örfáum árum. Erling Blöndal Bentsson, sellóleikari Sérlega kúltíveraðir listamenn tjáningin liggur i laglinunni sjálfri. Og þessi verk gera ekki siður kröfur til áheyrenda en flytjenda. Erling Blöndal flutti svituna eins og hún er upphaf- lega hugsuð: röðaf danslögum. Honum tókst m jög vel að draga fram sérkenni og karakter hvers danslags: Gavottinn lét hann með skýrum upptöktum eins og vera ber, músettan minnti á sekkjapipu og i gigue eða gikknum birtust einkenni sveitadansins. Aukalagið á tón- leikunum var Sarabanda úr þriðju svftunni sem hann lék af sömu snilld. Mér þótti einnig gaman að heyra sónötu Chopins. Hann samdi aðallega pianómúsik, eins og kunnugt er, enda lá hún án efa best fyrir honum. Þó liggur dáltið af kammermúsik eftir hann, sem sjaldan heyrist flutt. Samleikur Erlings Blön- dals og Arna var prýðilegur. Þeir eru báðir afburða kamm- ermúsikkantar. Sum verkin, sem á efnisskránni voru, gera jafnmiklar kröfur til pianósins og sellósins, til að mynda sónata Beethovens og raunar einnig sónata Chopins. Erling Gröndal og Árni hafa oft leikið saman áður, virðast þekkja hvorn ann- an mætavel, og andlegur skyld- leiki þeirra er ótviræður. Aheyrendur fögnuðu listamönn- unum mjög innilega og það rikti mikil stemmning á þessum tón- leikum. Tónleikar Tónlistarfélagsins i Austurbæjarbiói, 24. október. Flytjendur: Erling Blöndal Bengtsson, sellóleikari og Árni Kristjánsson, pianóleikari. Efnisskrá: Schumann: Fantasia fyrir selló og píanó, op. 73. Bach: Einleikssvfta nr. B i D-dúr fyrir seiló. Beethoven: Sónata i C-dúr op. 102 nr. 1. Chopin: Sónata i g-moll, op. 65 Erling Blöndal Bengtsson er mjög góður sellóleikari. Tækni hans er óbrigðul. Þó er hún ekki takmark i sjálfu sér, heldur miðill til músikalskrar tjáning- ar. Tónn hans er fallegur þó ekki sé hann ýkja mikill. Bæði hann og Árni Kristjánsson eru sérlega kúltiveraðir listamenn. Þeirforðast öfgar I túlkun sinni, andstæður eru ekki mjög skarp- ar, t.d. hvað hraðaval og styrk- leika snertir. En innan þess ramma sem þeir setja sér ræður fingerður skali músikalskrar túlkunar. Leikur þeirra fannst mér njóta sin best I hægum lýr- iskum þáttum: i upphafsþætti Fantasiu Schumanns og hægu þáttunum i sónötum Beethovens og Chopins. Ég hefði á hinn bóg- inn kosið meiri andstæður i' Són- ötu Beethovens, en hann var tónskáld andstæðnanna öðrum fremur. Þetta ber að skoða fremur sem athugasemd en ekki aðf/innslu. Túlkun þeirra á þessu verki var markviss og samræmd. Einleikssvitur Bachs, bæði þær sem hann samdi fyrir fiðlu og selló, eru einhver magnað- asta músik sem hann samdi. Þar er ekkert hægt að fela, öll TÓNLIST Eftir Atla Heimi Sveinsson cTMenningarmál

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.