Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 01.11.1975, Blaðsíða 16
16 VtSIR. Laugardagur 1. nóvember 1975 í í DAG | Q KVÖLD | Q □AG | Q KVÖLD | Q □AG | Sölubörn Visis liafa lengi sett svip sinn á borgina: Mörg börn vinna sér inn talsverða peninga og flest eru þau að safna fyrir einhverju. En fyrir hverju? Rætt verður við sölubörnin I sjónvarpinu á morg- un. Sjónvarp, kl. 18.00 ó sunnudag: Fyrir hverju eru sölubörnin að safna? — rœtt við sölubörn síðdegisblaðanna í „Stundinni okkar" Sölubörn Visis hafa lengi sett stóran og skemmtilegan svip á horgarlifiö með hrópum sínum og köllum. Ekki hafa hrópin heldur minnkað siðan síðdegis- biöðin urðu tvö. Þessir duglegu krakkar fá nú pláss I þættinum „Stundin okk- ar” á morgun. Með sölunni vinna margir krakkar sér inn talsverða peninga, en hvað gera þau við þá? Flest eru þau að safna fyrir einhverju, sagði Sigriður Mar- grét Guðmundsdóttir, en Sigrið- ur sem er annar umsjónarmaö- ur stundarinnar, fór með sjón- varpsmönnum i bæinn og ræddi við nokkur barnanna. Þá eru þau spurð að þvi hvar þau selji helst blöðin, og rabbað er við strákana sem selja við umferðarljósin. En er ekki eitt- hvað um stúlkur innan sölu- barnanna? Ekki virðást þær margar. Að minnsta kosti fundu sjónvarpsmenn ekki nema eina, þó svo þeir reyndu að finna fleiri. En að sjálfsögðu var rætt við þessa einu. Arangurinn sjáum við svo á morgun. Sigriður sagði að það yrði liklega gert að föstum lið i þættinum, að fara út i bæ til þess að forvitnast um hvað krákk- arnir eru yfirleitt að bralla. Ýmislegt fleira er i bigerð, t.d. er nú að hefjast undirbún- ingur jólaefnis. t þættinum á morgun verður fleira en sölu- börnin, svo sem söngur Bessa Bjarnasonar um Rönku og hæn- urnar hennar, mynd um Mishu og býflugu sem heitir Herbert. Loks verður svo sýnd mynd frá fiskasafninu i Kaupmannahöfn. —EA Sjónvarp, kl. 20.30: Hópur af ungum sœtum stelpum - ó ýmsu gengur hjó lœknunum í kvöld Það er von á hóp af nýjum sjúkraþjálfum á spitalann sem allt eru ungar og aö sjálfsögðu fagrar stúlkur. Eftir þessu að dæma ætti að verða lif og fjör hjá Læknunum i kvöld, en að sjálfsögðu kemur upp einhver vandi. Læknarnir fyllast miklum áhuga á störfum stúlknanna, en eitthvað hlýtur þó að búa undir. Duncan kemst i kynni við eina stúlkuna úr hópnum, sem virðist ákaflega saklaus, hann hagar sér i samræmi við það. Hann fæst til þess að bjóða henni á spltalaball, og þar gengur svo sannarlega á ýmsu.... En við biðum bara til klukkan 20.30 I kvöld —EA Sjónvarp, kl. 22.50 annað kvöld: Nýbreytni í sjónvarpi Leikmaður flytur hugvekju Nýbreytni hefur verið tekin upp hjá sjónvarpinu. Ilingað til hafa nær eingöngu prestar flutt kvöldhugvekjuna á sunnudags- kvöldum. Þessu á nú að breyta, og verður fleirum gefinn kostur á að segja nokkur vel valin orð I enda dagskrárinnar. Páll Glslason, yfirlæknir, flytur til dæmis hugvekjuna annað kvöld.'og leikmenn ann- asthana síðan öðru hverju i vet- ur. —EA Páll Gislason. SJÚNVARP • Laugardagur 1. nóvember 17.00 tþróttir. Umsjónarmað- ur ómar Ragnarsson. 18.30 Leikbrúðulandið. End- ursýndir 2 þættir um Meistara Jakob: 1. Meistari Jakob kemur i heimsókn. 2. Meistari Jakob í konungs- höllinni. Frumflutt 1. og 15. april 1975. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. úlf- urinn taminn. Þýðandi Ste- fán Jökulsson. 20.55 Heriúðrar gjaiia. Skosk- ar, enskar, ástralskar, ný- sjálenskar og kanadiskar herhljómsveitir leika her- göngulög við Edinborgar- kastala. Einnig er skemmt með söng og dansi. Þýðandi Stefán Jökulsson. (Evróvison — BBC). 22.10 Eltingarleikur i Atlants- hafi (The Bedford Incident). Bandarisk bió- mynd frá 1965. Leikstjóri James B. Harris. Aðalhlut- verk Richard Widmark og Sidney Poitier. Bandariskur tundurspillir er á eftirlits- ferð á Grænlandshafi. Sovézkur kafbátur sést á siglingu. Bandariski skip- herrann ákveður að fylgja kafbátnum eftir og telur það góða æfingu fyrir skipshöfn sína. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 2. nóvember 1975. 18.00 Stundin okkar. Sýnd verður mynd um býflugu, sem heitir Herbert. Bessi Bjarnason syngur um Rönku og hænurnar hennar. Siðan er mynd um Mishu og viðtöl við börn, sem selja síðdegisblööin I Reykjavlk, og loks sýnd mynd, sem tek- in var á fiskasafninu I Kaupmannahöfn. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristln Pálsdóttir. Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Það eru komnir gestir. Arni Gunnarsson tekur á móti Asa i Bæ, Jónasi Arna- syni, og um 30 nemendum Stýrimannaskólans. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.40 Samleikur á tvö pianó. Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson leika Scara- mouche, svitu eftir Darius Milhaud. Upptaka Egill Eðvarðsson. 21.50 Landrek. Bresk fræöslu- mynd um landreks kenning- una og þá byltingu, sem varö er hún kom fram. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 22.40 Að kvöldi dags. Páll Gislason yfirlæknir flytur hugvekju. Prestar hafa nær einvörðungu flutt þessa kvöldhugvekju frá upphafi, en nú hefur verið afráöiö að leikmenn annist hana öðru hverju i vetur. 22.50 Dagskrárlok. — Finnst þér ekki kominn tlmi til að þétta þennan glugga eitthvað?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.