Vísir


Vísir - 07.11.1975, Qupperneq 9

Vísir - 07.11.1975, Qupperneq 9
VÍSIR. Föstudagur 7. nóvember 1975. 9 Á FÖSTUDEGI / Vilmundur Gylfason skrifar: Þaö er til þess að gera nýtt af nálinni aö tala um þrýstihópa i samfélaginu, liópa manna, sem eigi sameiginlegra hagsmuna aö gæta og ýti á þá sem hafa völd og áhrif til þess að koma málum sinum fram eða til þess aö komast yfir fjármuni fyrir sig og sina. Hitt er heldur ekki ýkja gamalt: óbeisluð gremja manna i garö stjórnmálamanna og annarra valdhafa, sem hafa reynst ól'ærir um aö standa gegn kröfugerð i kröfugeröarsam- félagi, þótt hún sé hvort tveggja, ósanngjörn og frekju- leg. Hins vegar virðast stjórnmálamenn (að visu með undantekningum) skynja vanmátt sinn, getuleysi og rælildóm. Nöldur þessara manna i garö Jónasar Haralz og Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna sjónvarpsþáttar i siðustu viku falar þar skýrustu máli. En á hverju getum við átt von? Hvernig eiga þessir menn að geta staðist þrýsting, þótt hann sé bæði frekur og ósann- gjarn og þótt hann gangi gegn þjóðarheildinni? Við skulum lita á þá mynd sem við blasir: Við höfum rikisstjórn, og i henni sitja átta ráðherrar. Af þessum átta eru þrir, sem áður höfðu gengistundir próf þrýstingsins. Einn i Samvinnubaknanum, annar i sparisjóði i Hafnarfirði og sá þriðji i sveitarstjórn i Borgarnesi. Og allir höfðu þeir failið. Allir áttu það sammerkt að vera að leika sér i lýðræðinu, að vera að leita sér að leiðinni til valda og frama og allir gengu of langt, þannig að meira að segja stofnunum þeirra ofbauð. En það tókst að þvi marki að nú sitja þessir fallistar á prófi reynslunnar saman i rikisstjórn og eiga að segja til um hvaða kröfur séu sanngjarnar og þannig lagaðar að þjóðarbiíið þoli þær. Það er varla nema von þótt illa gangi. En það er að verða vart nýrr- ar tóntegundar i samfélaginu. Þessir menn voru kannski ekki að gera annað en að leika kerfisleikinn. Þessi nýi tónn segir hins vegar að mennirnir hafi raunar verið að gera annað, þeir keyptu sér völd og áhrif — og afleiðingarnar af þessum stjórnarháttum blasa hvar- vetna við. Þorsteinn Thorarensen, rit- höfundur, ritaði ágæta grein i Dagblaðið á föstudaginn var, þar sem hann fjallaði fyrst og fremst um leyndina sem rikir .i bankakerfinu. En við þá grein má svo sem bæta ýmsu. Banki fyrir norðan ÞORSKAR, ÞRÝSTI- HÓPAR OG RIKIS- BANKAR I fyrrnefndum sjónvarpsþætti ræddi Jónas Haralz um meðal- ■ mennina er stjórna landinu og '■ er næsta ósýnt um að taka ■ ákvarðanir. Vissulega hafði ■ bankastjórinn lög að mæla. Það ■ sem bankastjórinn raunveru- J lega var að segja var llka alvar- J legur hlutur: Nefnilega það að S það er sjálft lýðræðið sem hefur i brugðist. Lýðræðið hefur fram-!5 kallað stjórnendur sem eru ■ ófærir um aö stjórna. Það sem j 5 þarf að gera er þvi fyrst en ekki , 5 siðast til varnar lýðræðinu. En bankastjórinn gleymdi ■ lika ýmsu, þvi meðal annars að n ÚTVE GS BAI>’ KI [ ÍSLAINDS BÚNAÐARBANKÍ ÍSLANDS J ■ HaíMiSSEÖ sjálfur ber hann mikla ábyrgð á þessu ástandi. Rikisbankarnir, og ekki sist sá sem hann veitir forustu, eru leynistofnanir og það er ógerlegt fyrir fólkið i landinu að fá nokkrar upplýsingar um það sem þar er að gerast innan dyra. Þar rikir formyrkvun upplýsingaleysis, og við, sem ennþá erum ekki eldri en það að við leyfum okkur þann lúxus að vera bjartsýn á manneðlið, við trúum þvi jafn- framt að ef upplýsing rikis, ef fólki er haldið upplýstu um raunveruleikann, þá muni það sjálfkrafa leysa mörg okkar stærstu vandamál. En gallinn er óvart sá að Jónas Haralz og rikisforstjórarnir i kringum hann, —■ og þar með talin stjórn- völdin i landinu — eru á annarri skoðun. Þeir reka þessar stofnanir sinar eins og levni- klúbba, eins og einhvers konar frimúrarareglu, og i skjóli þess- arar leyndar hefur innan þess- ara stofnana þróast sukk og sóðaskapur sem heggur að rót- um sjálfs lýðræðisins. Þarna liggur rót ógæfunnar — og ábyrgð og sekt Jónasar Haralz hlýtur að vera mikil. A Akureyri var Landsbanka- stjóri að nafni Jón Sólnes. Árið 1974 voru Alþingiskosningar, og bankastjórinn var i framboði. SkuldLandsbankans á Akureyri við aðalbankann i Reykjavik, fór úr öllum böndum og jókst um fast að milljarði króna. All- ar reglur þverbrotnar, og enda kosningar i nánd. útibússtjór- inn á Akureyri ansaði engum reglum eða forskriftum, en notaði sér rikisfjármuni til að kaupa sér leiðina til valda. Þetta virðist svo hafa uppgötv- ast f ársbyrjun 1975, þegar reikningar ársins voru gerðir upp. En hvað gerir þá banka- stjórinn i Reykjavik, fulltrúi ljóssins og upplýsingarinnar og svarinn andstæðingur for- myrkvunar? í stað þess að segja þjóðinnni frá þessu, veita fjölmiðlum upplýsingar um þetta, skapa umræðu og væntanlega fordæma þetta sjálfur til þess að svona hlutir gerist ekki aftur, þá er þetta leyst einhvers staðar bak við tjöldin. Leyniklúbbur stjórn- valda og bankakerfis leysir þetta bak við lokaðar dyr vald- hroka og formyrkvunar — og þess vandlega gætt að almenn- ingur fái engar upplýsingar. Þetta er ekki litið mál. Frambjóðandi valsar að þvi er virðist stjórnlaust með gifur- lega fjármuni, og þvi er haldið leyndu, almenningi i landinu kemur þetta ekki við. En þetta er ekki einkamál Jónasar Haralz — eða bankanna — eða stjórnvalda. Þetta er sjálf rótin og þeir seku eru þeir sem þegja. Spilling bankanna Leynimakk bankanna með sin eigin mál ná til stórra mála eins og Sólness og smárra mála eins og bilakaupa bankastjóra. Reglum um rikisbila var breytt árið 1970, i fjármálaráðherratið Magnúsar Jónssonar. Um þær breytingar má deila, eins og raunar allar breytingar. En að þvi er til dæmis ráðherrabila varðar var reglunum breytt þannig að i stað þess að rikið ætti bilana var þeim nú gert að eiga þá sjálfir, en gátu keypt þá með mjög hagstæðum lánum. Rikisbankastjórarnir skildu þetta auðvitað svo að sömu reglur ættu að gilda um þá, og virðistsvo vera sem bankaráðin hafi tekið þá ákvörðun, en ráð- herrar þar hvergi komið nærri. Alla vega er ógerlegt að fá upp- lýsingar um það, hvaða reglur gilda um bilakaup bankastjóra. Leyniklúbburinn skammtar sér bila eftir hentugleikum, og eng- inn spyr um reglur, hvað þá móral. En á sama hátt og það er ekki einkamál þessara manna, þessarar manntegundar, hvort Sólnes eyðir milljarð meira eða minna, þá er það heldur ekki einkamál þeirra, hvernig þeir láta rikissjóð borga undir sig bilana. Að sjálfsögðu eiga bankastjórar að hafa rifleg laun, en eina leiðin til þess að það, eins og annað, sé innan hóf- legra marka er upplýsing og ekki formyrkvun. Og ef bila- kauperu skrýtin, hvernig er þá önnur starfsemi? Þorskar og þrýstingur Manntegundin sem gjarnan hefur keypt sig eftir veginum til valda kann ekki að standast þrýsting, og hefur aldrei kunnað það. Og nú stöndum við frammi fyrir öðrum vandamálum og al- varlegri. Fiskifræðingar virðast mikið til sammála um að þó svo við komum öllum útlendingum út úr landhelgi innan skamms þá muni óbreytt sókn á miðin eyðileggja þorskstofninn við landið, sennilega á árinu 1978. Þetta er ægiþungur dómur yfir skuttogarakaupunum á siðustu árum. Og enn munu vera þrettán i pöntun. Raunveruleg áætlun hefur aldrei verið til, en það hefur verið þrýst og þrýst meðan öllum almenningi hefur verið haldið óupplýstum. Ljóst er að séu þessar spár fiskifræð- inganna réttar, þá stöndum við frammi fyrir gifurlega erfiðum ákvörðunum á næstunni. Það er litill vandi að gera þaðsem gert hefur verið á siðustu árum: Að reka upp ramakvein lýð- skrumarans, benda á gagn- rýnendur og spyrja: Hvaða byggðarlag, sem hefur fengið skuttogara, hefði ekki átt að fá hann? Og auðvitað blasir at- vinnuaukning og aukning jafn- vægishvarvetna við. En til þess eru stjórnendur að stjórna. Og þeirrar spurningar má spyrja i fullri alvöru: Hvort þeir menn sem keypt hafa sig eftir vegin- um til valda, séu liklegir til þess að geta tekið svo veigamiklar ákvarðanir sem augljóslega verður að taka i þessum efnum nú alveg á næstunni? Hvort þessir formyrkvuðu leynimakk- ar hafi stjórnlegt siðferðisþrek til þess að taka ákvarðanir, þegar vitaskuld verður á þá þrýst úr mörgum áttum. Eða hvort við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að innviðir lýð- ræðisins séu orðnir svo veikir, siðferðisþrekið sé orðið svo litið og stjórnvöldin svo slöpp, að við neyðumst til að horfa á jörðina gliðna undir fótum okkar. Um þetta hlýtur næsta framtið að dæma. T t, flokkur; , 9 Ó 1,000.000 kr 9 ~ 500.000 — 9 - 200,000 — 360 “ 50,000 — 2,790 - 10.000 -t 5,280 - 5.000 —■ 9.000.000 kr 4.500.000 ™ 1.800.000 ™ 18 000.000 — 27.900.000 —J 41 400.000 ~ 102.600000 Aukavinningaf: 18 ó 50.000 kr.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.