Vísir - 03.11.1975, Page 17

Vísir - 03.11.1975, Page 17
Visir. Mánudagur 3. nóvember 1975. 17 1AG í DAG | D KVÖLD | Q □AG | D KVÖLD 1 □ □AG | Sjónvarp kl. 21.10: „Stórvirki úr steini" 3. þátturinn um upphaf og þróun mannkyns „Stórvirki úr steini” heitir þriðji þátturinn Ur fræðslu- myndaflokknum Vegferð mann- kynsins, sem sýndur er i kvöld. Jacob Bronowski heitir höfundur þáttanna, og það er einmitt hann sem við sjáum hér á meðfylgjandi mynd. Hann var stærðfræðiprófessor, fagurkeri og skáld og siðustu 10 ár ævi sinnar, reyndi hannaðgera sér grein fyrir þvi hvað það er sem greinir mennina frá dýrunum. Þátturinn i kvöld hefst klukkan 21.00. — EA. Sjonvarp kl. 22.50: Það er hœgt að kenna öllum allt" Þáttur um skólamál tekinn upp í Kennaraháskólanum „Það er hægt að kenna öllum allt”. Þetta er heiti sjónvarps- þáttar i kvöld sem fjallar um skólamál. Þáttur þessi er gerður i samráði við Kennaraháskóla Islands og er tekin upp þar. Hann er sendur út i tengslum við tvö útvarpserindi um sama efni, sem flutt voru 26. og 28. október sl. Á vegum Kennaraháskóla Islands var i sumar haldið námskeið þar sem skólamönn- um voru kynntar nýlegar stefn- ur i kennslufræðum og hvernig megi hagnýta þær i skólastarfi. Voru flutt 7 erindi um þetta efni og auk þess fór fram sýni- kennsla i tengslum við þau og umræður. I reglugerð Kennara- háskólans er kveðið svo á að nýttar skuli ýmsar námsleiðir við endurmenntun kennara eftir þvi sem við verður komið, t.d. útvarp og sjónvarp. Þar sem það efni sem fram kom á þessu námskeiði þótti vandað og girnilegt til fróðleiks var þess farið á leit við útvarps- ráð að erindin yrðu flutt i hljóð- varpi og sýndir i sjónvarpi þeir þættir sem best nytu sin á þeim vettvangi. Útvarpsráð tók vel i þessa beiðni og var ákveðið að flytja 5 erindi um kennslufræðileg efni og jafnhliða sendir út i sjón- varpi 2 þættir, sem gefa hug- mynd um hvernig þær kenning- ar, sem fjallað er um i erindun- um, eru nýttar i kennslu. Stytta varð erindin nokkuð fyrir flutn- ing i útvarpi. Tvö erindi og tveir sjónvarps- þættir verða að biða flutnings fram yfir áramót, en það er erindi Andra Isakssonar prófessors um kenningar Piaget og sýnikennsla i tengsl- um við það sem Ingvar Sigur- geirsson kennari annast, og einnig erindi Kára Arnórssonar skólastjóra um „opinn skóla’' og þáttur i sjónvarpi um starf- semi Fossvogsskóla, sem starf- tækrur er sem „opinn skóli”. . Upphaflega var þetta efni ætl- að kennurum, en þar sem skóla- mál snerta hvern einasta borg- ara að einhverju leyti er talið að efnið eigi engu siður erindi til almennings. Þátturinn i kvöld fjallar um hugmyndir dr. Jerone S. Bruners um nám og kennslu. Hann var til skamms tima prófessor i uppeldis- og kennslu- fræðum við Harvardháskóla i Bandarikjunum. — EA. Útvarp kl. 20.30: Nú œttum við oð verða fróðarí um fyrírlesara Nýr þáttur: „Gestir á íslandi" Flestir hverjir hafa ekki hug- mynd um alla þá fyrirlestra sem fluttir eru hér á landi. Menn koma erlendis frá til þess að flytja fyrirlestra en oftast er það ekki nema fámennur hópur sem á hlustar. Nú horfir þetta þó allt til batnaðar. Menn ættu að verða öllu fróðari um þessa fyrir- lestra. I útvarpinu i kvöld hefst nefnilega þáttur sem Raliast „Gestir á Islandi”. í þessum þætti verða fluttir kaflar úr fyrirlestrum. Ólafur Sigurðsson fréttamaður sér um þáttinn. ifyrsta þættinum verða fluttir kaflar úr fyrirlestri Gro Hageman um norska kvenna- Þátturinn hefst klukkan 20.30 , og stendur i hálfa klukkustund. Ólafur Sigurðsson frettamaður ser um þattinn „Gestir a islandi __________________________ EA, sem hefur göngu sina i kvöld. | IÍTVARP » Mánudagur 3. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55: Séra Erlendur Sigmundsson flytur. Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Guðlaugsdóttir les „Eyjuna hans Múmin- pabba”eftir Tove Jansson i þýðingu Steinunnar Briem (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. lJúnað- arþáttur kl. 10.25: Magnús B. Jónsson talar um búnað- arfræðslu. islenskt mál kl. 10.40: Endurtekinn þáttur Ásgeirs Bl. Magnússonar. Morguntónleikar kl. 11.00: Jascha Siiberstein og La Suisse Romande hljóm- sveitin leika Fantasiu fyrir selló og hljómsveit eftir Jul- es Massenet, Richard Bon- ynge stjórnar / Hljómsveit Tónlistarháskólans i Paris leikur „Árstiðirnar”, ballettmúsik op. 67 eftir Alexander Glazunoff, Albert Wolff stiórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á fullri ferð” eftir Oscar Clau- sen Þorsteinn Matthiasson les (14). 15.00 Miðdegistónleikar. La Suisse Romande hljóm- sveitin leikur „La Source” ' — „Lindina” — eftir Deli- bes, Victor Olof stjórnar. Leonid Kogan og Alexander Ivanoff-Kramskoy leika gitar eftir Granyani. Svjatoslav Richter og Filharmoniusveitin i Varsjá leika Pianókonsert nr. 2 i c- moll eftir Sergej Rach- maninoff, Stanislav Wis- locki stjórnar. 6.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.00 Ungir pennar. Guðrún Stephensen sér um þáttinn. 17.30 Að tafli. Ingvar Ásmundsson menntaskóla- kennari flytur skákþátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Stefán Þorsteinsson kennari i Ólafsvik talar. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Gestir á islandi. Þættir úr fyrirlestrum. — Ólafur Sigurðsson fréttamaður sér um þáttinn. 1 fyrsta þætti verða kaflar úr fyrirlestri Gro Hageman um norska kvennasögu. 21.00 Strengjakvartett i F-dúr eftir Maurice Ravel. Craw- ford-kvartettinn leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn O. Stephensen leikari les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. úr tón- listarlifinu. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 22.40 Skákfréttir. 22.45 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Mánudagur 3. nóvember 1975. 20.00 Fréttir og veður., 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Iþróttir. Myndir og fréttir frá iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.10 Vegferð mannkynsins. Bresk-ameriskur fræðslu- myndaflokkur um upphaf og þróunarsögu mannkyns- ins. 3. þáttur. Stórvirki úr steini. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.00 Sullens-systurnar. Breskt sjónvarpsleikrit úr myndaflokknum Country Matters, byggt á sögu eftir A.E. Coppard. Nitján ára piltur verður ástfanginn af konu, sem er sjö árum eldri en hann, og hann vill að þau gifti sig. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.50 Skólamál. „Það er hægt að kenna öllum allt”. Þátt- urinn fjallar að þessu sinni um hugmyndir dr. Jerone S. Bruners um nám og kennslu, en hann var til skamms tima prófessor i uppeldis- og kennslufræðum við Harvardháskóla i Bandarikjunum. Þátturinn er gerður i samráði við Kennaraháskóla Islands og tekinn upp þar. Hann er sendur út i tengslum við tvö útvarpserindi um sama efni, sem flutt voru 26. og 28. október s.l. Umsjónarmað- ur Helgi Jónasson fræðslu- stjóri. 23.10 Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.