Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 03.11.1975, Blaðsíða 1
VISIR Mánudagur 3. nóvember 1975 — 249 tbl. Schlesinger vikið burt og risið lœkkað á Kissinger Til uppgjörs virðist hafa kom- ið i valdatafli þeirra Henry Kissingers, utanrikisráðherra, og James Schlesingers, varnar- málaráðherra i stjórn Fords forseta. Búist er við staðfestingu Hvita hússins i dag á þeiin tið- indum, að Schlesinger hafi verið vikið úr ráðherraembætti, en um ieið hafi verið fækkað áhrifastöðum, sem Kissinger gegndi. Þessir tveir áhrifamestu embættismenn Bandarikja- stjórnar hafa lengi verið á önd- verðum meiði um mikilvæg stefnuatriði, og hvor um sig keppt um áhrifin á æðsta mann þjóðarinnar, forsetann sjálfan. Sjá bls.5 MIKIÐ TJÓN í 6 VEÐRINU VESTMANNAEYJAR: 3 bátar slitnuðu frá „Það er langt siðan það hefur komið annað eins ausandi vatnsveður og hér var aðfara- nótt sunnudagsins”, sagði lög- reglumaður sem við spjölluðum viö i Vestmannaeyjum i morg- un. 12 vindstig voru i Eyjum, en vindhraðinn hefur áreiðanlega verið meiri þegar verst lét. Enda var það lika orðað svo, að „hafrót væri” og þá er veður- ofsinn orðinn allmikill. Þrátt fyrir þetta varð litið sem ekkert um tjón i Eyjum. Að visu slitnuðu þrir bátar frá bryggju i nótt og lentu á malar- bakka skammt frá. Ekkert tjón varð á bátunum, og það tók inn- an við klukkutima frá þvi að þetta skeði að koma bátunum íyrir á ný. Lögreglan hafði engar fregnir haft af foki eða tjóni, „enda er oft einkennilega mikið skjól hér i bænum þó svona láti”. KEFLAVÍK: Tvær trillur sukku og vinnuskúr tókst á loft Lögreglan i Keflavik hafði i nógu að snúast i fyrrinótt. Versta veðúr var þá skollið á, og má segja að allt hafi verið á mikilli hreyfingu við höfnina. Tvær trillur sukku, og salt- skip, sem lá við bryggju flutti sig út og lá fyrir utan á meðan veðrið var verst. Voru fest- arnar byrjaðar að slitna. Vinnuskúr sem verkstjórar sem stjórna vinnu við höfnina hafa aðsetur i, fór af stað og fauk einn til tvo hringi, en það tókst aö stöðva hann, áður en hann færi lengra. Að öðru leyti höfðu menn við veðurofsanum. —EA SANDGERÐI: Bfll í sjóinn — fimm bátar upp í fjöru „Það var hroðalegt útlit i höfninni i Sandgeröi i morgun, stórgrýti og steyptar hellur úr bryggjunni foknar upp. Nokkrir bátar slitnuðu upp og fimm rak upp i fjöru. Fjórum tókst að ná út aftur en Skúmur 140—150 tonna bátur liggur enn í fjör- unni. Skemmdir eru ókannaðar enn. Rambler bifreið sem stóð mannlaus bryggjunni skolaðist út af henni I sjóganginum og liggur nú I höfninni.” Þannig lýsti Óskar Hall- grimsson í Keflavik ástandinu I Sandgerði, en hann var þar á- samt fleirum á vakki i nótt. Að hans sögn var vitlaust í morgun kviknaði i báti i Reykjavikur- höfn. —Sjá bak veður þar i nótt, hvassviðri, rigning og haugabrim. Talin er mesta mildi að ekki skyldu fleiri bátar fara upp I fjöru, en sjó- menn voru á verði og reyndu að afstýra tjóni. Ekki var þó unnt að komast út i alla bátana, þar sem sjógangur á kantinum var svo mikill. Að sögn óskars fauk eitthvað af þakjárni af húsum, en veðrið er nú að ganga niöur, þó búast menn við að eitthvað geti gengið á á flóðinu I kvöld og eru þvi við- búnir. —EB GRINDAVIK: Sérstaklega mikil flóðhæð var i Grindavik i nótt og I morgun. A milli klukkan f jögur og fimm i morgun slitnaði stór bátur, Hrafn GK 12, sem er um 300-400 tonn, frá bryggju og rak upp i fjöru. I morgun þegar við höfðum samband við lögregluna i Grindavik voru skemmdir ekki fullkannaðar á bátnum. Talið var að bátar sem lágu við bryggju gætu hafa skemmst eitthvað, þótt þeir hafi ekki slitnað frá. Eitthvað af járnplötum fauk af húsþökum, en ekkert tjón hlaust af. Mikið af grjóti kastað- ist upp á bryggjur. Vont veður var i Grindavik i fyrrinótt en öllu verra i nótt. —EA Þak> vinnuskúrar og tjöld á loft — Herjólfsgatan í Hafnarfirði ófær í morgun Þó ekki liafi orðiö mikið tjón af óveðrinu hér i Reykjavik eða næsta nágrenni liafði lögreglan i vmsu að snúast. I Hafnarfirði var Herjólfsgat- an til dæmis ófær af grjóti i morgun. Þar fauk einnig þak af • hlöðu sem stendur áföst ibúðar- húsi. Ekki nema helmingur þaksins fauk. Sem betur fer hlaust ekk- ert tjón af, enda stendur ibúðar- húsið nokkuð frá öðrum húsum, eða rétt við Reykjanesbrautina. Vinnuskúrar voru á hreyfingu á Seltjarnarnesi i óveðrinu, og þar þurfti lika að bjarga svo- kölluðum simatjöldum, en þar hafa menn aðsetur við vinnu. —EA Gífurlegt tjón ó Eyrarbakka Hér gefur að lita Sólborgu AR 15, þar sem hún liggur á hafnargarðin- um. A ininni myndinni sést gatið sem myndaðist á vegg salthússins þegar sjórinn hafði grafiðundan þvi. Veggirnir voru steyptir og hrundu út. Ljósm. Visis Bragi. Stjórtjón varö i nótt á Eyrar- bakka i ofsaroki og sjógangi. Tveir bátar, Skúli fógeti og Sleipnir sukku I höfninni og Sól- borg AR 15 lagðist upp á hafnar- garðinn. Skúli og Sleipnir eru 22 tonn og 10 tonn og sást hvorki tangur né tetur af þeim er Visir kom á staðinn i morgun. Sólborg- in, 86 lesta, liggur stórlöskuð á hafnargarðinum og um tíuleytið voru inenn byrjaöir að bjarga tækjum úr henni. Salthús frystihússins eyðilagð- ist cr sjórinn gróf undan þvi þannig að steyptir veggir hússins hrundu. Einnig hvarf gersamlega aökeyrslan aö húsinu og stórar steypublokkir þeyttust með sjónr um upp aö veggjum frystihússins. Vatn flæddi inn i nokkur hús og i einu þeirra, sem er um 300 metra frá sjávarmáli, vaknaði maður einn við þaö að sjór flæddi upp undir svefnbekkinn hans. Sjógangurinn náði hámarki sinu um hálfsex-leytiö á flóöinu að sögn nokkurra manna á staönuni. Sögöu þeir að það væri cins og fellibylur hefði gengið yfir og flóðbylgja skolliö á kauptúninu. Sólborgin er i eigu frvstihússins sem er rekiö sem hlutafélag i eigu hreppsbúa. Það hefur þvi oröið fyrir geysilegu tjóni núna en ekki er nema unt hálfur máuuður sið- an veiðafærageymsla frvstihúss- ins á Eyrarbakka brann meö öll- uin veiðarfærum sem voru litið tryggð. —RJ Fjárreiður Kröflu- nef ndar gagnrýndar Kröflunefnd er harðlega gagnrýnd i Alþýðuinanninum á Akureyri sem út kom 29. októ- ber. Er þar sagt að hegðun liennar veki undrun og hneyksl- un og spurt um hvað sé verið að ~ ~ - ------ - ] ' - fela. Fjallað er um fjárreiður nefndarinnar og eyöslusemi gagnrýnd. Meðal annars er sagt að skrif- stofa Jóns G. Sólnes, formanns nefndarinnar, sé einhver sú glæsilegasta á landinu og séu sagðar sögur um óhemjulegan kostnað við flutning hús- gagnanna einna, hvað þá verðið á þeim. Einnig er minnst á ferðalög nefndarjnnar og sagt að Jón G' Sólnes, Július Sólnes og Jón Kr. Sólnes séu nú á ferðalagi i Japan, ásamt eiginkonum sin- um, þeirra erinda að fá lán fyrir Kröfluvirkjun. Getið er um að erfitt sé áð fá upplýsingar um hvernig nefndin eyði þvi fé sem hún hefur til ráð- stöfunar. Er vitnað til nýútkom- innar skýrslu fjármálaráðu- neytis um stjórnir, nefndir og ráð rikisins. Þar er frá þvi skýrt að Kröflunefnd hafi ekki svarað tilmælum um að gera grein J fyrir kostnaði við starfa sinn. i — ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.