Vísir - 07.11.1975, Blaðsíða 15
VlSIR. Fostudagur 7. november 1975. 15
Umsjón: Þrúður G. Haraldsdóttir - Sími 86611
Sýnishorn fyrstu prentvél
arinnor ó Kjarvalsstöðum
Sýnishorn af fyrstu gerð prent-
véla er einn þeirra muna sem
sýndir verða á minningarsýningu
um Jóhannes Gutenberg scm
opnuð verður nk. sunnudag kl. 15
á Kjarvalsstöðum.
Sýningin var upphaflega haldin
i Mainz í Þýskalandi árið 1968 á
500. árstið Gutenbergs en hefur
siðan farið viða um heiminn.
Hingað til lands kemur sýningin
með tilstyrk vestur-þýska sendi-
ráðsins.
Sérstökum islenskum þætti hef-
ur verið komið fyrir á sýningunni
i samvinnu við Landsbókasafn
þar sem sýndar eru nokkrar bæk-
ur sem Guðbrandur biskup lét
prenta að hólum á 16. öld og önd-
verðri 17. öld.
Ennfremur eru á sýningunni
tvö sýningarpúlt með nokkrum
gömlum prentminjum sem Þjóð-
minjasafnið hefur góðfúslega lán-
að.
A sýningunni verða flutt nokkur
erindi um bókagerð á Islandi.
Sýningin verður opin dag hvern
kl. 16—22 en á laugardögum og
sunnudögum kl. 14—22, og stend-
ur frá 9. til 27. nóvember. EKG
Reykjavíkurborg
íhugar kaup 6 mynd-
um eftir Kjarval
Nú er i athugun að Reykjavík-
urborg festi kaup á nokkrum
myndum Jóhannesar Kjarvais.
Erum að ræða myndir sem eru
á sýningu þeirri sem ættingjar
listamannsins efndu til og einn-
ig þeim sein eru á veggjuin i
vinnustofu hans i Austurstræti
12.
t samtali við Visi sagði Ólafur
B. Thors. formaður hússtjórnar
Kjarvalsstaða að stjórnin hefði
þetta mál til meðferðar og væri
umsagnar að vænta fljótlega.
Fyrst og fremst væri um að
ræða myndir þær sem eru sýn-
ingunni sem ættingjar Kjarvals
.fndu til, en myndirnar i Aust-
urstræti 12 væru einnig falar til
kaups.
,,Það er á valdi borgarráðs
hvort myndirnar verða keypt-
ar,” sagði Ólafur, „hússtjórn
Kjarvalsstaða hefur málið að-
eins til umsagnar.”
Sýningin er opin kl. 4—10 dag-
lega.
Þar er hœgt að
sletta úr klaufum...
Hótel Saga: Lokað á föstudag
vegna einkasamkvæmis.
Hljómsv. Ragnars Bjarnasonar
og Þuriður, laugardagskvöld og
á sunnudag er Crtsýnarkvöld,
grisaveisia. ,
Leikhúskjallarinn: Skuggar
leika föstudag og laugardag.
Frumsýning sunnudagskvöld.
Sigtún: Pónik og Einar leika
föstudag og laugardag. Gömlu
dansarnir sunnudag. Drekar.
Kiúbburinn: Exsperiment og
Kristail föstudag, Exsperiment
og Kaktus laugardag, Kabarett
og Eik á sunnudag.
Lindarbær: Gömlu dansarnir
laugardag. Hljómsveit Rúts Kr.
Hannessonar, söngvari Jakob
Jónsson.
Þórscafé: Gömlu dansarnir
laugardagskvöld
Röðull: Stuðlatrió föstudagskv.
Trió Alfa Beta laugardag.
Stuðlatrió og nektardansmærin
Maria Teresia skemmta sunnu-
dagskvöld.
Hótei Borg: Hljómsveit Arna
Isleifs og Linda Walker
skemmta um helgina.
Diskotek i Sesar og óðali.
Glæsibær: Asar leika fyrir
dansi.
Skiphóll: Hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar skemmtir um
helgina að venju.
Ingólfs-café: Gömlu dansarnir.
Jórnhausinn verk-
efni Herranœtur
llelgi siidarskipstjóri og Gulla Mæja, tvcir þriðju „hins eilifa þri-
hyrnings” scm fyrir kemur i Járnbausnum.
A miðvikudagskvöld frum-
sýndu MR-ingar Járnhausinn á
árlegri Herranótt skólans.
Járnhausinn er eftir þá bræður
Jónas og Jón Múla Arnasyni.
Leikstjóri er Steinunn
Jóhannesdóttir.
Herranótt er mun fyrr á
ferðinni en undanfarin ár.
Undirbúningur hófst i annarri
kennsluviku, en með þvi að
byrja undirbúning svo snemma
var hægt að flétta saman leik og
kennslu.
Nemendur hafa saknað þess
hve litið hefur verið um lifræna
kennslu i skólunum. Við upp-
setningu Herranætur hefur orðið
breyting á þessu. Leiktjöld og
leikmyndir eru unnar af nem-
endum sem stunda nám i
byggingarlist ásamt kennara
þeirra Stefáni Benediktssyni.
Æfingum á söngvunum hefur
Atli Heimir Sveinsson stjórnað,
en hann er jafnframt kennari
við skólann. Undirleik annast
nemendur.
Járnhausinn er fyrsta
islenska leikritið sem sýnt hefur
verið um áratugaskeið i Herra-
Hinn stórhuga Iramkvæmda-
inaður Eyvindur Arason og
lians trúi vinur Andrés Aðal-
steinsson ritstjóri, blaða i guln-
uðum skræðum i ákafri leit að
upplýsinguin uin ólaf Járnhaus
landnámsmann Hvalvikur.
nótt og þótti leiknefnd timabært
að leyfa áhorfendum að skyggn-
ast i þjóðlif islendinga. 1 leik-
skránni segir m.a. i viðtali við
Jónas Arnason: „Við erum
himinlifandi og tökum ofan og
hneigjum okkur djúpt. Sérstak-
lega vegnaþess að hérer um að
ræða okkar gamla skóla...
Starfsemi áhugaleikhúsa á
ísland er að menningargildi
alls ekki minni en það sem gert
er i atvinnuleikhúsum.”
Upphaf Herranætur má rekja
aftur til fyrri hluta 18. aldar,
þegar skólapiltar i Skálholti
héldu haust hvert hina svo-
kölluðu Skraparotspredikun.
Var þá skólapiltum raðað i
hlutverk eftir stöðu og ein-
kunnum og var sá kjörinn
konungur, sem bestur var.
Flutti konungur predikun sem
nefnd var þessu nafni. Var hún
öllu styttri en herranótt
nútimans.
„Hver sem misbrúkar minar
dætur á jólunum hann skal ei fá
að sjá þeirra dýrð á
páskunum,en hver sem ei mis-
brúkar minar dætur á jólunum,
hann skal fá að sjá mina og
þeirra dýrð á páskunum.”
Rúmlega 60 manns taka þátt i
undirbúningi Herranætur en
leikarar eru 30. Nemendur hafa
sinnt þessu verkefni af miklum
áhuga og glaðværð rikt á
æfingum. í framhaldi af Herra-
nótt verður siðan haldið leik-
listarnámskeið i skólanum,
Helstu hlutverk eru:
Eyvindur Arason, stórhuga
framkvæmdamaður, leikinn af
Sigurði Halldórssyni, Gulla
Maja: Hallbera Jóhannesdóttir.
Andrés Aðalsteinsson, ritstjóri:
Kristján Jónsson, Helgi ungur
skipstjóri: Benedikt Jónsson.
Vala svarta: Ragnheiður
Jónsdottir, Randver örn, stud.
oceon.: Höskuldur Höskuldsson.
Næsta sýning er á sunnudags-
kvöld kl. 8.30 i Félagsheimili
Seltjarnarness.
Ásgrímssafn opnar haustsýningu sína
Sunnudaginn 2. nóv var opnuö sýning á vatnslitamyndum Asgrims Jónssnar. Myndirnar málaði As-
grimnr aöallcga á árunum 1940—1950, hafa þær flestar aldrci verið sýndar áöur. Safniö er opiö sunnu-
daga, þriöjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—l. Myndin er af einni af invndum Asgríms, Skíðadalur.