Vísir - 07.11.1975, Síða 4

Vísir - 07.11.1975, Síða 4
4 VISIR. Föstudagur 7. nóvember 1975. Norska sendiráðið óskar að ráða mann i um það bil tvo mánuði frá 15. nóv. n.k. til af- leysinga við símavörslu/ móttöku og hús- varðarstarfa. Einhver kunnátta í norsku er nauðsynleg. Uppl. um starf ið veittar í síma 13065 kl. 9-12 og 13-16. Starf yfirleikmyndateiknara Þ jóöleikhússins er laust til umsóknar frá l. janúar 1976. Laun samkv. 23. launa- flokki rikisstarfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Þjóðleikhússins. Umsóknarfrestur er tii 5. desember. Sýning í Hjúkrunarskóla íslands Sýnd verða sjúkragögn i Hjúkrunarskóla islands næstkomandi laugardag og sunnu- dag kl. 13 til 18 báða dagana. Niu fyrirtæki taka þátt i sýningunni. Allir velkomnir. Hjúkrunarnemafélag íslands. Nýkominn í fiskabúr GULLFISKABÚÐIN Skólavörðustíg 7 sími 11757 BILAVARAHLUTIR Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Ath. breyttann opnunartima. Höfum framvegis opið kl. 9-6,30 Höfðatúni 10, Opið frá kl. 9 laugardaga suni 11397. — T alla virka daga og 9—3 Hið nýja hús Evrópuráðsins sem hornsteinn var lagður að á árinu 1972 og væntan- lega verður tekið i notkun á næsta ári. or sem mannréft- indi eru í heiðri höfð Mannréttindi eru viða fótum troðin og þeim rikjum fer fjölg- andi sem hafna lýðræði og taka upp einræðis- stjórnarfar. Einnig i Evrópu — þar sem lýð- réttindi eiga sér langa hefð — koma upp mál þar sem uppvist verður um brot á mannrétt- indum. „Nefndin tekur til meðferðar 400 til 500 mál á hverju ári. Þessi mál eru af misjöfnum toga spunnin. Af þessum málum fara u.þ.b. 20 til mannréttindadómstólsins. Frá þvi að ráðið var stofnað, hafa yfir 7000 manns borið fram beiðni varðandi mannréttindi. Þorra þeirra var hafnað þar sem þær skorti stoð i lögum. Mannréttindasáttmáli Evrópu gekk i gildi árið 1953. Þau riki sem undirritað hafa sáttmálana skuldbinda sig til þess að stuðla að varðveislu og eflingu mannréttinda. Riki þau sem undirritað hafa sáttmálann eru 18 að tölu. Mannréttindanefnd Evrópu Þrjár meginstofnanir tryggja mannréttindi i Evrópu. Fyrsti aðilinn sem fjallar um mann- réttindi er Mannréttindanefnd Evrópu. í henni á sæti maður tilefndur af hverju aðildarrikj- anna sem þó starfar sjálfstætt og án afskipta heimalands ins. Af íslands hálfu situr Gaukur Jörundsson, prófessor, i nefnd- inni. Hann var inntur eftir helstu verkefnum Mannréttindanefnd- arinnar. „Mannréttindanefnd Evrópu hefur það hlutverk með höndum að taka við kærum sem berast út af ætluðum brotum á Mann- réttindasáttmála Evrópu. Nefndin getur synjað að taka beiðni til greina og er ákvörðun hennar endanleg og verður ekki áfrýjað. Taki nefndin beiðnina gilda skilar hún áliti hvort málið skuli tekið fyrir. Þá hefst gang- ger rannsókn á málinu og nefridin gerir drög að itarlegri skýrslu og tillögu að dómsniður- stöðu. Náist ekki samkomulag milli aðila fer málið til ráð- herranefndarinnar eða mann- réttindadómstólsins eftir þvi sem við á.” Hvað fara mörg mál til Mann- réttindanefndarinnar á ári hverju? Margvisleg mál koma fyrir Mannréttindanefnd. Á þeim árum sem Mannrétt- indanefndin hefur starfað hefur hún haft til umfjöllunar mjög mörg og margvisleg mál. Flest koma þau frá hinum stærri löndum Evrópu eins og Eng- landi og Þýskalandi. Sem dæmi um fjölbreytileika þeirra mála sem koma fyrir nefndina má nefna: Kæru sem tveir sviar hafa lagt fyrir Mannréttindanefndina þar sem þeim var neitað um launahækk- un vegna þess að þeir hefðu ver- ið I stéttarfélagi sem boðaði verkföll árið 1971. Stéttarfélag belgiskra lög- regluþjóna leitar nú réttar sins um þátttöku i viðræðum um kaup og kjör meðlima sinna. Kært hefur verið til Mannrétt- indanefndarinnar vegna óhæfi- lega langrar málsmeðferðar. Gaukur Jörundsson er spurð- ur hvort mörg mál frá tslandi hafi verið fjallað um af Mann- réttindanefndinni. „Sárafá islensk mál hafa komið fyrir Mannréttinda- nefndina. Að visu eru nokkur i meðferð núna hjá nefndinni vegna banns við hundahaldi.” Hverjir geta kært til Mannréttindanefndar? Til þess að Mannréttinda- nefndin taki til nánari meðferð- ar þær kærur sem henni hafa borist frá einstaklingum, þarf ýmsum skilyrðum að vera full- nægt. Þannig visar nefndin frá sér öllum kærum sem berast frá ónafngreindum aðilum, svo og kærum sem bersýnilega hafa ekki við rök að styðjast. Ekki eru heldur teknar gildar kæru- heimildir sem áður hafa verið rannsakaðar af nefndinni eða fela i sér misnotkun á kæru- heimildinni. Þá er það skilyrði að einstakl- ingur hafi reynt til hins ýtrasta að fá leiðréttingu mála sinna i heimalandinu, og að hann hafi siðan kært til nefndarinnar innan sex mánaða frá þvi að úr- slitadómur eða ákvörðun fékkst. Flestar þær kærur sem berast Mannréttindanefndinni eru frá einstaklingin, en fáar hafa verið bornar fram af hálfu eins aðild- arrikis á hendur öðru. Aðildarrikin eru ekki skuld- bundin til þess að viðurkenna kærur einstaklinga, nema þau hafi gefið um það sérstaka yfir- lýsingu — og hafa 13 þeirra gert það. —EKG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.