Vísir - 03.11.1975, Side 7

Vísir - 03.11.1975, Side 7
Visir. Mánudagur 3. nóvember 1975, -«k ... svo var vippað yfir — Jæja, sagði EIli. — Strekktu á ólunum, nú byrjum við. Ég mjakaði mér til, til að lagfæra fallhlifina sem ég sat á og rykkti svo i ólarnar sem lágu yfir lærin og herðarnar. — Allt i lagiiiiiiiíiii.... vélin var búin að sveiflast yfir, snöggt en mjúklega. Allt i einu hékk ég i ólunum og horfði á jörðina, beint undir höfði mér. Elieser Jónsson flýgur Zlin listflugvélinni meira og betur en aðrir menn. Dags daglega flýg- ur hann Navajo og öðrum vél- um Flugstöðvarinnar um allar jarðir með farþega og/eða varning. En öðru hvoru (nánar tiltekið alltaf þegar hann getur) spennir hann sig rækilega fast- an i „Zlininn” og lætur eins og Jónatan Livingstone Mávur. (Ef þú hefur ekki lesið þá bók, ættir þú að gera það). Auðvitað var ekki öðrum manni treyst fyrir dýrmætu lifi minu. Hvar ætti Visir annars staðar að fá jafn ódýran vinnu- kraft?! Skyhawk vél frá Flug- stöðinni sem Hörður Hafsteins- son stjórnaði var svo Loftur As- geirsson ljósmyndari. Hörður sagði reyndar á eftir að Loftur ætti ekki að borga nema hálft far, þvi hann hefði verið hálfur út um gluggann mestallan timann. En við skcmmtum okkur alla- vega konunglega i klifri og dýf- um, beygjum og sveigjum, lúppum og snapp-rúllum, chandellum og „wingovers”. Við sáum lika Reykjavik frá ýmsum sjónarhornum. Oftast þó á haus sem mér skilst á öll- um fjármálafréttum að hafi verið mjög vel viðeigandi. — ÓT. Eftir lendingu: Eliaser og folleit- ur blaðamaður Visis (uppistand- andi þó). og á livolf. ...,Er ekki allt i lagi, óli minn? Svona er heimurinn á hvolfi. Mynd ÓT

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.