Vísir - 29.10.1975, Blaðsíða 8
8
VÍSIR. Miövikudagur 29. október 1975.
HVAÐA HEIMILDIR HAFA
SKATTYFIRVÖLD TIL AÐ
BREYTA SKATTLAGNINGU
EFTIRÁ?
Ilér hefur göngu sina þáttur um dómsmál undir heitinu „Mála-
lok”, scm undirritaður hefur tekiö að sér að sjá um ásamt Finni
Torfa Stefánssyni, héraðsdómslögmanni. Ætlun okkar er að gera
i þáttunuin nokkur skil nýiegum dómum, og úrskurðum kveðn-
um upp af dóinstólum iandsins, hvort heldur sem er af dómstól-
um lægra dómstigsins eða hæstarétti. Einnig munum viö, eftir
þvi sem okkur þykir ástæða til, gera dómsmál almennt og rétt-
arfarið i landinu að umræðuefni og kann þá tilgangurinn ýmist
að verða sá að flytja lesendum almennar fréttir af vettvangi
dómsmálanna, leitast við að skýra fyrir þeim þýðingu tiltekinna
réttarreglna eða gagnrýna það, sem okkur þykir miður fara I
réttarframkvæmdinni. 1 upphafi skal ekkert fullyrt um, hversu
langlifir þættirnir verða, en einungis sagt, að við munum halda
áfram, meðan okkur endist vilji og erindi til, nema þá að iifdag-
arnir komi til með að takmarkast af því, sem ritstjórn Visis
þykir ráðlegt að bjóða lesendum sinum upp á. 1 byrjun vonum
við aðganga mcgi að einum þætti á viku visum.
. Jón Steinar Gunnlaugsson, hdi.
Finnur Torfi Stefánsson hdl. Jön Steinar Gunnlaugsson, hdl.
í þessum fyrsta þættí
ætla ég að reifa
úrskurð, sem upp var
kveðinn af fógetarétti
Kópavogs nýlega, þar
sem til úrlausnar var
krafa bæjarsjóðs
Kópavogs og ska'tt-
lieimtu rikissjóðs um
aö gert yrði lögtak hjá
leigubifreiðarstjóra
nokkrum fyrir opin-
berum gjöldum. Snýst
tnálið um heimildir
skattyfirvalda til að
áætla eftirá skatta á
gjaldendur, sem skatt-
yfirvöidin telja, að ekki
iiafi talið rétt fram til
skatts. Mun ég siðan
ræða stuttiega lög-
fræðileg sjónarmið i
þessu sambandi.
Skattstjóri, áætlar
viðbótarskatt.
Málavextir voru þeir, að með
bréfi dags. 30. ágúst 1972 til-
kynnti skattstjórinn i Reykja-
nesumdæmi leigubilstjóranum
með bréfi, að skattframtöl hans
fyrir gjaldárin 1970 og 1971
(tekjuöflunarárin 1969 og 1970),
svo og bókhaldsgögn þau, sem
hann hafði skilað með framtöl-
um sinum, væru ekki nægilega
traust gögn til að þau yrðu lögð
til grundvallar við álagningu
opinberra gjalda þessi ár. Hefði
skattstofan þvi i hyggju að
ákveða honum gjaldstofna til
álagningar opinberra gjalda að
nýju með áætlun. í bréfi sinu
nefndi skattstjórinn 4 atriði,
sem gæfu tilefni til hinnar
væntanlegu áætlunar. 1 fyrsta
lagi væru. tekjur leigubilstjór-
ans miðað viö bensineyðslu
óeðlilega lágar miðað við sam-
bærilega aðila. t annan stað var
bent á, að væri miðað við 14 litra
bensineyðslu á hverja 100 kiló-
metra, hefði leigubilstjórinn
ekið um 38.000 km á árinu 1969
og 34.000 km á árinu 1970, og
yrði að telja þetta óeðlilega
litinn akstur. 1 þriðja lagi væri
lifeyrir hans lægri en „virtist
geta staðist”, og loks var sagt,
að ekki lægju fyrir upplýsingar
um notkun bifreiðarinnar til
eigin þarfa leigubilstjórans.
Siðar var þó horfið frá þvi, að
byggja á þessu siðast talda
atriði um eigin not bifreiðarinn-
ar.
Leigubilstjórinn svaraði bréfi
þessu og taldi til ýmis atriði til
skýringar framtölum sinum.
Benti hann m.a. á, að bifreið sin
væri stór, amerisk bifreið, auk
þess,sem hann hefði ekki heyrt,
að um lágmarkstölu ekinna
kilómetra ætti að vera að ræða.
Þá kvaðst hann einungis hafa
fyrir sér og eiginkonu sinni að
sjá, og hefðu þau hjónin ávallt
orðið að sniða sér stakk eftir
vexti.
Að loknum þessum bréfa-
skiptum tilkynnti skattstjórinn
siðan leigubilstjóranum bréf-
lega, að framtöl hans hefðu
verið tekin til endurálagningar,
þar sem ekki þóttu hafa komið
fram viðhlitandi skýringar við
athugasemdunum i fyrra bréf-
inu. Úrskurðaði skattstjórinn
viðbótargjöld samtals að fjár-
hæð kr. 249.801,00 fyrir bæði
árin.
Úrskurður
ríkisskattanefndar
Leigubilstjórinn mótmælti
hækkun þessari i bréfi, og taldi
hann hækkunina órökstudda.
Engin skekkja hafi fundist i
bókhaldi, og telja yrði útreikn-
inga um bensineyðslu og vinnu-
ástundun út i hött. Hin lági lif-
eyrir væri hagsýni og nægju-
semi þeirra hjóna að þakka.
Gerði hann að lokum þá kröfu
að umrædd hækkun opinberra
gjalda yrði felld niður. Þeirri
málaleitan synjaði skattstjórinn
og skaut þá bílstjórinn máli sinu
til rikisskattanefndar með bréfi
dags. 20.3. 1973. Rikisskatta-
nefnd úrskurðaði þ. 26.9. 1973 að
áætlun skattstjórans væri of há
og voru viðbótargjöldin, sem
bilstjóranum var gert að greiða
lækkuð i kr. 174,420,00. t úr-
skurði sinum sagði rikisskatta-
nefnd m.a.:
„Eins og atvikum málsins er
háttað, var tilefni til að véfengja
framtöl kæranda og gera honum
að greiða skatta að nýju, sbr. 38.
gr. og 37. gr. laga um tekjuskatt
og eignarskatt.
1 kæru til rikisskattanefndar
kemur fram, að kærandi starfi
mikið að félagsmálum og verji
til þess nokkrum hluta af vinnu-
tima sium. Auk þess sé hann
mældur 45% öryrki til leigubif-
reiðastjórastarfa af Trygginga-
stofnun rikisins.”
Var teknaviðbótin siðan lækk-
uð „eftir atvikum”.
Krafa um lögtak
Leigubilstjórinn sætti sig ekki
við ofangreinda úrskurði skatt-
yfirvalda og greiddi ekki við-
bótargjöldin. Kröfðust þá bæj-
arsjóður Kópavogs og skatt-
heimta rikissjóðs, að bæjarfó-
getinn i Kópavogi gerði lögtak
hjá honum til tryggingar gjöld-
unum. Af hálfu leigubilstjórans
var þess krafist að synjað yrði
um framgang gerðarinnar. Var
málið þvi flutt fyrir fógetarétt-
inum um það, hvort skattyfir-
völd hefðu haft heimild að lög-
um til að leggja viðbótarghöld á
bilstjórann með þeim hætti, sem
að framan er lýst.
Sjónarmið
gerðarb>eiðenda
Af hálfu bæjarsjóðs Kópavogs
og skattheimtu rikissjóðs, sem
hér á eftir verða nefnd gerðar-
beiðendur, var visað til ofan-
greindra bréfavskipta auk sér-
stakra upplýsinga, sem skatt-
stjóri Reykjanesýmdæmis lét i
té um við hvað hafi verið stuðst,
þegar tekjuhækkun bilstjórans
var áætluð. Þ.á.m. var visað til
upplýsinga frá félagi leigubif-
reiðastjóra um meðaltekjur
miðað við 1 litra eldsneytis-
eyðslu og væri hið uppgefna
meðaltal nokkru hærra en fram
kæmi i framtölum leigubilstjór-
ans fyrir árin 1969 og 1970. Varð-
andi hinn lágá' liféyri væ'ri
stuðst við útreikning frá Hag-
stofu íslands, sem byggður væri
á visitölu framfærslukostnaðar,
um aimenn neysluútgjöld visi-
tölufjölskyldunnar. Þótti mega
ráða af bréfi skattstjórans um
þetta efni, að tölur Hagstofunn-
ar væru sambærilegar við þann
lifeyri, sem væri útreiknaður
við meðferð skattframtala. Með
samanburði við þessar tölur
þótti skattstjóranum lifeyrir
leigubilstjórans óeðlilega lágur.
Sjónarmið gerðarþola
Af hálfu leigubilstjórans, sem
hér eftir verður nefndur gerðar-
þoli, var I fyrsta lagi byggt á
þvi, að skattstjóri hafi ekki haft
heimild til endurupptöku á þess-
ar álögðum opinberum gjöld-
um, þar eðengin ný gögn eða at-
vik hafi legið fyrir, er gátu rétt-
lætt það. Var i þvi sambandi
visað til ákvæða skattalaga,
sem ég mun ræða nánar siðar.
Siðan vék lögmaður gerðarþola
að þvi að fjalla um hin 3 atriði i
bréfi skattstjórans frá 30. ágúst
1972, sem viðbótarálagningin
var byggð á. Um fyrsta atriðið,
þ.e. að tekjurnar miðað við
bensineyðslu hefðu verið of lág-
ar miðað við sambærilega aðila,
var bent á, að ekki lægiJyrir við
hvaða „sambærilega aðila”
væri miðað. Auk þess hefðu laun
þau,sem gerðarþoli fékk hjá til-
teknum vinnuveitanda verið
nær eingöngu þóknun fyrir bila-
afnot, sem kæmi þá til hækkun-
ar á tekjum á hvern litra.
Varðandi annað atriðið, þ.e.
að gerðarþoli hefði ekið óeðli-
lega litið, tók lögmaðurinn
fram, að hann mótmælti harð-
lega útreikningum skattstjóra á
árskeyrslu. Benti hann einnig á,
að gerðarþoli væri talinn 45%
öryrki til bifreiðastjórastarfa af
Tryggingastofnun rikisins.
Þá mótmælti lögmaðurinn
þvi, að lifeyrir gerðarþola hafi
verið óeðlilega lágur. Áætluð
tekjuviðbót vegna of lágs lifeyr-
is hafi verið óréttlát, þar sem
gerðarþoli hafi getað lifað af
fjárhæðum þeim, er hann hafi
haft til einkaneyslu samkvæmt
skattframtölum 1970 og 1971.
Loks gerði lögmaður gerðar-
þola athugasemdir við þau um-
mæli skattstjórans, að skatt-
framtöl og bókhald væru ekki
nægilega traust til að þau yrðu
lögð til grundvallar við álagn-
ingu opinberra gjalda. Skatt-
stjórinn viki ekki einu orði að
göllum, enda hafi bókhaldið
verið fært skv. lögum um
bókhald.
Orskurður réttarins
Fyrir fógetaréttinum lá nú að
úrskurða um, hvort lögtak
skyldi gert til tryggingar hinum
álögðu gjöldum á grundvelli
þeirra sjónarmiða, sem fram
höfðu komið hjá aðilum um,
hvort farið hefði verið að lögum
við álagninguna.
1 úrskurði fógetaréttarins
segir i fyrsta lagi, að ekki liggi
fyrir neinar opinberar skýrslur
um eyðslu hverrar bifreiðarteg-
undar á bensini miðað við vega-
lengd, en skattstjóri miði við
„sambærilega aðila” i þessu
efni. Siðan segir:
„Gerðarþoli hefur skýrt hina
lágu krónutölu með tvennu
móti, bifreið hans var stór og
eyðslufrek, amerisk bifreið, og
mikill hluti tekna haris hjá BSF
Kópavogs var vegna afnota bif-
reiðarinnar, þótt ekki væri fært i
rekstursreikning hennar.
Skýringar þessar voru reynd-
ar fyrir hendi við áætlun á
teknahækkunum, en ekki er vik-
ið að þeim i úrskurðum skatt-
yfirvalda.
Með þessum skýringum, svo
og með tilliti til þess, að skatt-
stjóri hefur ekki rökstutt nægi-
lega að tekjur gerðarþola séu of
litlar miðað við bensinnotkun
verður ekki byggt á 1. lið bréfs
skattstjóra frá 30. ágúst 1972.”
Um lið 2 i bréfinu segir:
„Skattstjóri telur akstur
gerðarþola óeðlilega litinn mið-
að við þær forsendur, sem hann
gefur sér.
Telja verður þennan lið órök-
studdan með öllu, og verður þvi
ekki á honum byggt.”
Um það álit skattstjórans, að
lifeyrir gerðarþola hafi verið ó-
eðlilega litill segir i úrskurði
réttarins, að hafa verði i huga,
að umræddur visitölugrundvöll-
ur sé byggður á meðaltali, og
þvi ekki óliklegt, að fjölskyldur
komist af með minna en þar
greini. Verði þvi ekki byggð á
þessum lið áætlun um tekna-
hækkun.
Niðurstöðu sina orðar réttur-
inn með þeim hætti, að af fram-
anskráðu sé ljóst, að skattstjóri
og rikisskattanefnd hafi ekki
rökstutt nægilega áætlanir um
hækkun á tekjum, svo sem þó
beri að gera lögum samkvæmt.
Af þeirri ástæðu beri að synja
um framkvæmd hinnar
umbeðnu gerðar.
Rétt er að taka fram, að úr-
skurður þessi þarf ekki að fela i
sér endanlegar málalyktir, þar
sem gerðarbeiðendur kunna að
ákveða að skjóta honum til
MÁLALOK