Vísir - 07.11.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 07.11.1975, Blaðsíða 7
VtSIR. Föstudagur 7. nóvember 1975. 7 ERLEND VIÐHORF Mik Magnússon skrífar: Veröur nýtt „þorska- stríö" eftir viku? Þetta er spurning, sem borin er fram í Reykjavik og Lundúnum þessa daga. Hvorugur aðilinn vill hefja deilur á ný. Slíkar deilur og átök eru dýr, vekja ástæðulausa biturð og leysa engan vanda, þegar til lengdar lætur. — Enginn hrósar sigri að deilu lokinni, báðir aðilar tapa. Með samningum er fundin sameiginleg lausn, hvorugur fær allt sem hann vill, báðir verða að gefa eitthvað eftir. betta er ekki i neinum tengsl- um við siðferðilegan rétt eins eða annars. betta er i litlum tengslum við lagalegan rétt eða órétt. betta er i engum tengsl- um við réttlæti. 1 þessum efnum ráða stjórn- málin ferðinni. Stjórnmál eru litiö annað en aðferð til að sam- ræma andstæðar skoðanir svo unnt sé að ná „aðgengilegu” samkomulagi, sem borið getur klæði á vopnin þar til kemur að næsta vandamáli. Stjórnmál eru háð deginum i dag. bau hafa litil tengsl við áætlanir, sem gerðar eru til langs tima. Samkomulag á síðustu stundu Hvað það verður, sem hefur áhrif á það hvort nýjar deilur risa, og hversu alvarlegar þær ■verða, er ekki sá fiskafli, sem veiðist i dag, á morgun eða á næstu árum. bað verður fyrst og fremst það hvort íslendingar og bretar ná viðunandi stjórn- málalegu samkomulagi. Spurn- ingin er hvort þessar þjóöir geta náð samkomulagi, sem hægt verður að kynna fyrir kjósend- um i Reykjavik og Hull sem einskonar sigur. Af þessari ástæðu telja marg- ir i Lundúnum, að lausn fisk- veiðideilunnar verði fundin á siðustu stundu, rétt áður en samningur breta og islendinga rennur út 13. þessa mánaðar. Tapa á veiðunum við ísland brátt fyrir öll gifuryrði An- thony Crossland’s um fiskveiði- réttindi ,,byggð á hefð” þá veit fólkið, sem hann var að tala við, að það tapar stórfé hvern veiði- dag við Islandsstrendur. Fiskverðið i Hull, Grimsby og og kátir, ef þeir gætu tryggt ein- hverja takmarkaða samninga, sem heimiluðu þeim skipum, sem eftir eru, veiðar við tsland þar til þeim verður einnig lagt. 70 þúsund tonn. 1 Hull segja óstaðfestar frétt- ir, að togaraeigendur séu til- búnir að semja um 70 þúsund tonna hámarksafla á Islands- miðum á ári. beir telja, að þeir 90 til 100 togarar, sem eftir eru og ekki geta veitt annarsstaðar, gætu veitt þetta magn á ári. Hve lengi þyrfti slikur samningur að gilda? Tvö ár i viðbót! Hvort islenska rikisstjórnin gæti fellt sig við slikan samning er svo önnur saga. Ég dreg einnig i efa að breska rikis- stjórnin gæti samþykkt þetta. Um þessar mundir er um 5,3 prósent atvinnuleysi i Humber- side og i Fleetwood og nágrenni 6,9%. bessar tölur eru talsvert hærri, en tölur um heildar-at- vinnuleysi á Bretlandseyjum. Helmingur vinnuaflsins i Humberside er háður úthafs- veiðum, og megnið af fiskinum, sem þar er unninn, kemur frá tslandsmiðum. 1 Fleetwood er ástandið verra. Tveir þriðju hlutár aflans, sem þar er land- að, kemur frá tslandi. Vinna tengd fiskveiðum og fiskvinnslu er nánast sú eina, sem er að hafa i Fleetwood. Reyna að hamla gegn atvinnuleysi Breska stjórnin hefur heitið þvi, að draga úr atvinnuleysi. begar sá möguleiki er fyrir hendi, að fleira fólk missi at- vinnu vegna fiskveiðideilu ts- lands og Bretlands, hlýtur slikt að hafa áhrif á stefnu stjórnar- innar og afstöðu. Eins og ég benti á i upphafi skiptir ekki höfuðmáli hvort is- lendingar eiga siðferðilegan rétt á þvi, að færa út landhelgi sina. bað skiptir ekki máli hvort visindamenn hafa á réttu að standa i aflaspám sinum. bað skiptir i raun og veru ekki máli hvort breskir sjómenn eru áhyggjulausir vegna fiskveiða við tsland i framtiðinni. bað sem máíi skiptir er „stjórn- málaleg aðgengileg lausn”. Við verðum að biða til siðustu stundar til að sjá hvert lausnar- orðið verður. Samningar á síðustu stundu mikla fjárhagslega taps, sem verður á hverri ferð. 31 togara hefur verið lagt Skipin, sem sigla á tslands- mið um þessar mundir, eru flest mjög gömul. bað er ekki vitað hvort þau verða viðurkennd siglingarhæf eftir næstu 20 ára skoðun. bað er staðreynd að eigendur margra þeirra hafa selt þau i brotajárn eða lagt þeim i stað þess að greiða dýrar endurbæt- ur. Af þeim 130 togurum, sem leyfi fengu til veiða á tslands- miðum samkvæmt samkomu- laginu, sem undirritað var i nóvember 1973, hefur 31 verið lagt eða seldur i brotajárn. Hvað hafa togaraeigendur um málið að segja? beir yrðu glaðir Fleetwood er of lágt. Með þvi er ekki hægt að greiða fyrir oliuna, sem nota þarf til siglingar á Is- landsmið. Mikið tap er fyrirsjá- anlegt i hvert skipti sem skip heldur til veiða. Loforð Wilsons, forsætisráð- herra, i fulltrúadeildinni þess efnis, að breskum fiskimönnum yrði veitt vernd á íslandsmið- um, virðist vera orðin tóm, þeg- ar þess er gætt, að engir fundir hafa verið haldnir með fulltrú- um togaramanna og sjóhersins um það hvernig slik „vernd” yrði best skipulögð. Fréttatilkynningar Samtaka breskra togaraeigenda, þar sem islendingar eru fordæmdir fyrir „ólöglega” útfærslu, eru hlægi- legar, þegar þess er gætt, að sömu samtök krefjast 200 milna fiskveiðilögsögu fyrir Bretland. Breskir sjómenn áhyggjulausir Vegna alls þessa vita breskir sjómenn ekki hvað er að gerast. bað, sem kannski er einkenni- legra er, að þeir hafa -heldur ekki áhyggjur af framvindu mála. — I Humberside rikir undarlegt ástand bjartsýni —, vonir um að öll mál leysist að lokum. Fái islendingar það sem þeir óska er allt i lagi. bað styður að- eins kröfur breta um 200 milur. bótt breskir sjómenn verði að biða i eitt ár enn eftir niðurstöð- um Hafréttarráðstefnunnar um stærri landhelgi strandrikja og efnahagslögsögu, eru þeir ekki á þeim buxunum, að taka það nærri sér. tslandsmið eru ekki sérlega freistandi vegna hins Ónýtir kláfar á íslandsmiðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.