Vísir - 03.11.1975, Side 18

Vísir - 03.11.1975, Side 18
18 Vísir. Mánudagur 3. nóvember 1975. fín frœgasta kirkja Bandaríkjanna... Ein frægasta kirkja Banda- rikjanna — Dómkirkja Washingtonborgar — eyðir nærri 200.000$ á ári til varnar gegn þjófum og spellvirkjum. „Það er slæmt timanna tákn að þaö skuli þurfa aö hafa tutt- ugu og fjóra öryggisverði til að gæta kirkju”, sagði fram- kvæmdastjóri kirkjunnar John Bayless. „Maður fer að óttast um hvert heimurinn stefni eig- inlega.” Kirkjan, sem stendur við Potomacfljótið er biskupssetur anglikönskukirkjunnar á staðn- um. Hún er talin eitthvert glæsi- legasta dæmi gotnesks stils i Bandarikjunum, og þar hafa Woodrow Wilson forseti og George Dewey aðmiráll verið jarðsettir. „Þangað var fólk vant að koma allan tima sólarhringsins til að biðjast fyrir,” sagði Bayless. „En innrásir glæpa- lýös voru orönar svo tiðar, aö viö neyddumst til að loka klukk- an sex.” Jafnvel þótt fjölmargir verðir séustöðugt nálægir, lögreglubill aki framhjá reglulega og mjög fullkomið hljóðgreiningarkerfi sé f kirkjunni, er þó sifellt verið að brjótast inn i hana. Sem dæmi nefndi Bayless að brotist væri inn i kirkjuna að meðaltali tvisvar í viku, dýrmætum veggteppum heföi verið stolið, öskjur þær, sem- notaðar eru undir gjafir til fátækra, eru rændar reglulega og loks vinna spellvirkjarnir tjón á innanstokksmunum, brjóta rúður o.fl. Verið er að stækka kirkjuna, og er sifellt brotist inn i nýbygginguna og unnar þar ýmsar skemmdir. Að sögn Bayless hefur verið brotist inn i kirkjuna i mörg ár, en innbrot hafa margfaldast undanfarin ár. Þeir 200.000 dalir sem fara til öryggisgæslu gætu vel runnið til endurbóta á skrif- stofum i kirkjunni. Elgvciðar eru nú hafnar af fullum krafti i Heiömörk i Noregi, og segjast veiðimennirnir aldrei hafa scö cins mikiö af elg i skógun- um og núna. Margir hafa þegar fyllt vciöikvóta þann sem þeim er leyföur. Hcr sést stoltur veiðimaöur, Karl Westby frá Eöten, hjá nærri 300 kilóa tarl'i er hann felldi. A hornakrúnu tarfsins voru um l'immtán greinar. Elgveiðar í Noregi... Þessi scrkennilegi háskóli er i Konstanz við Bodenvatn i V.-Þýskalandi. Eýöháskóli þessi var byggður árið 1966. Arlega innritast um 2.500 stúdentar þangað, og eru þar kennd hókmenntafræði, heimspeki, félagsvisindi, auk þess sem hægt er aö ljúka námi á f efnafræði á fjórum árum. Skólinn er sérlega hannaður með þörf stúdenta á útivist fyrir augum, en ekki fylgdi myndinni, liver arkitektinn væri. Meðalnámstimi við vesturþýska háskóla eru 12 annir, en við háskólann i Konstanz eru þær ekki nema 8.4. Hœst launaða íþróttakona heims í það heilaga... Nýlega gengu skautakonan Janet Lynn og sálfræði- nemi frá New York, Rick Salomon/í það heilaga. Sú vígsla var af mörgum talin vera nokkurs konar sam- eining Lúterstrúar og gyðingadóms. Helgisiði r almennrar mótmælendakirkju og fornar venjur gyðinga voru viðhöfð hlið við hlið við gifting- una. Janet Lynn, sem heitir réttu naf ni Janet Nowicki, er nú hæstlaunaða iþróttakona i heimi. Hún skrýddist brúðarkjól er móðir hennar, frú Florian Nowicki, hannaði sérstaklega f yrir hana. Hann var svipaður að gerð og f rú Nowicki hafði sjálf borið við giftingu sina árið 1946. Hvað er í JRDPICANA* ? Engum sykri er bætt í JRDPICANA Engum rotvarnar- efnum er bætt í JROPICANA Engum bragðefn- um er bætt í JRDPICANA Engum litarefnum er bætt í JRDPICANA JRDPICANA er hreinn appelsínusafi og í hverju glasi (200 grömm) af JROPICANA er: A-vitamln 400 aa Bi-vltamln (Thlamln) 0,18 mg B2-vltamtn (Riboflavln) 0,02 — B-vitamlniS Niacin 0,7 — C-vItamln 90 — Járn 0,2 — Natrlum 2 — Kallum 373 — Calcíum 18 — Fosfór 32 — Eggjahv.efn! (protein) 1,4 g Kolvetni 22 — Orka 90 he Fékkst þú í morgun?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.