Vísir - 07.11.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 07.11.1975, Blaðsíða 14
14 T— VÍSIR. Föstudagur 7. nóvember 1975. LÍF OG LIST UM HELGINA Atriði úr myndinni Emmanuelle sem sýnd er i Stjörnubiói Naktar konur og negrahrollvekja Bidin verða sæmilega lifleg yfir heigina, i einu er negra- hrollvekja, öðru spennandi sakamálamynd, i þvi þriðja snilldarverk og svo má lengi telja. Og það sem meira er, það eru ekki allar myndirnar bannaðar börnum. Stjörnubiósýnir þá mynd sem einna mesta athygli kemur til með að vekja, Emmanuelle. bessi mynd er frönsk með ensku tali og fjallar um unga stúlku, gifta sendiráðsstarfsmanni. Þau búa i Thailandi og það er regla I hjónabandi þeirra að þau njóti algers frjálsræðis. Þessi mynd hefur það fram yfir aðrar sem sýndar eru þessa dagana að Emmanuelle er sjaldnast i fötum. Austurbæjarbió endursýnir tvær myndir, t klóm drekansog Fýkur yfir hæðir.Þessar endur- sýningar eru vegna þess að bió- ið biður eftir að fá The Exorcist til sýningar, sem verður væntanlega eftir helgina. Laugarásbió hóf nýlega sýningar á Barnsráninu með Michael Caine i aðalhlutverki. Þetta er sakamálamynd og gengur út á það að barni stjórnmálamanns er rænt og leitað er að þvi. Inn i söguþráð- inn blandast siöan allskonar flækjur sem gera málið erfitt viðureignar. Að sögn fróðra manna er vel þess virði að sjá þessa mynd. Tónabíó heldur enn áfram sýningum á Tommy og gerir væntanlega fram yfir helgi. Ef það er einhver sem enn þekkir ekki efni myndarinnar má geta þess að það er mikið stilfærð ævisaga manns, sem á sér- kennilegan hátt verður átrúnaðargoð ungs fólks. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hafnarbió sýnir Sviðsljós C'haplins. Það er meistaraverk sem enginn ættiað láta fram hjá sér fara. Chaplin er þar i essinu sinu og gerir úttekt á lifi lista- mannsins sem hefur misst vinsældir sinar og berst við einmanaleikann. Bæjarbióer nýbyrjað að sýna Blakúla sem er smkv. auglýs- ingu negrahrollvekja af nýjustu gerð. Ekki náðist samband við bióið til að fá nánari upplýsing- ar. Háskólabió sýnir S.P.Y.S. og fjallar hún um njósnara i Frakklandi. Þar er gert hið mesta grin að njósnurum og starfi þeirra. Hún fjallar aðal- lega um tvo njósnara sem hafa verið reknir úr þjónustunni og reyna þeir af öllum mætti að selja upplýsingar til að afla sér viðurværis. Þeir eiga sér félaga úr róttækum samtökum ffakka og er takmörkuð hjálp af þeim félagsskap. Sæmileg mynd. Nýja biö heldur áfram sýningum á Lokaorrustunni um Apaplánetuna og verður hún væntanlega sýnd framyfir helg- ina. Þessi mynd er sú fimmta i röðinni af apaplánetumyndun- um sem sýndar hafa verið við hina sæmilegustu aðsókn. rj Gagnrýnendur segja þetta um Saumastof una Frumsýning Saumastofunnar var 28. okt. s.l. Mikil aðsókn hefur verið að leiknum. Indriði G. borsteinsson segir m.a. iVisi: Kjartan Ragnarsson hefur skrifað ágætt byrjanda- verk, raunar miklu betra en maður trúði á að óséðu”... „Þessi hlutverk eru öll mjög vel gerð, hvert á sinn hátt. Þó mun mörgum verða eftirminni- legastur þáttur Soffiu Jakobs- dóttur”. Ólafur Jónsson skrifar m.a. i Dagblaðinu: „Þetta tekst auð- vitað misjafnlega, sumt betur annað verr eins og gengur, en styrkur sýningarinnar fannst mér látleysi hennar og einlægni i meðferð alveg raunverulegs efniviðar.” Og „Þannig bland- aðist margvislega glens og alvara i Saumastofunni, sýningu sem alltént er mjög svo geðfelld i látleysi sinu, einatt hnyttin og spaugvis.” Hákarlasól frum- sýnd á Lrria sviðinu í Þjóðleikhúsinu Á sunnudag kl. 20.30 frumsýnir Þjóðleik- húsið leikritið Hákarlasól, tviþáttung eftir Erling Hall- dórsson. Er þetta fyrsta leikrit hans sem hann leikstýrir jafnframt. Leikritið fjallar um þrjá menn, sem i viðureign sinni við kassa smám saman breytast i trúða. Verkið túlkar lifsbaráttu manna almennt og hvernig þeir mótast I sama farveg i þeirri baráttu. Fyrri verk höfundar eru einkum Minkarnir sem Leikfélag Reykjavikur flutti 1973 en áður var það sýnt á Akureyri. Annað verk Erlings Reikni- vélin er væntanlegt i sjón- varpinu innan skamms. Leik- endur i Hákarlasól eru þeir Gunnar Eyjólfsson, Sigmundur örn Arngrimsson og Sigurður Skúlason. Leikmynd gerði Magnús Tómasson. Erlingur Halldórsson höfundur verksins Frá æfingu á Hákarlasól. Leikendur hafa ekki tekið á sig endanlega mynd. l Málverka- sýningar... Asgrimssafn: Sýning á vatnslitamyndum Asgrims Jónssonar. Opið sunnudag kl. 1.30—4. Galleri OUT PUT: Niels Hafstein. Sýningin er opin kl. 4—9 föstudag til sunnudags. Listasafn tslands: Yfirlitssýning á verkum Jóns Engilberts. Opið laugard. og sunnudag kl. 2—10. Norræna húsið: Björgvin Sigur- geir Haraldsson sýnir. Sýning- unni lýkur á sunnudagskvöld. Opið kl. 2—10. MíR-salurinn: Eftirprentanir sovéskra veggspjalda frá styrj- aldarárunum 1941—1945. Sýningin verður opin laugardag kl. 4—6 og sunnudag kl. 2—4. Mokka: Tryggvi Ólafsson sýnir teikningar. Klausturhólar: Sýning á þekktum listaverkum eftir Guð- mund Þorsteinsson, Gunnlaug Scheving og fl. Opið kl. 4—6 fram til sunnudags, en þá fer fram uppboð á myndunum að Hótel Sögu kl. 3. Þjóðleikhúsið:Carmen verður á stóra sviðinu i kvöld og laugardagskvöld. Kardi- mommubærinn, siðasta sýning á sunnudag kl. 3. Hátiðarsamkoma Þjóðræknis- félagsins, laugardag kl. 2. Á litla sviðinu er barnaleikritið Milli himins og jarðar kl. 3 á laugardag. Hákarlasól, frum- sýning, sunnudag kl. 8.30. Iðnó: Skjaldhamrar, föstudag kl. 8.30. Saumastofan laugar- dag kl. 8.30. Skjaldhamrar sunnudag kl. 8.30. Barnaleikhús Leikfelags Hafnarfjarðar sýnir Halló krakkar i Bæjarbiói kl. 2 á laugardag og i Breiðholtsskóla kl. 4.30 á sunnudag. Herranótt: MR-ingar sýna Járnhausinn i Félagsheimili Seltjarnarness, mánudag, þriðjudag kl. 8.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.