Vísir - 07.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 07.11.1975, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Föstudagur 7. nóvember 1975. vísm Umsjón: GP Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson, Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Rjtstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Augiýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Sími 86611 Ritstjórn: Sföumúia 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Jacques Chaban-Delmas, fyrrum forsætisráðhcrra gaullista, hefur veist að Valery Giscard D’Estaing Frakklandsforscta ineð ásökunum, um aö hinn siðar- nefndi hafi iagt hindranir á leiö Chaban-Delmas til for- Afnemum tekjuskatt og drögum úr skattamisrétti Skattar náungans hafa alla jafnan verið eitt helsta umræðuefni manna á meðal hér á laridi eins og viða annars staðar. útkoma skattskrár vekur á ári hverju upp umræður og þrætur um réttlæti og ranglæti i skattlagningu. Það er vissulega rétt, að aðstaða manna gagnvart skattalögum er nokkuð misjöfn. Framhjá þeirri staðreynd er ekki unnt að horfa. í þessum efnum rikir ójöfnuður. Launþegar telja yfirleitt fram tekjur sinar að fullu. Ýmsir hópar manna, sem hafa atvinnurekstur með höndum, eiga hins vegar hægar um vik með ýmis konar tilfærslur og undanskot innan endimarka laga og reglna eins og utan þeirra. Engir rikisstjórn hefur tekist að sniða tekjuskattslöggjöf, sem girt hefur fyrir ójöfn- uð af þessu tagi. Tilgangur stighækkandi tekjuskatts er m.a. sá að stuðla að tekjujöfnun i þjóðfélaginu. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þessu yfirlýsta markmiði verð- ur ekki náð með slikri skattlagningu. Tekjuskatt má nota til tekjujöfnunar innbyrðis milli launþega og atvinnurekenda. Þetta eru sannindi, sem rikisstjórnir á öllum tim- um hafa horfst i augu við. Lausnarorðið hefur yfir- leitt verið krafa um hert skattaeftirlit. Yfirlýsingar hafa verið samþykktar æ ofan i æ og stjórnmála- menn hafa haldið fjálglegar ræður um skattamis- réttið, án þess að nokkuð hafi breyst. Og flestum er ljóst, að einu gildir hverjir sitja við stjórnvölinn. Fæstum hefur hins vegar dottið i hug að setja fram kröfu um afnám tekjuskattsins. í sjálfu sér er það þó eina leiðin til þess að koma i veg fyrir mis- réttið að afnema þá skattheimtu, sem mestum ójöfnuði og óánægju hefur valdið. Hlutdeild beinna skatta i heildartekjum rikissjóðs hefur farið heldur minnkandi. En ýmsir stjórnmála- og hagsmuna- hópar halda þó enn fast i úreltar hugmyndir um nauðsyn stighækkandi tekjuskatts til tekjujöfnunar. í fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir þvi, að tekjuskatturinn standi undir tólf hundraðshlutum af tekjum rikissjóðs. Þetta er i raun réttri ekki stór hluti af rikissjóðstekjunum. Það er þvi engum vafa undirorpið, að tiltölulega auðvelt á að vera að afnema tekjuskattinn fyrir fullt og allt og um leið það misrétti, sem hann býður upp á. Hér verður einnig að hafa i huga að innheimta tekjuskattsins er mikið fyrirtæki og kostar mikinn mannafla. Afnám tekjuskattsins væri stórt stökk i átt að einfaldara skattkerfi. Nú er að þvi stefnt að taka upp virðisaukaskatt. Við innheimtu hans þarf talsvert skrifstofukerfi. Það er þvi full þörf á að skera niður það skattinnheimtubákn, sem nú er fyr- ir hendi. Óbeinir skattar eru að mörgu leyti eðlilegri en tekjuskatturinn eins og þjóðfélagshættir eru nú. Skattarnir eru þá greiddir af eyðslunni. Fólkið fær sjálft aukinn rétt til þess að ráðstafa tekjum sinum að eigin vild. Hér er um að ræða mikið framfara- og réttlætismál, sem frjálshyggjuþingmenn ættu að gefa gaum. sætisembættisins. Sakar Chaban-Delinas þennan l'yrrverandi keppi- naut sinn um, að hafa hvatt til aögerða, sem miöuöu að þvi aö lækka álil Chaban- Delmas i byrjun þessa ára- tugs. Svona á yfirborðinu séð, viröist aðalástæöa þess, aö Chaban-Delmas tókst ekki aö verða forseti Frakklands, vera einfaldlega sú, aö kjós- endur tóku Giscard D'Estaing fram yfir liann. En ef kafað er dýpra i um- rót þessara ára gaullista- timabilsins i Frakklandi, grillir i margt, sem bendir til þess að Chaban-Delmas hafi töluvert til sins mál. — Hann fullyrðir, að spillt hafi verið fyrir möguleikum hans með skipulagðri rógsherferð og hrekkjabrögðum. Chaban-Delmas hefur nú skotið máli sinu fyrir dóm al- menningsálitsins i nýútkom- inni sjálfsævisögu sinni. Heitir hún „Ardour” og er gefin út af forlaginu Stock i Paris. Þegar þessi gjörvilegi borgarstjóri Bordeaux, sem frakkar kalla i daglegu tali einfaldlega Chaban, snéri sér fyrst að stjórnmálum, naut hann þess orðstis, sem hann gat sér á árum siðari heimstyrjaldarinnar. Hann var einn af hetjum neðan- jarðarhreyfingarinnar, sem daglega hættu lifi sinu i and- spyrnu sinni gegn hernáms- liði þjóðverja. — Leið hans lá i gegnum forsæti þjóð- þingsins meðan stjórnar De Gaulles hershöfðingja naut við, og siðan i forsætisráð- herrastólinn undir stjórn Ge- orges Pompidous forseta. Brautin að sjálfu forseta- embættinu virtist blasa við béin og greið. Þegar Pompidou andaðist i fyrra, var foringjaskikkja gaullista lögð á herðar Chaban. 1 kapphlaupinu, sem hófst um sæti Pompi- dous, þótti Chaban sigur- stranglegastur allra — á þeirri stundu. En honum fórst kosningabaráttan hrapalega úr hendi. A enda- sprettinum stjakaði fjár- máláráðherrann, Giscard D’Estaing — sem ekki var Gaullisti — honum ómjúk- lega til hliðar. Vonsvikinn lýsir erfða- prins gaullista þvi, hvernig skuggabaldrar Pompidous hafi skipulega tætt hann sak- lausan i sundur. í augum Chabans var piskurstriðið, sem háð var i göngum Elysee-hallar, miklu miskunnarlausara en barátta hernámsáranna. „Með þvi, að ég er sjálfur alls óvanur þeirri vopnfimi, sem þarf til þess að bregða velbrýndum rýtingnum und- an skikkjunni úr állskonar stellingum til að reka hann i orðstir náungans, þá hef ég sjaldan getað imyndað mér aðra eiga slikt til,” skrifar- Chaban. Það var fyrst eftir að hann varð forsætisráðherra 1969, að augu hans tóku að opnast fyrir þvi, við hvað hann átti að etja. Það var eftir heim- sókn Pierre Juillet, aðalráð- gjafa Pompidous i stjórn- málunum heima fyrir, og um leið áhrifamesta baktjalda- mannsins i Frakklandi. Dag einn 1971 veittist Juillet Var Chaban fórnar- lamb sam- sœris? Chaban-Delmas, fyrrum for- sætisráölierra, var af öllum talinn liklegastur i forsetastólinn á eftir Pompidou, en Giscard D’Estaing skaut honum ref fyrir rass. JM MIM harkalega að Chaban á skrif- stofu hans. Það verður að teljast með eindæmum per- sónuleg árás, miðað við, að þar var Juillet að tala við sjálfan forsætisráðherrann. ■ „Þú ert gaullisti, það skal ég viðurkenna,” sagði Juillet, sem um þær mundir var i leyfi frá störfum sinum i Elysee-höll. „En þú ert sá maðurinn, sem ert að inn- leiða sosialisma i Frakk- landi...það mun leiða til stjórnleysis og opna leiðina óvinum okkar.” Að baki þessari hatrömmú árás lágu þær áhyggjur, sem hinir ihaldssamari i röðum gaullista, þar á meðal Pompidou sjálfur, höfðu af áætlunum Chabans um þjóð- félagslegar umbætur. — Ein hugmyndin þar i var að losa rikisútvarpið franska úr eftirlitsgreipum stjórnarinn- ar. Þótt Chaban tækist að hrinda i framkvæmd að hluta til áformum sinum um að losa höftin á útvarpinu (og sjónvarpi), fannst hon- um það hálfgerður Pyrrusarsigur. „Það átti eftir að kosta mig mikið. Það varð af- bragðs tilefni þeirrar niður- rifsherferðar, sem haldið var úti gegn mér með öllum tiltækum ráðum næstu fimm árin,” skrifar hann. Hann bendir á Giscard D’Estaing sem aðalfrum- kvöðul þeirra erfiðleika, sem hann átti við að etja eftir handtöku Edourad Dega. Dega var háttsettur starfs- maður á skattstofu Frakk- lands, og hafði um margra ára bil talið fram fyrir Cha- ban til skatts. Það var Giscard D’Estaing fjármálaráð- herra, sem i eigin persónu skýrði Pompidou frá þvi, að Dega lægi undir ákæru, — eftir þvi sem Chaban skrifar. Dega var sakaður um að hafa fundið leið til þess að spara skjólstæðingum sinum fúlgur fjár, sem þeir annars hefðu átt að greiða i skatta. Meðal skjólstæðinga Dega voru ýmsir áhrifamenn. Hneykslið lá i loftinu. Meðan Gróusögurnar fóru á milli, þar sem nafn Cha- bans var haft milli tannanna éins og annarra, reyndi Chaban-Delmas með öllum tiltækum ráðum að fá málið tekið fyrir hið fyrsta og af- greitt fljótlega i von um að nafn hans yrði hreinsað af öllum ósóma, áður en slúður- sögurnar hefðu gert of mik- inn usla. En eftir þvi sem höfundur heldur fram, fann fjármála- ráðuneytið (undir stjórn D’Estaings) sér alltaf ástæðu með reglulegu milli- bili til nýrra málshöfðana, sem kröfðust nýrrar frestun- ar og drógu málið á langinn. Allan timann á meðan varð forsætisráðherrann áð engj- ast undir brennandi ásökunaraugum alþýðunnar. „Þetta var allt gert að yfirveguðu ráði,” skrifar hann. Segist hann hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi, að aðstoðarmenn D’Estaings hafi jafnvel gert sér vonir um að draga málið á langinn fram á mitt ár 1976. Þá hefðu forsetakosn- ingar átt að fara fram, ef Pompidou hefði ekki burt- kallast i millitiðinni. Bók Chabans hefur þegar vakið mikla athygli, en á vafalaust eftir að vekja enn meira umtal. Það stutt er þó siðan hún kom út, að enn hef- ur hún ekki sært fram nein viðbrögð af hálfu þeirra, sem Chaban veitist að i henni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.