Vísir - 03.11.1975, Side 6

Vísir - 03.11.1975, Side 6
6 (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóriogábm: Þorsteinn Páisson Ritstjórifrétta: Árni Gunnarsson Fréttasíjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 línur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Glíma fjármálaráðherra Engum vafa er undirorpið að afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1976 verður prófsteinn á styrkleika rikis- stjórnarinnar i viðureigninni við verðbólguna. Fjármálaráðherrann á vissulega ekki sjö dagana sæla framundan i baráttunni við hagsmunahópa innan Alþingis sem utan. Á siðustu árum hafa rikisfjármálin margfaldast ' nær stjórnlaust. Rikisbúskapurinn hefur verið þan- inn út um leið og þrengt hefur að atvinnuvegum landsins. Svo langt var þessi þróun komin að Seðla- bankastjóri sá sig knúinn til að benda opinberlega á að frekari ásókn rikissjóðs i hirslur Seðlabankans myndi óhjákvæmilega takmarka útlánamöguleika til atvinnuveganna. öllum mátti þvi vera ljóst. að þessa óheillaþróun varð að stöðva. Frumvarp það til fjárlaga fyrir næsta ár sem fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi i byrjun siðasta mánaðar markaði mjög ákveðna aðhaldsstefnu. Það er ótvirætt alvarlegasta tilraun sem gerð hefur verið til þess að stemma stigu við útþenslunni i rikisbúskapnum. Að visu má segja, að æskilegt hefði verið að ganga enn lengra. En i þvi sambandi er þó rétt að hafa i huga að bæði getur verið varhugavert og erfitt að taka of stór stökk i einu. Aðhaldsaðgerðir af þessu tagi koma eðlilega nið- ur á ýmiskonar þjónustu og framkvæmdum. Nú þegar er farið að kyrja þann söng að ekkert megi skera niður. Og sennilega á það eftir að koma á dag- inn að það eru ákaflega fáir sem vilja leggja eitt- hvað af mörkum til þess að yfirvinna þá miklu erfiðleika. sem við glimum nú við. Það eru þessi neikvæðu viðhorf sem f jármálaráð- herra þarf nú að glima við næstu vikurnar ef hann ætlar að fylgja ótrauður fram þeirri ábyrgu stefnu er mörkuð var með fjárlagafrumvarpinu. Fram til þessa hefur það reynst mörgum ráðherrum erfitt að standast kröfur hagsmunahópanna. Upplýst hefur verið, að verðbólgan hafi verið talsvert minni siðustu sex mánuði en næsta ár þar á undan, eða um 25 til 30%. Það á að vera unnt að halda áfram á þessari braut ef menn eru reiðubún- ir til þess að viðurkenna að það kostar nokkrar fórn- ir i bili. Þingmenn geta eyðilagt þennan árangur með þvi að ganga i berhögg við þá stefnu sem fjár- málaráðherra hefur markað. Og það verður sann- arlega eftir þvi tekið hvernig þeir bregðast við þeg- ar kemur að endanlegri afgreiðslu frumvarpsins og þeim lagabreytingum sem áður þarf að gera. í fjárlagaræðu sinni i fyrri viku benti Matthias Á Mathiesen á þær þjóðfélagslegu meinsemdir sem verðbólgan hefur i för með sér. Ráðherrann lagði þannig áherslu á að afleiðingar verðbólgunnar kæmu m.a. fram i röskun á skiptingu eigna og tekna þjóðfélagsþegnanna. Engri þjóð hefði tekist að auka velmegun og félagslegar umbætur samfara örri verðbólgu. Viðast hvar hefði verðbólgan fyrr eða siðar leitt til efnahagslegrar stöðnunar eða hnign- unar og félagslegs misréttis. Hér er sist tekið of djúpt i árinni. En ráðherrann á ugglaust eftir að finna, og gerir sér vonandi grein fyrir, að það verður erí itt að fá þingmenn til að taka þjóðarhag fram yfir kjördæmahagsmuni. Umsjón: GP Kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Schmidt, á nú við sömu erfiðieikana að striða og tveir fyrirrennarar hans — lof erlcndis frá, en minnkandi vinsældir heima fyrir. Eftir þvi sem skoðana- kannanir segja hafa vinsæidir kanslarans farið mjög dvfnandi I heimalandi hans á sama tfma og virðing hans ris hvað hæst i Vestur-Evrópu og Bandarikjun- um. Flokkur kanslarans, sósfal- demókralar hafa farið halloka i sveitarstjórnarkosningum að undanförnu. Svipuð urðu örlög Dr. Ludwig Erhard sem um allan heim var álitinn faðir þýska efnahags- undursins. Pólitfskur órói um miðjan siðasta áratug veikti stöðu hans, og eftir 3 ár var valdaskeið hans á enda. Willy Brandt, fyrirrennari Schmidt’s, var sæmdur friðar- verðlaunum Nóbels, og þing- kosningarnar árið 1972 vann hann i krafti „ostpolitik” sinnar um bætta sambúð við austan- tjaldsrikin. En stöðu hans heima fyrir fór jafnt og þétt hrakandi, og að lokum varð mál austur-þýsks njósnara til þess að hann sagði af sér. Aðalástæðan fyrir breyttri stefnu Bonnstjórnarinnar inrian efnahagsbandalagsins er álitin vera strangari fjárhagsáætlun rikisstjórnarinnar og persónu- leg óbeit kanslarans á allri eyðslusemi. Á þeim 17 mánuðum sem Schmidt hefur setið i kanslara- m mmr A eriendum vettvangi nýtur Schmidt eins og fyrirrennarar hans trausts og álits, en.. heima fyrir fara vinsældir hans þverrandi. stóli hefur hann hamrað á þörf- inni fyrir samstillingu efna- hagslifs i hinum vestræna heimi til þess að vinna bug á verðbólg- unni og síðan á kreppunni al- mennt i heiminum. Efnahags og fjármálaleg vandkvæði heima fyrir ásamt varnarsamvinnu viðNATO hafa verið helstu áhugamál Schmidt. Hin gamla „ostpolitik” Brandts erlátin sitja á hakanum. En þótt verðbólgan sé nú minnst i V-Þýskalandi af öllum Vestur-Evrópu rikjum, hún hefur aðeins verið um 6% á þessu ári og viðskiptajöfnuður- inn haldist þjóðverjum i hag, hefur þó samdráttur gert vart við sig á nær öllum sviðum. Tala atvinnulausra hefur numið yfirheilli milljón, 4,5% af fjölda vinnufærra manna i land- inu allt frá ársbyrjun. Hið mikla fylgistap rikisstjórnarinnar i sveitarstjórnarkosningunum hefur sannað þetta. Þjóðarframleiðsla hefur fallið um 5% frá þvi i fyrra, sem var þá þegar litil, og útgjöld rikis- stjórnarinnar hafa aukist veru- lega, að nokkru leyti vegna hinna miklu atvinnuleysisbóta — á sama tima og tekjur hennar af sköttum hafa minnkað. Rikisst jórnin hefur mætt þessu með stöðugum lántökum, og ekki jukust vinsældir hennar þegar hún hækkaði skatta og greiðslur til almannatrygginga fyrir um tveimur mánuðum. Þótt reynt hafi verið að nota þessa peninga til styrktar svæð- um er sérlega hafa orðið illa úti auk þess sem ýmsum greinum iðnaðar, s.s. byggingariðnaði, hefur verið veittur styrkur þá ætlar spá rikisstjórnarinnar um úrlausn i efnahagsmálum seint að rætast. Það sem varð Dr. Erhard að falli, og var hann þó talinn miklu meiri sérfræðingur i efnahagsmálum en Schmidt, varmiklu smávægilegra en þeir erfiðleikar sem arftaki hans á nú við að glíma. Nýleg skoðanakönnun leiðir i ljés að 43% kjörgengra manna telja Schmidt manna best fall- inn til að gegna kanslaraem- bættinu. Samskonar könnun var gerð i siðasta mánuði, og nam fylgi kanslarans þá aðeins 39% á móti 53% i júli sl. önnur skoðanakönnun sýndi að 43% voru fylgjandi kanslara num, eða 10% færri en i júli, en það er þó 3% meira en fylgi Dr.Helmut Kohl, núv. leið- toga kristilegra demókrata. Þeir, sem einkum hafa grætt á fylgistapi sósialdemókrata, eru ekki stjórnarandst. (þ.e. kristilegir demókratar) heldur minnsti flokkurinn frjálsir demókratar. Schmidt kanslara hefur verið lýst sem „framkvæmdamanni” sem komi hlutunum i verk. Hann hefur átt gagnkvæma fundi með öllum átta leiðtogum hinna efnahagsbandalagsrikj- anna þar 'sem hann hefur lýst yfir áhyggjum sinum af efna- hagsbandalaginu, og i þessum mánuði greip hann til þess óvenjulega ráðs, að skrifa hverjum og einum þeirra persónulegt bréf. Það sem kanslarinn hefur einkum lýst áhyggjum yfir er hin mikla eyðslusemi banda- lagsins, skrifstofuveldið innan bandalagsins, og það hversu litlar tilraunir eru gerðar til að steypa öllu bandalaginu saman i eina héild, en það hefur lengi ‘verið meginpunkturinn i utan- rikisstefnu hinna þriggja stjórnmálaflokka V.-Þýskal. Margir hafa tekið eftir nokk- urri eigingirni af hálfu þjóð- verja er snertir hinar miklu greiðslur þeirra i sjóði banda- lagsins, og einnig þegar þeir lánuðu itölum 2.000 milljónir dollara á siðasta ári. En stjórn Schmidt’s hefur æskt þess að skera niður fram- lög sin til þeirrár sameiginlegu stefnu i landbúnaðarmálum sem frakkar munu aðallega njóta góðs af. Hann hefur tilkynnt hinum þjóðarleiðtogunum að frekari eyðsla verði að vera i þágu bandalagsins i heild, en ekki einfaldlega til að fjármagna innanlandsefnahagsstefnu ein- stakra aðildarrikja. Kanslarinn sem átti mikinn þátt i tilraunum til að halda bretum i bandalaginu fór þess á leit við Harold Wilson forsætis- ráðherra að hann drægi til baka kröfur breta um sérstakt sæti á orkumálaráðstefnunni i Paris núna á næstunni. Vestur-þýskir embættismenn neita þvi harðlega að tillögur þjóðverja um minni eyðslu væru tilraun til að rjúfa einingu efna- hagsbandalagsins, rétt eins og staðhæfingar breta um oliu- framleiðslu sina, ellegar einstaklingshyggja frakka und- irstjórn De Gaulle eða tilraunir þeirra til að vernda vinyrkju- menn sina í trássi við EBE. Það er yfirlýst stefna Bonn- stjórnarinnar, að hún muni standa við allar skuldbindingar sinar við bandalagið en áður en hún láti meira fé af hendi rakna i sjóði þess, þá æski hún frekari framfara i átt til sameiningar. Þessistefna rikisstjórnarinn- ar nýtur stuðnings margra vestur-þjóðverja nú, á timum mikilla efnahagsörðugleika. En þótt þeir séu samþykkir að auk- ið eftirlit sé haft með þvi hve mikið af skattinum er þeir greiða rennur til EBE þá finnst kannski mörgum afstaða stjórnarinnar of hörð. Þessi skoðun kom fram i áhrifamiklu vikuriti er gefið er út i Hamborg. Þar stóö: „Þess- ar prédikanir Schmidt’s yfir leiðtogum hinna efnahags- bandalagsrikjanna komu af stað flóðbylgju ógætilegra upp- lýsinga sem gerir Wilson erfið- ara um vik aðgefa þjóðarstefnu sina (á oliuráðstefnunni) upp á bátinn.” Kanslarinn hefur endurtekið kröfur sinar um nánari efnahagsssamvinnu (innan EBEj, um allan hinn vestræna heim. Kanslarinn hefur verið mjög kappsfullur talsmaður þjóðar sem á allt sitt undir útflutningn um er hann boðar samstillta baráttu gegn verðbólgunni með Bandarikin i fararbroddi. Ber að hafa náið eftirlit með henni til að koma ekki nýju verðbólguhjóli á hreyfingu, seg- irhann. En undantekningar eru þó riki eins og Bretland sem eiga við stundar efnahags- örðugleika að striða.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.