Vísir - 03.11.1975, Side 8

Vísir - 03.11.1975, Side 8
8 Visir. Mánudagur 3. nóvember 1975. Sjómenn sigldu skipunum i höfn.... í siðast liðinni viku horfði ég á stóran hóp ungra íslendinga, sem gengu með kröfuspjöld og kröfðust meiri peninga úr sameigin- legum sjóði fólksins. Þetta var hávaxið fólk og i góðum holdum, en margt af þvi var klætt eins og fátæklingar og flakkarar fyrri tima, sem þá hefðu kosið að ganga betur búnir ef eymd og örbirgð hefði ekki skorið þeim stakkinn svo þröngan. Fyrir nokkrum dögum las ég um það, að opinberir starfs- menn hefðu sagt sig úr lögum við þjóðfélagið. Forsvarsmaður háskólamenntaðra manna sagði að hans hópur mundi biða og sjá hvernig opinberum starfsmönn- um reiddi af. Sjómenn sigldu skipunum i höfn til þess að leggja áherslu á kröfur slnar. Verkalýðsfélögin hafa sagt upp kjarasamningum sinum. Allir þessir aðilar gera kröfur, og til hvers? Til þjóðfélagsins! Og hvað er þjóðfélagið? Þeir sjálfir. Hvað er lýðræði? Lýðræði segja menn! Hvaö er lýðræði? Sá skiln- ingur, sem ég hefi lagt i þaö orð er sá, að almenningi leyfist að kjósa menn til þess aö stjórna landi og þjóð, þar ræður meirihlutinn. En i hinum vest- ræna heimi hefir skapast vald, sem er sterkara en vilji meirihlutans og erum við sannarlega ekki þar undan- skildir. Þetta vald er félags- valdið. Við höfum i mörg ár búið við það sem kalla mætti einræði félagsvaldsins, þar sem fá- mennir hópar taka sér vald, sem er sterkara en rikisvaldið. ; Það er þægilegt vopn fyrir þá, , sem vilja hinn vestræna heim féigan, en er dauðasök fyrir austan járntjaldiö. Eitt sinn ; þegar'missætti var með mönn- um í þessú landi, var það ráð j tekið að biðja mann, sem allir • treystu, að leggja ráð til. Hann ] lagðist undir feld og hugsaði. | Og ráðið var, að allir skyldu búa við einn sið i landinu. Þetta ráð var tekið og reyndist vel. Mundi það ekki vera jafngott nú og þá. Fátt er hollara hverjum manni en það, að kynna sér sögu þjóðar sinnar. Af henni má margt læra. Við lestur sögunnar sér maður að eymdin var arfur kynslóðanna i þessu landi og skáldið, sem orti um þjóð sina hafði rétt fyrir sér, þegar það sagði, að hennar lif sé eilift kraftaverk. Erfitt að setja sig i spor lið- inna kynslóða Ef við flettum blöðum sögu dómsmála i landinu á siðustu öld, sjáum við að aðal afbrot landsmanna var að stela mat. Ekki vegna þess, að þeir væru þjófar heldur af þvi, að þjóðin var i svelti og margir urðu hungurmorða. Það er erfitt fyrir yngra fólkið i landinu að trúa þessu og enn erfiðara að setja sig i spor liðinna kynslóða. Fólk, sem nú er undir fertugs- aldri, veit ekki hvað er að búa á þessu landi. Það elsta af þessu fólki var smá börn þegar striðið braust út, en annað ófætt. Með strfðinu kom atvinna og peningaflóö, er að mestu hefir haldist sfðan- Kannski er það vegna þess að ungt'fólk gengur nú um götur og torgmeð áletruð spjöld og heimtar, heimtar allt af öðrum, sem alið hafa það upp við allsnægtir og meiri mögu- leika til betra lifs, en nokkur önnur kynslóð, sem i landinu hefirlifaðog varfærum að gera fyrir afkomendur sina. En bráðum á þetta unga fólk sjálft að taka við og uppfylla þær kröfur, sem það nú gerir til annarra. Vonandi fer það ekki ver úr hendi. Kreppulánasjóður Við þurfum ekki að fara langt aftur i timann til þess, að komast i snertingu við baslið, sem þjóðin hefir búið við um aldir. Áratugurinn fyrir siðari heimsstyrjöldina þ.e. milli 1930 og 1940 sem margir muna, var þjóðinni nokkuð þungur i skauti. Áriö 1933 var stofnaður kreppulánasjóöur bænda. Þá var ástandið hjá bændastéttinni I þessu landi þannig, aö hún var sem heild gjaldþrota. Kreppu- lánasjóðurinn var i eðli sinu lög- boðnir nauðasamningar. Bændastéttin varð gjaldþrota Aron Guðbrandsson. Sumt af þvi sem fram kom i ,með skuldaskilasjóði og gengis- lögum um þennan sjóð var fellingum. nokkuð furðulegt. Skuldabréfm En allt þetta lifði nú þjóðin sem hann gaf út voru gerð að samt af. En nú hafa lands- einhverskonar gjaldmiðli. feðurnir, og aðrir kunnugir tjáð Mönnum var gert heimilt að okkur að illt sé i efni Þrátt fyrir greiða með þeim vissa tegund alla velmegunina frá fyrstu skulda þótt skuldirnar væru i dögum styrjaldarinnar og til engu sambandi við sjóðinn og þessa dags. Þá veröur okkur skuldarinn heldur ekki, bréfin fyrst til að spýrja. Höfum við gengu sem gjaldmiðill á nafn- gkkj kunnað okkar magamál? verði. Einu eða tveimur árum og þvi er fljótsvarað. Nei, við siðar var stofnaður kreppulána- kunnum þáð ekki. Og okkur er sjóður bæja & sveitafélaga með nokkur vorkunn: f»lk sem svipuðu sniði og sá fyrri. Stór skyndilega fer úr örbirgð i alls- hluti bæja & sveitafélaga var nægir áttar sig ékki á breyting- einnig á vonarvöl. Á þessum ár- unni og þvi verður hætt við um var útvegurinn litið betur hrösun, enda er það nú komið á settur. Honum var haldið á floti daginn, að betra hefði verið minna og jafnara. En ber þá nokkur ábyrgð á þvi hvernig komið ér? Ef ég lit yfir sögu liðinna ára finnst mér einna mest bera á ábyrgðar- leysi þeirra, sem hafa stjórnað okkur svo og þeirra manna, sem hafa haft forystu fyrir al- mannasamtökum ilandinu. Það . er talað um ábyrga stjórnmála- menn og stjórnmálaflokka. Satt að segja þekki ég ekki á- byrgðarlausari aðila. Þrátt fyrir öll glappaskot, sem þeir hafa gert, minnistég þess ekki að nokkur þeirra hafi verið kallaður til ábyrgðar gerða sinna, sama gildir um forsvars- menn félagsvaldsins. Þessir aðilar hafa gert marga hluti, sem virðast hafa valdið þjóð- félaginu tjóni og látið annað ógert sem hefði getað orðið al- menningi til gagns. Það að vera undir verndar- væng stjórnmálaflokkanna skapar mönnum einskonar friðhelgi. Ef réttmætar aðfinnslur koma á gerðir þeirra og hegðun risa blöð flokksins upp til handa og fóta og breiða sig yfir þá i nafni rétt- lætisins og hlifiskildinum er haldið yfir þeim þar til ávirðingarnar eru gleymdar. Þar sem lýðræðið stendur styrkum fótum er þessu á annan veg farið. Ekki er langt að minnast þess, að Banda- rikjaforseti varð að hrökklast frá völdum vegna ávirðinga i starfi. Þar virðist eitt og hið sama ganga yfir sendilinn i hvita húsinu og húsbóndann. Það hefir verið bent á þetta sem vott um öngþveiti i ameriskum stjórnmálum, en það er raun- verulegt dæmi um stjórnarfars legan styrk. Ég held að ástandið hjá okkur væri skárra, ef . við byggjum við þá reglu, að menn væru meir gerðir ábyrgðir gerða sinna og ekki sist þeir,sem hafa forystu fyrir fólkinu. Ungu mennirnir, sem báru spjöldin og heimtuðu, sögðust ekki bera ábyrgð á kreppu auðvaldsins. Af einni ástæðu er þetta rétt. Þetta er ábyrgðarlaustfólk og getur þess vegna ekki borið ábyrgð á neinu. Það vantar allan lifs- þroska, . aðrir hafa alið önn fyrir þvi og þekkir ei aðra leið i lífinu en áð heimta. Með tið og tima, þegar lifið hefir slipað af þvi vankantana getur þetta vafalaust orðið myndar fólk, og þá sér það, að spjaldburðurinn var ungæðislegt gönuhlaup. me

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.